Bara tala hlaut Menntasprotann 2024 Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2024 14:22 Herve Debono, Hilmar Þór Birgisson, Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Jón Gunnar Þórðarson, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands, Guðmundur Auðunsson og Sigrún Halldórsdóttir, formaður dómnefndar. Birgir Ísleifur Gunnarsson Bara tala hlaut í dag Menntasprotann árið 2024 en Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í ellefta sinn í morgun. Þá var Elko valið Menntafyrirtæki ársins. Í tilkynningu kemur fram að Bara tala sé íslenskur menntasproti sem hafi hafið starfsemi sína árið 2023. „Bara tala nýtir sér gervigreind og íslenska máltækni til að veita fyrirtækjum og stofnunum stafrænt og gagnvirkt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk sitt. Boðið er upp á grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði, en einnig er boðið upp á starfstengt íslenskunám sem er þróað í góðu samstarfi við fyrirtækin og er þannig sérsniðið að atvinnulífinu. Með Bara tala gefst fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa starfsfólkið sitt í íslensku með áherslu á orðaforða og setningar sem notast er við á vinnustöðum. Hjá Bara tala er áhersla lögð á hljóð, myndefni og talmál og eykur þar með orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðfluttra í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað í júní 2023 og á ótrúlega skömmum tíma hefur fjöldi atvinnurekenda innleitt Bara tala fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Þróunarteymi Bara tala hefur áður unnið til fjölda verðlauna á sviði menntatækni á alþjóðlegum vettvangi, má þá helst nefna Bett verðlaunin 2022 og 2023 fyrir bestu alþjóðlegu menntatækni lausnina,“ segir tilkynningunni. Tákn um hugrekki Í rökstuðningi dómnefndar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands las upp kom meðal annars fram að í dag hafi fjöldi atvinnurekanda innleitt Bara tala fyrir erlent starfsfólk sitt. „Á innan við einu ári hefur Bara tala gjörbylt íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og ljóst er að þessi lausn er komin til að vera,“ sagði Guðni. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Bara tala, að félagið vonist til þess að Íslendingar, eða þeir sem að tali tungumálið nú þegar, verði betri í því að bara hlusta á meðan að þau sem eru að ná tökum á tungumálinu fá svigrúm til að bara tala. „Íslenska með hreim er nefnilega tákn um hugrekki,“ segir Jón Gunnar. „Í júní á síðasta ári kallaði forsætisráðherra eftir því að atvinnurekendur sýndu meiri ábyrgð og kæmu inn í það að bjóða upp á íslenskukennslu. Það tók ekki langan tíma fyrir atvinnurekendur að svara kallinu því í ágúst síðastliðinn kom Bara tala á markað og í dag hafa yfir 30 fyrirtæki og 7 sveitarfélög innleitt lausnina okkar fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Stundum er gott að staldra við og fagna því sem vel er gert og ég vil sérstaklega þakka atvinnulífinu fyrir að taka lausninni okkar svona vel og samstarfsaðilum okkar í Akademías,“ segir Jón Gunnar Þórðarson. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sjá má upptöku frá Menntadeginum í spilaranum að neðan. Menntadagur atvinnulífsins - Færniþörf á vinnumarkaði from Samtök atvinnulífsins on Vimeo. Skóla - og menntamál Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Bara tala sé íslenskur menntasproti sem hafi hafið starfsemi sína árið 2023. „Bara tala nýtir sér gervigreind og íslenska máltækni til að veita fyrirtækjum og stofnunum stafrænt og gagnvirkt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk sitt. Boðið er upp á grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði, en einnig er boðið upp á starfstengt íslenskunám sem er þróað í góðu samstarfi við fyrirtækin og er þannig sérsniðið að atvinnulífinu. Með Bara tala gefst fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa starfsfólkið sitt í íslensku með áherslu á orðaforða og setningar sem notast er við á vinnustöðum. Hjá Bara tala er áhersla lögð á hljóð, myndefni og talmál og eykur þar með orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðfluttra í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað í júní 2023 og á ótrúlega skömmum tíma hefur fjöldi atvinnurekenda innleitt Bara tala fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Þróunarteymi Bara tala hefur áður unnið til fjölda verðlauna á sviði menntatækni á alþjóðlegum vettvangi, má þá helst nefna Bett verðlaunin 2022 og 2023 fyrir bestu alþjóðlegu menntatækni lausnina,“ segir tilkynningunni. Tákn um hugrekki Í rökstuðningi dómnefndar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands las upp kom meðal annars fram að í dag hafi fjöldi atvinnurekanda innleitt Bara tala fyrir erlent starfsfólk sitt. „Á innan við einu ári hefur Bara tala gjörbylt íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og ljóst er að þessi lausn er komin til að vera,“ sagði Guðni. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Bara tala, að félagið vonist til þess að Íslendingar, eða þeir sem að tali tungumálið nú þegar, verði betri í því að bara hlusta á meðan að þau sem eru að ná tökum á tungumálinu fá svigrúm til að bara tala. „Íslenska með hreim er nefnilega tákn um hugrekki,“ segir Jón Gunnar. „Í júní á síðasta ári kallaði forsætisráðherra eftir því að atvinnurekendur sýndu meiri ábyrgð og kæmu inn í það að bjóða upp á íslenskukennslu. Það tók ekki langan tíma fyrir atvinnurekendur að svara kallinu því í ágúst síðastliðinn kom Bara tala á markað og í dag hafa yfir 30 fyrirtæki og 7 sveitarfélög innleitt lausnina okkar fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Stundum er gott að staldra við og fagna því sem vel er gert og ég vil sérstaklega þakka atvinnulífinu fyrir að taka lausninni okkar svona vel og samstarfsaðilum okkar í Akademías,“ segir Jón Gunnar Þórðarson. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sjá má upptöku frá Menntadeginum í spilaranum að neðan. Menntadagur atvinnulífsins - Færniþörf á vinnumarkaði from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun