Rússíbanahagkerfið er óvinur heimilanna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 21. febrúar 2024 07:30 Rússíbanahagkerfið á Íslandi er mikill óvinur fólksins í landinu. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa sveiflast fjórum sinnum meira hér en í hinum OECD-löndunum. Glíman við verðbólgu og ógnarháa íslenska vexti er mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Við förum hærra upp í rússíbananum þegar verðbólgan skellur á og erum í frjálsu falli mun lengur en annars staðar. Fólk finnur vel fyrir þessum sveiflum þegar það borgar af lánunum sínum og kaupir matinn. Andstæða stöðugleika Rússíbaninn er auðvitað andstæða stöðugleika og andstæða fyrirsjáanleika. Honum fylgir óþægileg óvissa fyrir fjölskyldurnar sem nýlega keyptu fasteign og hafa síðan horft á afborganir lána hækka ógnvænlega. Sama gildir um fólk sem er með námslán og á því æviskeiði að útgjöld heimilis eru há, m.a. vegna barna. Þetta er millistéttin á Íslandi. Millistéttin tekur reikninginn Á Íslandi greiðir þriðjungur þjóðarinnar um 70% skatta og gjalda. Í þessum hópi er meginþorri háskólamenntaðra. Fólk sem gjarnan er með húsnæðislán og námslán. Myndin sem teiknast upp er að millistéttin á Íslandi greiðir háa skatta og finnur núna mjög fyrir vaxtahækkunum. Vextir eru enda rúmlega tvöfaldir á við nágrannalönd okkar. Við stærum okkur af því að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Jöfnuður í tekjum er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Nú blasir við stöðnun lífskjara, ekki síst hjá millistéttinni. Ávinningur háskólamenntunar hvað varðar launakjör er ekki augljós og það eru vond skilaboð um menntun og vond framtíðarmynd fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hagfræðistofnun hefur bent á að laun háskólamenntaðra hafi staðið í stað að raunvirði frá aldamótum. Það er eitt og sér mikið áhyggjuefni. Hvaða atvinnustefnu er verið að skapa þegar þetta er raunin? Menntun á að borga sig Birtingarmyndir aðgerðaleysis og metnaðarleysis stjórnvalda í menntamálum blasa víða við. PISA niðurstöður benda til að kennarar fái ekki það starfsumhverfi sem þeir þurfa og börn fái ekki þær aðstæður í námi sem þau þurfa. Háskólanemar á Íslandi hafa meiri fjárhagsáhyggjur en aðrir evrópskir námsmenn. Greiðslukjör námslána draga úr vilja námsmanna til að taka námslán. Og atvinnustefna stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um það að veðja á láglaunagreinar. Hvernig ætlum við að laða aftur heim það fólk sem fer út í háskólanám ef við erum ekki samkeppnishæf um laun og lífskjör? Staðreyndin er sú að við erum Norðurlandameistarar í útflutningi eigin borgara og erum nálægt því að vera Evrópumeistarar. Færri íslenskir háskólanemar sem fara út í nám skila sér heim aftur en á hinum Norðurlöndum. Kannski myndi unga fólkið skila sér betur heim úr námi ef hér ríkti efnahagslegur stöðugleiki. Kannski eru sveiflurnar, verðbólgan og vextirnir áhrifavaldur í því að unga fólkið kýs í auknum mæli að festa rætur erlendis. Kannski er orðið tímabært að leggja þessum rússíbana varanlega. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Skattar og tollar Skóla - og menntamál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Rússíbanahagkerfið á Íslandi er mikill óvinur fólksins í landinu. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa sveiflast fjórum sinnum meira hér en í hinum OECD-löndunum. Glíman við verðbólgu og ógnarháa íslenska vexti er mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Við förum hærra upp í rússíbananum þegar verðbólgan skellur á og erum í frjálsu falli mun lengur en annars staðar. Fólk finnur vel fyrir þessum sveiflum þegar það borgar af lánunum sínum og kaupir matinn. Andstæða stöðugleika Rússíbaninn er auðvitað andstæða stöðugleika og andstæða fyrirsjáanleika. Honum fylgir óþægileg óvissa fyrir fjölskyldurnar sem nýlega keyptu fasteign og hafa síðan horft á afborganir lána hækka ógnvænlega. Sama gildir um fólk sem er með námslán og á því æviskeiði að útgjöld heimilis eru há, m.a. vegna barna. Þetta er millistéttin á Íslandi. Millistéttin tekur reikninginn Á Íslandi greiðir þriðjungur þjóðarinnar um 70% skatta og gjalda. Í þessum hópi er meginþorri háskólamenntaðra. Fólk sem gjarnan er með húsnæðislán og námslán. Myndin sem teiknast upp er að millistéttin á Íslandi greiðir háa skatta og finnur núna mjög fyrir vaxtahækkunum. Vextir eru enda rúmlega tvöfaldir á við nágrannalönd okkar. Við stærum okkur af því að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Jöfnuður í tekjum er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Nú blasir við stöðnun lífskjara, ekki síst hjá millistéttinni. Ávinningur háskólamenntunar hvað varðar launakjör er ekki augljós og það eru vond skilaboð um menntun og vond framtíðarmynd fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hagfræðistofnun hefur bent á að laun háskólamenntaðra hafi staðið í stað að raunvirði frá aldamótum. Það er eitt og sér mikið áhyggjuefni. Hvaða atvinnustefnu er verið að skapa þegar þetta er raunin? Menntun á að borga sig Birtingarmyndir aðgerðaleysis og metnaðarleysis stjórnvalda í menntamálum blasa víða við. PISA niðurstöður benda til að kennarar fái ekki það starfsumhverfi sem þeir þurfa og börn fái ekki þær aðstæður í námi sem þau þurfa. Háskólanemar á Íslandi hafa meiri fjárhagsáhyggjur en aðrir evrópskir námsmenn. Greiðslukjör námslána draga úr vilja námsmanna til að taka námslán. Og atvinnustefna stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um það að veðja á láglaunagreinar. Hvernig ætlum við að laða aftur heim það fólk sem fer út í háskólanám ef við erum ekki samkeppnishæf um laun og lífskjör? Staðreyndin er sú að við erum Norðurlandameistarar í útflutningi eigin borgara og erum nálægt því að vera Evrópumeistarar. Færri íslenskir háskólanemar sem fara út í nám skila sér heim aftur en á hinum Norðurlöndum. Kannski myndi unga fólkið skila sér betur heim úr námi ef hér ríkti efnahagslegur stöðugleiki. Kannski eru sveiflurnar, verðbólgan og vextirnir áhrifavaldur í því að unga fólkið kýs í auknum mæli að festa rætur erlendis. Kannski er orðið tímabært að leggja þessum rússíbana varanlega. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun