Rússíbanahagkerfið er óvinur heimilanna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 21. febrúar 2024 07:30 Rússíbanahagkerfið á Íslandi er mikill óvinur fólksins í landinu. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa sveiflast fjórum sinnum meira hér en í hinum OECD-löndunum. Glíman við verðbólgu og ógnarháa íslenska vexti er mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Við förum hærra upp í rússíbananum þegar verðbólgan skellur á og erum í frjálsu falli mun lengur en annars staðar. Fólk finnur vel fyrir þessum sveiflum þegar það borgar af lánunum sínum og kaupir matinn. Andstæða stöðugleika Rússíbaninn er auðvitað andstæða stöðugleika og andstæða fyrirsjáanleika. Honum fylgir óþægileg óvissa fyrir fjölskyldurnar sem nýlega keyptu fasteign og hafa síðan horft á afborganir lána hækka ógnvænlega. Sama gildir um fólk sem er með námslán og á því æviskeiði að útgjöld heimilis eru há, m.a. vegna barna. Þetta er millistéttin á Íslandi. Millistéttin tekur reikninginn Á Íslandi greiðir þriðjungur þjóðarinnar um 70% skatta og gjalda. Í þessum hópi er meginþorri háskólamenntaðra. Fólk sem gjarnan er með húsnæðislán og námslán. Myndin sem teiknast upp er að millistéttin á Íslandi greiðir háa skatta og finnur núna mjög fyrir vaxtahækkunum. Vextir eru enda rúmlega tvöfaldir á við nágrannalönd okkar. Við stærum okkur af því að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Jöfnuður í tekjum er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Nú blasir við stöðnun lífskjara, ekki síst hjá millistéttinni. Ávinningur háskólamenntunar hvað varðar launakjör er ekki augljós og það eru vond skilaboð um menntun og vond framtíðarmynd fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hagfræðistofnun hefur bent á að laun háskólamenntaðra hafi staðið í stað að raunvirði frá aldamótum. Það er eitt og sér mikið áhyggjuefni. Hvaða atvinnustefnu er verið að skapa þegar þetta er raunin? Menntun á að borga sig Birtingarmyndir aðgerðaleysis og metnaðarleysis stjórnvalda í menntamálum blasa víða við. PISA niðurstöður benda til að kennarar fái ekki það starfsumhverfi sem þeir þurfa og börn fái ekki þær aðstæður í námi sem þau þurfa. Háskólanemar á Íslandi hafa meiri fjárhagsáhyggjur en aðrir evrópskir námsmenn. Greiðslukjör námslána draga úr vilja námsmanna til að taka námslán. Og atvinnustefna stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um það að veðja á láglaunagreinar. Hvernig ætlum við að laða aftur heim það fólk sem fer út í háskólanám ef við erum ekki samkeppnishæf um laun og lífskjör? Staðreyndin er sú að við erum Norðurlandameistarar í útflutningi eigin borgara og erum nálægt því að vera Evrópumeistarar. Færri íslenskir háskólanemar sem fara út í nám skila sér heim aftur en á hinum Norðurlöndum. Kannski myndi unga fólkið skila sér betur heim úr námi ef hér ríkti efnahagslegur stöðugleiki. Kannski eru sveiflurnar, verðbólgan og vextirnir áhrifavaldur í því að unga fólkið kýs í auknum mæli að festa rætur erlendis. Kannski er orðið tímabært að leggja þessum rússíbana varanlega. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Skattar og tollar Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Rússíbanahagkerfið á Íslandi er mikill óvinur fólksins í landinu. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa sveiflast fjórum sinnum meira hér en í hinum OECD-löndunum. Glíman við verðbólgu og ógnarháa íslenska vexti er mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Við förum hærra upp í rússíbananum þegar verðbólgan skellur á og erum í frjálsu falli mun lengur en annars staðar. Fólk finnur vel fyrir þessum sveiflum þegar það borgar af lánunum sínum og kaupir matinn. Andstæða stöðugleika Rússíbaninn er auðvitað andstæða stöðugleika og andstæða fyrirsjáanleika. Honum fylgir óþægileg óvissa fyrir fjölskyldurnar sem nýlega keyptu fasteign og hafa síðan horft á afborganir lána hækka ógnvænlega. Sama gildir um fólk sem er með námslán og á því æviskeiði að útgjöld heimilis eru há, m.a. vegna barna. Þetta er millistéttin á Íslandi. Millistéttin tekur reikninginn Á Íslandi greiðir þriðjungur þjóðarinnar um 70% skatta og gjalda. Í þessum hópi er meginþorri háskólamenntaðra. Fólk sem gjarnan er með húsnæðislán og námslán. Myndin sem teiknast upp er að millistéttin á Íslandi greiðir háa skatta og finnur núna mjög fyrir vaxtahækkunum. Vextir eru enda rúmlega tvöfaldir á við nágrannalönd okkar. Við stærum okkur af því að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Jöfnuður í tekjum er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Nú blasir við stöðnun lífskjara, ekki síst hjá millistéttinni. Ávinningur háskólamenntunar hvað varðar launakjör er ekki augljós og það eru vond skilaboð um menntun og vond framtíðarmynd fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hagfræðistofnun hefur bent á að laun háskólamenntaðra hafi staðið í stað að raunvirði frá aldamótum. Það er eitt og sér mikið áhyggjuefni. Hvaða atvinnustefnu er verið að skapa þegar þetta er raunin? Menntun á að borga sig Birtingarmyndir aðgerðaleysis og metnaðarleysis stjórnvalda í menntamálum blasa víða við. PISA niðurstöður benda til að kennarar fái ekki það starfsumhverfi sem þeir þurfa og börn fái ekki þær aðstæður í námi sem þau þurfa. Háskólanemar á Íslandi hafa meiri fjárhagsáhyggjur en aðrir evrópskir námsmenn. Greiðslukjör námslána draga úr vilja námsmanna til að taka námslán. Og atvinnustefna stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um það að veðja á láglaunagreinar. Hvernig ætlum við að laða aftur heim það fólk sem fer út í háskólanám ef við erum ekki samkeppnishæf um laun og lífskjör? Staðreyndin er sú að við erum Norðurlandameistarar í útflutningi eigin borgara og erum nálægt því að vera Evrópumeistarar. Færri íslenskir háskólanemar sem fara út í nám skila sér heim aftur en á hinum Norðurlöndum. Kannski myndi unga fólkið skila sér betur heim úr námi ef hér ríkti efnahagslegur stöðugleiki. Kannski eru sveiflurnar, verðbólgan og vextirnir áhrifavaldur í því að unga fólkið kýs í auknum mæli að festa rætur erlendis. Kannski er orðið tímabært að leggja þessum rússíbana varanlega. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun