Staðan „hundsúr“ og óskar eftir viðhorfsbreytingu hjá SA Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 10:51 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Formaður Starfsgreinasambandsins segir segir stöðuna í kjaraviðræðunum vera hundsúra. Hann segir það vanta viðhorfsbreytingu hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) til þess að samningsaðilar nái að semja. Ávinningurinn fyrir ríkið gæti hlaupið á tugum milljarða króna verði samið. Á föstudag sleit breiðfylking ASÍ kjaraviðræðum við SA eftir stífar viðræður síðustu vikur. Viðræðurnar strönduðu á forsenduákvæðum sem snúa að verðbólgu og vöxtum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og einn forsvarsmanna breiðfylkingarinnar, ræddi stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir stöðuna „hundsúra“ en búið var að ná samkomulagi um meginatriði samningsins, til að mynda launaliðinn. „Hann er frá. Þess vegna finnst mér alveg með ólíkindum að SA hafi látið stranda á þessum svokölluðum forsenduákvæðum. Ég er enn þá að klóra mér í hausnum yfir því hvernig í raun og veru það mátti gerast,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Bítið - Staðan í kjaraviðræðum frekar súr Allir þurfi að taka þátt Breiðfylkingin hafi lagt fram afskaplega hófstilltar launahækkanir en ekki sé hægt að semja um þær til þriggja eða fjögurra ára, án þess að setja upp varnir fyrir launafólk. Meðal þessara varna voru ákvæði um að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. „Þegar við leggjum þetta fram með þessum hætti, þá þurfum við að geta treyst því að aðrir aðilar í íslensku samfélagi taki þátt í þessu með okkur í að þessar aðstæður skapist. Að verðbólgan og vextir fari niður,“ segir Vilhjálmur. Hann telur breiðfylkinguna ekki vera að vega gegn sjálfstæði Seðlabankans þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum með þessu ákvæði. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Seðlabankinn er sjálfstæður og horfir bara á verðbólgu sem er á hverjum tíma fyrir sig og hvort hann þurfi að beita þeim tækjum og tólum sem hann þarf til að ná niður verðbólgunni. Það er enginn ágreiningur um það. Við erum hins vegar að setja þetta skilyrði inn til þess að aðrir taki þátt í því að Seðlabankinn fái það tækifæri til þess að láta verðbólguna fara niður,“ segir Vilhjálmur. Gríðarlegur ávinningur Hann segir að samningurinn myndi spara ríkissjóð tugi milljarða. Þá sé hann 44 prósent kostnaðarminni en samningurinn sem gerður var í desember 2022. „Okkar kjarasamningur er að tala um að það sé í kringum fjögur prósent. Þannig sparnaður ríkisins sem er að greiða 530 milljarða í laun á ári, yrði 24 milljarðar bara út frá þessum þætti,“ segir Vilhjálmur. „Ef þetta verkefni tekst, ávinningurinn er margfalt meiri fyrir ríkissjóð heldur en nokkurn tímann það framlag sem þeir setja til að styðja við samninginn. Þetta er staðreynd.“ Aðspurður hvort breiðfylkingin og SA geti einhvern tímann náð samkomulagi segir Vilhjálmur það þurfa viðhorfsbreytingu hjá SA. „En ávinningurinn á því, ef þetta tekst, trúið mér. Ef þetta verkefni tekst, að launafólk taki þátt í því með þessum hætti. Fyrirtækin tækju þátt, ríkið tæki þátt, sveitarfélögin tækju þátt. Og við tökum öll þátt í því að ná niður verðbólgu hér, þá er það lang langmesti ávinningur sem íslenskt launafólk, íslensk heimili, íslensk fyrirtæki og allir geta fengið með því að sjá vextina lækka,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Efnahagsmál Bítið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Á föstudag sleit breiðfylking ASÍ kjaraviðræðum við SA eftir stífar viðræður síðustu vikur. Viðræðurnar strönduðu á forsenduákvæðum sem snúa að verðbólgu og vöxtum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og einn forsvarsmanna breiðfylkingarinnar, ræddi stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir stöðuna „hundsúra“ en búið var að ná samkomulagi um meginatriði samningsins, til að mynda launaliðinn. „Hann er frá. Þess vegna finnst mér alveg með ólíkindum að SA hafi látið stranda á þessum svokölluðum forsenduákvæðum. Ég er enn þá að klóra mér í hausnum yfir því hvernig í raun og veru það mátti gerast,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Bítið - Staðan í kjaraviðræðum frekar súr Allir þurfi að taka þátt Breiðfylkingin hafi lagt fram afskaplega hófstilltar launahækkanir en ekki sé hægt að semja um þær til þriggja eða fjögurra ára, án þess að setja upp varnir fyrir launafólk. Meðal þessara varna voru ákvæði um að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. „Þegar við leggjum þetta fram með þessum hætti, þá þurfum við að geta treyst því að aðrir aðilar í íslensku samfélagi taki þátt í þessu með okkur í að þessar aðstæður skapist. Að verðbólgan og vextir fari niður,“ segir Vilhjálmur. Hann telur breiðfylkinguna ekki vera að vega gegn sjálfstæði Seðlabankans þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum með þessu ákvæði. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Seðlabankinn er sjálfstæður og horfir bara á verðbólgu sem er á hverjum tíma fyrir sig og hvort hann þurfi að beita þeim tækjum og tólum sem hann þarf til að ná niður verðbólgunni. Það er enginn ágreiningur um það. Við erum hins vegar að setja þetta skilyrði inn til þess að aðrir taki þátt í því að Seðlabankinn fái það tækifæri til þess að láta verðbólguna fara niður,“ segir Vilhjálmur. Gríðarlegur ávinningur Hann segir að samningurinn myndi spara ríkissjóð tugi milljarða. Þá sé hann 44 prósent kostnaðarminni en samningurinn sem gerður var í desember 2022. „Okkar kjarasamningur er að tala um að það sé í kringum fjögur prósent. Þannig sparnaður ríkisins sem er að greiða 530 milljarða í laun á ári, yrði 24 milljarðar bara út frá þessum þætti,“ segir Vilhjálmur. „Ef þetta verkefni tekst, ávinningurinn er margfalt meiri fyrir ríkissjóð heldur en nokkurn tímann það framlag sem þeir setja til að styðja við samninginn. Þetta er staðreynd.“ Aðspurður hvort breiðfylkingin og SA geti einhvern tímann náð samkomulagi segir Vilhjálmur það þurfa viðhorfsbreytingu hjá SA. „En ávinningurinn á því, ef þetta tekst, trúið mér. Ef þetta verkefni tekst, að launafólk taki þátt í því með þessum hætti. Fyrirtækin tækju þátt, ríkið tæki þátt, sveitarfélögin tækju þátt. Og við tökum öll þátt í því að ná niður verðbólgu hér, þá er það lang langmesti ávinningur sem íslenskt launafólk, íslensk heimili, íslensk fyrirtæki og allir geta fengið með því að sjá vextina lækka,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Efnahagsmál Bítið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira