Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 09:06 Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 200 þúsund skotfæri á ári. AP/Philipp Schulze Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. Rheinmetall er stærsti vopnaframleiðandi Þýskalands og Papperger lét ummælin falla þegar hann tók á móti Olaf Scholz kanslara, þegar horsteinn var lagður að nýrri vopnaverksmiðju í Neðra-Saxlandi. Meðal annarra gesta voru varnarmálaráðherrann Boris Pistorius og Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Fjárfesting Rheinmetall vegna verksmiðjunnar nemur yfir 300 milljónum dollara en þegar hún verður komin í fulla notkun verður framleiðslugeta hennar 200 þúsund skotfæri í stórskotabyssur. Leiðtogar Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafa gagnrýnt harðlega ummæli Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, sem sagðist á dögunum hafa látið þau orð falla á leiðtogafundi að Rússum væri velkomið að ráðast á þær Nató-þjóðir sem legðu ekki sitt af mörkum fjárhagslega. Menn hafa í kjölfarið lagt áherslu á nauðsyn Evrópu að geta varið sig óháð Bandaríkjunum, þrátt fyrir að afstaða Trump lýsi ekki almennum viðhorfum innan stjórnkerfisins vestanhafs. Papperger sagði að það myndi taka Evrópu langan tíma að undirbúa sig til að takast á við óvin sem vildi efna til stríðs við Atlantshafsbandalagið. „Við verðum ágæt eftir þrjú til fjögur ár en þurfum tíu ár til að verða virkilega reiðubúin,“ sagði hann. Stærstur hluti skotfærabirgða Evrópu hefði verið sendur til Úkraínu á síðustu misserum og framleiðsluþörfin væri um 1,5 milljón skotfæri. Scholz vildi ekki tjá sig um það hvort ummæli Trump hefðu valdið honum áhyggjum en sagðist fullviss að Nató væri nauðsynlegt Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. „Við treystum á það, forseti Bandaríkjanna treystir á það og ég er viss um að bandaríska þjóðin mun gera það líka,“ sagði hann. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði sýnt að hann hefði „keisaralegan metnað“ og ef menn vildu búa við frið þyrftu þeir að draga kjarkinn úr þeim sem mögulega vildu efna til stríðs. Spurð að því hvort Evrópa þyrfti að vera undir það búin að geta varið sig ef Bandaríkjamenn slitu varnarsamstarfinu sagði Frederiksen að menn þyrftu að vera reiðubúnir „sama hvað“. Hraða þyrfti vopnaframleiðslu og því væri hún viðstödd lagningu hornsteinsins. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. NATO Þýskaland Danmörk Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Sjá meira
Rheinmetall er stærsti vopnaframleiðandi Þýskalands og Papperger lét ummælin falla þegar hann tók á móti Olaf Scholz kanslara, þegar horsteinn var lagður að nýrri vopnaverksmiðju í Neðra-Saxlandi. Meðal annarra gesta voru varnarmálaráðherrann Boris Pistorius og Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Fjárfesting Rheinmetall vegna verksmiðjunnar nemur yfir 300 milljónum dollara en þegar hún verður komin í fulla notkun verður framleiðslugeta hennar 200 þúsund skotfæri í stórskotabyssur. Leiðtogar Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafa gagnrýnt harðlega ummæli Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, sem sagðist á dögunum hafa látið þau orð falla á leiðtogafundi að Rússum væri velkomið að ráðast á þær Nató-þjóðir sem legðu ekki sitt af mörkum fjárhagslega. Menn hafa í kjölfarið lagt áherslu á nauðsyn Evrópu að geta varið sig óháð Bandaríkjunum, þrátt fyrir að afstaða Trump lýsi ekki almennum viðhorfum innan stjórnkerfisins vestanhafs. Papperger sagði að það myndi taka Evrópu langan tíma að undirbúa sig til að takast á við óvin sem vildi efna til stríðs við Atlantshafsbandalagið. „Við verðum ágæt eftir þrjú til fjögur ár en þurfum tíu ár til að verða virkilega reiðubúin,“ sagði hann. Stærstur hluti skotfærabirgða Evrópu hefði verið sendur til Úkraínu á síðustu misserum og framleiðsluþörfin væri um 1,5 milljón skotfæri. Scholz vildi ekki tjá sig um það hvort ummæli Trump hefðu valdið honum áhyggjum en sagðist fullviss að Nató væri nauðsynlegt Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. „Við treystum á það, forseti Bandaríkjanna treystir á það og ég er viss um að bandaríska þjóðin mun gera það líka,“ sagði hann. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði sýnt að hann hefði „keisaralegan metnað“ og ef menn vildu búa við frið þyrftu þeir að draga kjarkinn úr þeim sem mögulega vildu efna til stríðs. Spurð að því hvort Evrópa þyrfti að vera undir það búin að geta varið sig ef Bandaríkjamenn slitu varnarsamstarfinu sagði Frederiksen að menn þyrftu að vera reiðubúnir „sama hvað“. Hraða þyrfti vopnaframleiðslu og því væri hún viðstödd lagningu hornsteinsins. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC.
NATO Þýskaland Danmörk Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Sjá meira
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00