„Þetta er fullkomlega óeðlilegt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2024 15:01 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hugmyndafræðin á bak við opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem vill að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Hann segir óþolandi að ríkismiðill stundi samkeppni við litla einkaaðila sem berjast í bökkum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður um stöðu Ríkisútvarpsins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á umhverfi fjölmiðla. „Þessi hugmyndafræði sem liggur að baki opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp og hefur ekki reynst vel og það á ekki eingöngu við um Ríkisúrvarpið.“ RÚV valdi stórkostlegum skaða Hann segir ótækt að ríkisrekstur, á hvaða sviði sem er stundi samkeppni við einkaaðila. Passa verði upp á að ríkisrekstur skaði sjálfstæð einkafyrirtæki sem minnst og hafi sem minnst áhrif á markaðinn. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að Ríkisútvarpið valdi stórkostlegum skaða á íslenskum fjölmiðlamarkaði og særi og veiki starfsemi sjálfstæðra fjölmiðla.“ Meginhlutverk RÚV hafi alltaf verið að varðveita íslenska tungu og menningu og segir Óli tíma til kominn að stofnunin einbeiti sér að því hlutverki. „Styðja við listir, menningarstarfsemi, sögu þjóðar og svo framvegis, veita áræðanlegar og traustar upplýsingar en dagskrágerðin miðar að því að hámarka áhorf til að geta selt síðan auglýsingar vegna þess að þeir eru á markaði. Það er auðvitað það sem einkareknir sjálfstæðir miðlar eiga frekar að gera og Ríkisútvarpið á að einbeita sér að því sem var alltaf hugsunin í upphafi.“ Hann segir mikilvægt að þingið nái saman í þessum efnum. „En því miður er það þannig að fram til þessa hefur meirihluti þingsins ekki verið þessarar skoðunar og þess vegna er staða sjálfstæðra fjölmiðla jafn veikburða og við erum vitni af. Púkinn í fjósinu hans Sæmundar, hann fitnar bara.“ Galin aðför Þá segist hann ekki skila hvers vegna ríkið stundi fjölmiðlarekstur. „Ég get skil marga sem hafa áhyggjur af því að það verði eitthvað gat á markaði ef ríkið sinni ekki ákveðnum þætti í listum og menningu og sögu þjóðarinnar. Og þá skulum við bara gera það þannig, þá skulum við haga ríkisrekstrinum með þeim hætti að það veiki ekki stöðu sjálfstæðra fjölmiðla.“ Tekur hann hlaðvörp sem dæmi en fjölmargir Íslendingar stunda nú atvinnu af því að halda úti litlum og meðalstórum hlaðvörpum. „Sem er orðin mjög fjölbreytt flóra í dag en hvað gerir Ríkisútvarpið þá? Um leið og Ríkisútvarpið verður vart við það að einstaklingar geta fundið sér einhverja syllu á markaði fjölmiðla eins og í hlaðvarpi þá fer það beint í samkeppni við þá og heggur litlu einstaklinganna. Þetta er auðvitað galin aðför.“ Tekjur RÚV aukist þó ekkert hafi gerst í rekstrinum Tekið sé á þessum málum í frumvarpinu, Nái það fram að ganga breytist fjármögnun Ríkisútvarpsins enda fer reksturinn inn í fjárlög og útvarpsgjaldið fellur niður. „Sko í hvert einasta skipti sem einhver íslendingur fagnar sextán ára afmæli eða einhver Íslendingur tekur sig til í bjartsýni og stofnar fyrirtæki þá fjölgar innan gæsalappa áskrifendum Ríkisútvarpsins. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast í hvert skipti þó ekkert hafi gerst í rekstrinum. Þetta er fullkomlega óeðlilegt.“ Fjölmiðlar Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður um stöðu Ríkisútvarpsins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á umhverfi fjölmiðla. „Þessi hugmyndafræði sem liggur að baki opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp og hefur ekki reynst vel og það á ekki eingöngu við um Ríkisúrvarpið.“ RÚV valdi stórkostlegum skaða Hann segir ótækt að ríkisrekstur, á hvaða sviði sem er stundi samkeppni við einkaaðila. Passa verði upp á að ríkisrekstur skaði sjálfstæð einkafyrirtæki sem minnst og hafi sem minnst áhrif á markaðinn. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að Ríkisútvarpið valdi stórkostlegum skaða á íslenskum fjölmiðlamarkaði og særi og veiki starfsemi sjálfstæðra fjölmiðla.“ Meginhlutverk RÚV hafi alltaf verið að varðveita íslenska tungu og menningu og segir Óli tíma til kominn að stofnunin einbeiti sér að því hlutverki. „Styðja við listir, menningarstarfsemi, sögu þjóðar og svo framvegis, veita áræðanlegar og traustar upplýsingar en dagskrágerðin miðar að því að hámarka áhorf til að geta selt síðan auglýsingar vegna þess að þeir eru á markaði. Það er auðvitað það sem einkareknir sjálfstæðir miðlar eiga frekar að gera og Ríkisútvarpið á að einbeita sér að því sem var alltaf hugsunin í upphafi.“ Hann segir mikilvægt að þingið nái saman í þessum efnum. „En því miður er það þannig að fram til þessa hefur meirihluti þingsins ekki verið þessarar skoðunar og þess vegna er staða sjálfstæðra fjölmiðla jafn veikburða og við erum vitni af. Púkinn í fjósinu hans Sæmundar, hann fitnar bara.“ Galin aðför Þá segist hann ekki skila hvers vegna ríkið stundi fjölmiðlarekstur. „Ég get skil marga sem hafa áhyggjur af því að það verði eitthvað gat á markaði ef ríkið sinni ekki ákveðnum þætti í listum og menningu og sögu þjóðarinnar. Og þá skulum við bara gera það þannig, þá skulum við haga ríkisrekstrinum með þeim hætti að það veiki ekki stöðu sjálfstæðra fjölmiðla.“ Tekur hann hlaðvörp sem dæmi en fjölmargir Íslendingar stunda nú atvinnu af því að halda úti litlum og meðalstórum hlaðvörpum. „Sem er orðin mjög fjölbreytt flóra í dag en hvað gerir Ríkisútvarpið þá? Um leið og Ríkisútvarpið verður vart við það að einstaklingar geta fundið sér einhverja syllu á markaði fjölmiðla eins og í hlaðvarpi þá fer það beint í samkeppni við þá og heggur litlu einstaklinganna. Þetta er auðvitað galin aðför.“ Tekjur RÚV aukist þó ekkert hafi gerst í rekstrinum Tekið sé á þessum málum í frumvarpinu, Nái það fram að ganga breytist fjármögnun Ríkisútvarpsins enda fer reksturinn inn í fjárlög og útvarpsgjaldið fellur niður. „Sko í hvert einasta skipti sem einhver íslendingur fagnar sextán ára afmæli eða einhver Íslendingur tekur sig til í bjartsýni og stofnar fyrirtæki þá fjölgar innan gæsalappa áskrifendum Ríkisútvarpsins. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast í hvert skipti þó ekkert hafi gerst í rekstrinum. Þetta er fullkomlega óeðlilegt.“
Fjölmiðlar Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira