„Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 15:30 Dak Prescott stýrir sóknarleik Dallas Cowboys liðsins og gerði það frábærlega stærsta hluta tímabilsins en þegar á reyndi þá gekk ekkert upp. Getty/Richard Rodriguez Það kom einum sérfræðingi Lokasóknarinnar ekkert á óvart að ekkert yrði úr tímabilinu hjá Kúrekunum frá Dallas. Dallas Cowboys liðið leit rosalega vel út á tímabili en leiktímabil liðsins endaði snemma eins og svo oft áður. Dallas Cowboys liðið fær gríðarlega mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum en liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 1996 og aðeins unnið tvo leiki í úrslitakeppni á síðustu níu tímabilum. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Þetta er svona upprifjunarþáttur og verðlaunaþáttur en þetta er líka smá bókhald. Við erum að halda til haga kvittunum yfir hitt og þetta. Eitt sem við tókum eftir þegar við vorum að fara yfir myndefni úr þættinum í vetur er að menn hafa verið stöðugir í þættinum og Henry Birgir sérstaklega,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. „Það er eitt sem ég get sagt ykkur með Henry Birgi er það að hann þolir ekki Dallas Cowboys. Hann gjörsamlega þolir þá ekki,“ sagði Andri og sýndi myndband yfir hversu oft Henry hefur drullað yfir Kúrekana á þessu tímabili. „Kjánarnir ykkar. Cowboys eru lúsers. Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar,“ sagði Henry Birgir og hneykslaðist aftur og aftur á trú hinna sérfræðinganna á lið Dallas í vetur. „Í 99 prósent tilfella þegar Cowboys fá alvöru próf þá skíttapa þeir,“ sagði Henry meðal annars. „Dallas Cowboys er ‚Fake news'. Þegar það er alvöru leikur og eitthvað er undir þá getur þetta Dallas lið ekki rassgat. Það er ekkert að fara að breytast,“ sagði Henry. „Eiríkur ég held að við verðum bara að segja alveg eins og er. Henry hafði bara rétt fyrir sér,“ sagði Andri. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. Klippa: Lokasóknin: Henry Birgir hatar Dallas Cowboys liðið NFL Lokasóknin Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Dallas Cowboys liðið fær gríðarlega mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum en liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 1996 og aðeins unnið tvo leiki í úrslitakeppni á síðustu níu tímabilum. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Þetta er svona upprifjunarþáttur og verðlaunaþáttur en þetta er líka smá bókhald. Við erum að halda til haga kvittunum yfir hitt og þetta. Eitt sem við tókum eftir þegar við vorum að fara yfir myndefni úr þættinum í vetur er að menn hafa verið stöðugir í þættinum og Henry Birgir sérstaklega,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. „Það er eitt sem ég get sagt ykkur með Henry Birgi er það að hann þolir ekki Dallas Cowboys. Hann gjörsamlega þolir þá ekki,“ sagði Andri og sýndi myndband yfir hversu oft Henry hefur drullað yfir Kúrekana á þessu tímabili. „Kjánarnir ykkar. Cowboys eru lúsers. Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar,“ sagði Henry Birgir og hneykslaðist aftur og aftur á trú hinna sérfræðinganna á lið Dallas í vetur. „Í 99 prósent tilfella þegar Cowboys fá alvöru próf þá skíttapa þeir,“ sagði Henry meðal annars. „Dallas Cowboys er ‚Fake news'. Þegar það er alvöru leikur og eitthvað er undir þá getur þetta Dallas lið ekki rassgat. Það er ekkert að fara að breytast,“ sagði Henry. „Eiríkur ég held að við verðum bara að segja alveg eins og er. Henry hafði bara rétt fyrir sér,“ sagði Andri. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. Klippa: Lokasóknin: Henry Birgir hatar Dallas Cowboys liðið
NFL Lokasóknin Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira