Fosshótel, Berjaya og Icelandair sitja uppi með Covid-skuldir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 16:30 Berjaya hótel við Reykjavíkurflugvöll. Hótelið hét Hótel Loftleiðir til margra ára. Í bakgrunni má sjá flugvél Icelandair. Vísir/vilhelm Fosshótel Reykjavíkur, Icelandair Group og Berjaya Hotels Iceland þurfa að greiða húsaleigu þrátt fyrir að hafa lokað sjoppunni í marga mánuði á meðan kórónuveirufaraldrinum stóð. Um er að ræða greiðslur sem nema á annað hundrað milljóna króna. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur aðskildum en áþekkum málum. Dómur var kveðinn upp í réttinum í dag. Í öðru málinu stefndi fasteignafélagið Suðurhús ehf. Flugleiðahótelum og Icelandair Group til að greiða tæplega 138 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna vangoldinnar leigu árið 2020 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Um var að ræða húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Icelandair Group tók þá einhliða ákvörðun að greiða einungis tuttugu prósent húsaleigu vegna faraldursins sem þó bárust með reglulegum hætti. Taldi hótelið að forsendur leigusamnings til tuttugu ára við Suðurhús frá árinu 2014 hefðu brostið. Í hinu málinu stefndi Fosshótel Reykjavíkur fasteignafélaginu Íþöku og krafðist breytinga á leigusamningi til að þurfa ekki að greiða leigu samkvæmt tuttugu ára samningi fyrirtækjanna varðandi húsnæði í Þórunnartúni frá 2013 vegna kórónuveirufaraldursins frá 1. apríl 2020. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að lækka greiðslu Fosshótels um þriðjung. Fosshótel leitaði til Hæstaréttar með það fyrir augum að fá alla skuldina fellda niður. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Voru Fosshótel dæmd til að greiða Íþöku leiguskuld upp á tæplega 111 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá maí 2021. Dóminn má lesa hér. Þá var Icelandair Group dæmt til að greiða Suðurhúsum 138 milljónir króna í vangoldna leigu en þar af ætti Berjaya Hotels Iceland, sem keypti hótelið af Icelandair Group á þeim tíma sem umræddur vandi varð, að greiða hluta af upphæðinni. Dóminn má lesa hér. Hótel á Íslandi Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur aðskildum en áþekkum málum. Dómur var kveðinn upp í réttinum í dag. Í öðru málinu stefndi fasteignafélagið Suðurhús ehf. Flugleiðahótelum og Icelandair Group til að greiða tæplega 138 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna vangoldinnar leigu árið 2020 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Um var að ræða húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Icelandair Group tók þá einhliða ákvörðun að greiða einungis tuttugu prósent húsaleigu vegna faraldursins sem þó bárust með reglulegum hætti. Taldi hótelið að forsendur leigusamnings til tuttugu ára við Suðurhús frá árinu 2014 hefðu brostið. Í hinu málinu stefndi Fosshótel Reykjavíkur fasteignafélaginu Íþöku og krafðist breytinga á leigusamningi til að þurfa ekki að greiða leigu samkvæmt tuttugu ára samningi fyrirtækjanna varðandi húsnæði í Þórunnartúni frá 2013 vegna kórónuveirufaraldursins frá 1. apríl 2020. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að lækka greiðslu Fosshótels um þriðjung. Fosshótel leitaði til Hæstaréttar með það fyrir augum að fá alla skuldina fellda niður. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Voru Fosshótel dæmd til að greiða Íþöku leiguskuld upp á tæplega 111 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá maí 2021. Dóminn má lesa hér. Þá var Icelandair Group dæmt til að greiða Suðurhúsum 138 milljónir króna í vangoldna leigu en þar af ætti Berjaya Hotels Iceland, sem keypti hótelið af Icelandair Group á þeim tíma sem umræddur vandi varð, að greiða hluta af upphæðinni. Dóminn má lesa hér.
Hótel á Íslandi Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36