„Löngu tímabært að taka þetta skref“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 21:53 Lilja Alfreðsdóttir ræddi áform um Þjóðaróperu. vísir/vilhelm „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin. Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar gagnrýndi framkvæmdina í viðtali við Vísi fyrr í kvöld. Sagði hann meðal annars að ríkisstjórnin hafi ekki lagt til nægt fjármagn svo að hægt væri að halda starfi Íslensku óperunnar áfram þar til Þjóðarópera yrði stofnuð. Spurð út í þessi orð Péturs segir Lilja: „Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur verið í miklu og nánu samstarfi við Íslensku óperuna og lagt henni bæði fjármuni og faglegan stuðning á síðustu árum. Við höfum bæði stutt við uppsetningar og sér í lagi fyrirhugaða uppsetningu Daníels Bjarnasonar. Ég hefði viljað sjá það allt ganga eftir en við höfum sannarlega verið að styðja við Íslensku óperuna og óperustarf í landinu.“ Hún þakkar Íslensku óperunni samstarfið sem hafi gengið vel en nú séu nýir tímar framundan. „Við fórum bara að skipta framlögum öðruvísi upp. Framlag til óperustarfsemi hefur ekki minnkað eins og gefið er til kynna. Framlögin minnkuðu til Íslensku óperunnar því við vildum setja af stað Þjóðaróperu. Við þurftum líka að vera hagsýn og sýna fyrirhyggju svo þessi draumur gæti ræst. Listformið fái það súrefni sem það verðskuldar Lilja nefnir að samlegðaráhrif myndist við það að stofna óperuna innan Þjóðleikhússins. „Þetta er framsýnt en það er líka verið að nýta menningarinnviði sem eru til staðar. Það var löngu tímabært að taka þetta skref og þetta nýtur stuðnings hjá bæði óperusamfélaginu og sviðslistasamfélaginu. Við viljum vera með eina öfluga sviðslistastofnun, þar sem Þjóðleikhúsið, Þjóðarópera og Íslenski dansflokkurinn verður undir, að danskri fyrirmynd.“ Þjóðleikhúsið, Harpa og Hof verði nýtt til þess. Hún bætir við að aukningin verði í skrefum. „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref til að þetta listform fengi það súrefni sem það verðskuldar. Sumir vilja að þetta sé sjálfstætt en það verður þá ekki eins burðugt. Ég tel að við séum með þessu að fá miklu meira fyrir það opinbera fé sem við setjum í þetta, en við ella hefðum fengið,“ segir Lilja. Íslenska óperan Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tónlist Þjóðaróperan Tengdar fréttir Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar gagnrýndi framkvæmdina í viðtali við Vísi fyrr í kvöld. Sagði hann meðal annars að ríkisstjórnin hafi ekki lagt til nægt fjármagn svo að hægt væri að halda starfi Íslensku óperunnar áfram þar til Þjóðarópera yrði stofnuð. Spurð út í þessi orð Péturs segir Lilja: „Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur verið í miklu og nánu samstarfi við Íslensku óperuna og lagt henni bæði fjármuni og faglegan stuðning á síðustu árum. Við höfum bæði stutt við uppsetningar og sér í lagi fyrirhugaða uppsetningu Daníels Bjarnasonar. Ég hefði viljað sjá það allt ganga eftir en við höfum sannarlega verið að styðja við Íslensku óperuna og óperustarf í landinu.“ Hún þakkar Íslensku óperunni samstarfið sem hafi gengið vel en nú séu nýir tímar framundan. „Við fórum bara að skipta framlögum öðruvísi upp. Framlag til óperustarfsemi hefur ekki minnkað eins og gefið er til kynna. Framlögin minnkuðu til Íslensku óperunnar því við vildum setja af stað Þjóðaróperu. Við þurftum líka að vera hagsýn og sýna fyrirhyggju svo þessi draumur gæti ræst. Listformið fái það súrefni sem það verðskuldar Lilja nefnir að samlegðaráhrif myndist við það að stofna óperuna innan Þjóðleikhússins. „Þetta er framsýnt en það er líka verið að nýta menningarinnviði sem eru til staðar. Það var löngu tímabært að taka þetta skref og þetta nýtur stuðnings hjá bæði óperusamfélaginu og sviðslistasamfélaginu. Við viljum vera með eina öfluga sviðslistastofnun, þar sem Þjóðleikhúsið, Þjóðarópera og Íslenski dansflokkurinn verður undir, að danskri fyrirmynd.“ Þjóðleikhúsið, Harpa og Hof verði nýtt til þess. Hún bætir við að aukningin verði í skrefum. „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref til að þetta listform fengi það súrefni sem það verðskuldar. Sumir vilja að þetta sé sjálfstætt en það verður þá ekki eins burðugt. Ég tel að við séum með þessu að fá miklu meira fyrir það opinbera fé sem við setjum í þetta, en við ella hefðum fengið,“ segir Lilja.
Íslenska óperan Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tónlist Þjóðaróperan Tengdar fréttir Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06