Hrein brjóst og legháls Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:30 Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsumál sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameins hefur aukist og er það mikið áhyggjuefni, hvað veldur því er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig, margar tilgátur eru uppi og eru þekktar en þær verða ekki raktar hér. Rannsóknir á auknu nýgengi gætu gefið leiðarljós um þá áhættuþætti sem okkur ber að forðast og því mikilvægt að það verði farið í slíkar rannsóknir því þær gagnast okkur öllum. Breytt fyrirkomulag Fyrir nokkrum árum var breytt fyrirkomulag á skimunum fyrir brjóstakrabbameini og einnig fyrir leghálskrabbameinum. Skimun var flutt frá Krabbameinsfélaginu sem hefði staðið þá vakt með sóma frá upphafi. Brjóstaskimanir fara nú fram í Brjóstamiðstöð Landspítalans og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þá er skimað á öðrum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni eftir sem áður og er það skipulag að finna á vefnum skimanir.is. Öllum konum á aldrinum 40-69 ára er boðin skimum á tveggja ári festi og konum 70-74 ára á þriggja ára fresti. Leghálsskimanir fara reglulega fram á heilsugæslustöðvum um allt land. Þegar breytt fyrirkomulag var í umræðunni urðu margir áhyggjufullir að aðgengi að skimun yrði skert, konur þyrftu um langan veg að fara og hvatning og fræðsla yrði út undan. Eins og rakið var hér að ofan ætti aðgengi kvenna um land allt að vera í svipuðu formi og hefur verið þótt breytingar kalli alltaf á aðlögun. Berum ábyrgð á eigin heilsu Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hafi úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Það er áhyggjuefni sér í lagi þegar nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópunum, en um 240 konur og 4 karlar greinast árlega með brjóstakrabbamein. Þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Í Danmörku hefur einnig dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á meðan finnskar og sænskar konur standa sig betur. Inn á Heilsuveru hvers og eins er hægt að sjá skimunarsögu okkar. Ég brýni fyrir konum að kíkja þar inn og sjá hvort og hvenær tímabært er að fara í skimun og setja inn í dagbókina að taka þátt. Þá er það einnig mikilvægt að fylgjast með einkennum og þukla brjóst reglulega og gera viðvart þegar eitthvað óvenjulegt er á seiði. Þörf er á vitundarvakningu Minni mæting í skimun kallar á vitundarvakningu , kostnaðurinn er ekki hár en getur verið hamlandi og hægt er að fá þetta endurgreitt frá stéttarfélögum, en þegar það er virkilega þörf á vitundarvakningu ætti að koma á móts við konur, t.d. með gjaldfrjálst í fyrsta sinn og eða fella niður gjald í eitt til tvö ár og sjá hvort mætingin aukist. Aukin fræðsla og þá á fleiri tungumálum en íslensku. Hvað eru frændur okkar Finnar að gera betur? Í rannsókn sem Krabbameinsfélagið lét gera var framtaksleysi eða tímaskortur algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun. Látum ekki tímaleysi eða framtaksleysi reisa okkur veggi gegn því að mæta skimun, það fer nefnilega svo fjandi mikill tími í krabbameinið sjálft! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Kvenheilsa Framsóknarflokkurinn Heilsa Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsumál sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameins hefur aukist og er það mikið áhyggjuefni, hvað veldur því er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig, margar tilgátur eru uppi og eru þekktar en þær verða ekki raktar hér. Rannsóknir á auknu nýgengi gætu gefið leiðarljós um þá áhættuþætti sem okkur ber að forðast og því mikilvægt að það verði farið í slíkar rannsóknir því þær gagnast okkur öllum. Breytt fyrirkomulag Fyrir nokkrum árum var breytt fyrirkomulag á skimunum fyrir brjóstakrabbameini og einnig fyrir leghálskrabbameinum. Skimun var flutt frá Krabbameinsfélaginu sem hefði staðið þá vakt með sóma frá upphafi. Brjóstaskimanir fara nú fram í Brjóstamiðstöð Landspítalans og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þá er skimað á öðrum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni eftir sem áður og er það skipulag að finna á vefnum skimanir.is. Öllum konum á aldrinum 40-69 ára er boðin skimum á tveggja ári festi og konum 70-74 ára á þriggja ára fresti. Leghálsskimanir fara reglulega fram á heilsugæslustöðvum um allt land. Þegar breytt fyrirkomulag var í umræðunni urðu margir áhyggjufullir að aðgengi að skimun yrði skert, konur þyrftu um langan veg að fara og hvatning og fræðsla yrði út undan. Eins og rakið var hér að ofan ætti aðgengi kvenna um land allt að vera í svipuðu formi og hefur verið þótt breytingar kalli alltaf á aðlögun. Berum ábyrgð á eigin heilsu Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hafi úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Það er áhyggjuefni sér í lagi þegar nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópunum, en um 240 konur og 4 karlar greinast árlega með brjóstakrabbamein. Þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Í Danmörku hefur einnig dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á meðan finnskar og sænskar konur standa sig betur. Inn á Heilsuveru hvers og eins er hægt að sjá skimunarsögu okkar. Ég brýni fyrir konum að kíkja þar inn og sjá hvort og hvenær tímabært er að fara í skimun og setja inn í dagbókina að taka þátt. Þá er það einnig mikilvægt að fylgjast með einkennum og þukla brjóst reglulega og gera viðvart þegar eitthvað óvenjulegt er á seiði. Þörf er á vitundarvakningu Minni mæting í skimun kallar á vitundarvakningu , kostnaðurinn er ekki hár en getur verið hamlandi og hægt er að fá þetta endurgreitt frá stéttarfélögum, en þegar það er virkilega þörf á vitundarvakningu ætti að koma á móts við konur, t.d. með gjaldfrjálst í fyrsta sinn og eða fella niður gjald í eitt til tvö ár og sjá hvort mætingin aukist. Aukin fræðsla og þá á fleiri tungumálum en íslensku. Hvað eru frændur okkar Finnar að gera betur? Í rannsókn sem Krabbameinsfélagið lét gera var framtaksleysi eða tímaskortur algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun. Látum ekki tímaleysi eða framtaksleysi reisa okkur veggi gegn því að mæta skimun, það fer nefnilega svo fjandi mikill tími í krabbameinið sjálft! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun