Besti vinnustaðurinn '23: Enginn er yfirmaður eða undirmaður Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 07:00 Kolibri mældist besti vinnustaðurinn árið 2023 í sínum stærðarflokki, samkvæmt viðmiðunum Great Place to Work og var í fimmta sæti sem besti vinnustaðurinn í Evrópu miðað við fyrirtæki í sambærilegri stærð. Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri segist meðal annars ánægð með hversu góða niðurstöður mælast fyrir sálfræðilegt öryggi á vinnustað. Vísir/Vilhelm „Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður. Fyrirtækið styðst við hið svokallaða „holacracy“ aðferðafræði við stjórnun sem þýðir að hver einstaklingur er í ábyrgð fyrir sjálfum sér og sínum störfum, starfslýsing allra er mjög skýr en undir hverjum og einum komið að sýna árangur og verkstýra sjálfum sér. „Í raun má líkja þessum strúktúr við frumurnar líkamanum okkar. Þær eru allar sjálfstæðar en þurfa þó að virka saman til að líkamsstarfsemin gangi upp,“ segir Anna. Kolibri mældist Besti vinnustaðurinn 2023 samkvæmt viðmiðunum Great Place to Work (GPTW), en það var fyrirtækið CCP sem hlaut þessa viðurkenningu fyrst íslenskra vinnustaða árið 2020. Í gær og í dag, fjallar Atvinnulífið um bestu vinnustaðina þar sem rýnt er í, hvað stendur uppúr að mati þeirra sem eru að ná árangri. Engin vinnugríma nauðsynleg Hjá Kolibri starfa 25 manns og tók allt starfsfólk þátt í þeirri vinnustaðagreiningu sem höfð er til hliðsjónar þegar mæling GPTW fer fram. Í sínum stærðarflokki var Kolibri í fyrsta sæti á Íslandi sem besti vinnustaðurinn og í fimmta sæti í Evrópu. Anna segir allar niðurstöður hafa mælst ótrúlega vel en það sé þó ekkert sjálfgefið að hennar mati. „Að byggja upp og viðhalda sterkum vinnustaðakúltúr í 25 manna fyrirtæki á litla Íslandi er eflaust auðveldari í einhverju samhengi. Við upplifðum þetta þó sem mikilvægt klapp á öxlina því þarna erum við að sjá samanburð við ýmiss stórfyrirtæki út í heimi, þekkt alþjóðleg fyrirtæki sem reka stórar mannauðsdeildir og eru með stóra yfirbyggingu, eitthvað sem við erum ekki með hér,“ segir Anna. Anna viðurkennir þó að langa til að sjá samanburð við fleiri erlend hugbúnaðarfyrirtæki en um þessar mundir standa yfir mælingar fyrir Besta vinnustaðinn árið 2024. Það sem ég tel vera skýra út að stórum hluta hversu vel við erum að mælast, er það sálfræðilega öryggi sem starfsfólk er að upplifa í vinnunni. Um þetta er spurt sérstaklega og það sem niðurstöðurnar eru að sýna okkur er að fólkinu okkar líður vel í vinnunni og hér er engin vinnugríma nauðsynleg. Við leggjum mjög mikið upp úr þessu.“ Þar vísar hún í gildi fyrirtækisins, sem meðal annars fela í sér að samskipti séu góð, opin og hreinskiptin. „Hér er yfirlýst stefna sú að við trúum því besta í fólki og í niðurstöðunum mátti líka sjá að okkur er annt um hvort annað.“ Þá segir Anna mikilvægt að allt starfsfólkið hafi rödd. „Tvisvar á ári erum við með samstillingardaga þar sem við förum út úr húsi og stillum saman strengi, ræðum um allt, setjum okkur markmið og fleira. Við lítum svo á að hver einasti starfskraftur hér sé eignaraðili að fyrirtækinu og hafi um það að segja, hvert við stefnum.“ Kolibri styðst við „holacracy“ aðferðafræði við stjórnun sem þýðir að hver einstaklingur er í ábyrgð fyrir sjálfum sér og sínum störfum, starfslýsing allra er mjög skýr en undir hverjum og einum komið að sýna árangur og verkstýra sjálfum sér. Að mati Önnu er mikilvægt að allt starfsfólk hafi rödd.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Jafnvægi og jafnrétti Anna segist afar ánægð með að sjá á niðurstöðum, hversu vel jafnréttið er að mælast. Fólk er greinilega að upplifa sig 100% öruggt á vinnustaðnum, óháð kyni, kynhneigð, aldri, reynslu, menntun og svo framvegis. En ég er líka sérstaklega ánægð með að sjá hversu vel það er að mælast að fólk upplifir gott jafnvægi á milli einkalífs og vinnu.“ Í tæknigeiranum sé viðurkennt að enn halli nokkuð á konur. „Ég skal alveg viðurkenna það að jafnrétti kynjanna hefur alveg verið áskorun fyrir okkur. Það eru fleiri karlmenn í þessu geira, það er staðreynd og þess vegna hef ég lagt áherslu á það hér innanhús að peppa konurnar því þær fá ekki jafn mikið pláss í geiranum. Þó þarf að huga að því að halda ákveðnu jafnvægi. Við viljum ekki að það halli á karlana eða önnur kyn heldur.“ Í samkeppni á markaði, skipta niðurstöður sem þessar líka miklu máli. „Í tæknigeiranum er slegist um fólk, eftirspurnin eftir góðu tæknifólki er svo mikil og í geiranum eru há laun í boði. Ráðningar eru því mikilvæg fjárfesting en það er ekki nóg, því það þarf líka að vinna að því statt og stöðugt að fólkið sem hér er, vilji vinna hér sem lengst þótt það geti auðveldlega fengið vinnu annars staðar.“ Hjá Kolibri er yngsti starfsmaðurinn tuttugu og eins árs en sá elsti sextugur. Flest eru á aldrinum þrítugs og fertugs. „Eflaust er meðalaldurinn okkar ekki hár en við erum meðvituð um að fjölbreytnin skiptir miklu máli. Við vinnum mikið í teymum og gerum þetta þá þannig að reyna að vera með sem fjölbreyttasta hópinn í hverju verkefni fyrir sig. Til þess einfaldlega að fá sem mestu breiddina inn í það sem við erum að skapa og gera enda trúum við því að fjölbreytni skapi betri stafrænar lausnir,“ segir Anna og bætir við: „Ég held líka að þessi valddreifing sem við styðjumst við sem strúktúr gefi fleirum kost á að gegna lykilhlutverkum. Ég til dæmis er framkvæmdastjóri en tek ekki ákvarðanir ein, heldur með öðrum.“ Starfsþróun og ný tækifæri mælir Anna með að séu til staðar. „Það er til dæmis forritari hjá okkur núna að fókusera sérstaklega á mannauðsmálin. Einfaldlega vegna þess að viðkomandi brennur fyrir þessum málum sérstaklega og langaði til að spreyta sig á þeim.“ „Við leggjum mikla áherslu á frumkvæði og drifkraft og þegar að við ráðum fólk, horfum við alltaf fyrst og fremst á það hvort viðkomandi aðili hafi þau element og sé þar með líklegur til að falla vel inn í okkar kúltúr. Við erum meðal annars að skoða að setja mentora-prógramm á koppinn til að gera endurgjöf að enn markvissari parti af okkar kúltur. Þetta er hugmynd sem kom upp á síðasta samstillingardeginum okkar.“ Anna segist vongóð um niðurstöður næstu mælingar. „Mér finnst líka skipta svo miklu máli að við erum öll að taka þátt í að byggja upp kúltúrinn hér, að svara þessari könnun og svo framvegis. Að fá síðan svona niðurstöður er mikið pepp og alltaf gott að fá klapp á bakið. Ekki síst þegar samanburðurinn er alþjóðlegur.“ Mannauðsmál Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Starfsframi Góðu ráðin Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. 21. febrúar 2024 07:01 Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00 „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fyrirtækið styðst við hið svokallaða „holacracy“ aðferðafræði við stjórnun sem þýðir að hver einstaklingur er í ábyrgð fyrir sjálfum sér og sínum störfum, starfslýsing allra er mjög skýr en undir hverjum og einum komið að sýna árangur og verkstýra sjálfum sér. „Í raun má líkja þessum strúktúr við frumurnar líkamanum okkar. Þær eru allar sjálfstæðar en þurfa þó að virka saman til að líkamsstarfsemin gangi upp,“ segir Anna. Kolibri mældist Besti vinnustaðurinn 2023 samkvæmt viðmiðunum Great Place to Work (GPTW), en það var fyrirtækið CCP sem hlaut þessa viðurkenningu fyrst íslenskra vinnustaða árið 2020. Í gær og í dag, fjallar Atvinnulífið um bestu vinnustaðina þar sem rýnt er í, hvað stendur uppúr að mati þeirra sem eru að ná árangri. Engin vinnugríma nauðsynleg Hjá Kolibri starfa 25 manns og tók allt starfsfólk þátt í þeirri vinnustaðagreiningu sem höfð er til hliðsjónar þegar mæling GPTW fer fram. Í sínum stærðarflokki var Kolibri í fyrsta sæti á Íslandi sem besti vinnustaðurinn og í fimmta sæti í Evrópu. Anna segir allar niðurstöður hafa mælst ótrúlega vel en það sé þó ekkert sjálfgefið að hennar mati. „Að byggja upp og viðhalda sterkum vinnustaðakúltúr í 25 manna fyrirtæki á litla Íslandi er eflaust auðveldari í einhverju samhengi. Við upplifðum þetta þó sem mikilvægt klapp á öxlina því þarna erum við að sjá samanburð við ýmiss stórfyrirtæki út í heimi, þekkt alþjóðleg fyrirtæki sem reka stórar mannauðsdeildir og eru með stóra yfirbyggingu, eitthvað sem við erum ekki með hér,“ segir Anna. Anna viðurkennir þó að langa til að sjá samanburð við fleiri erlend hugbúnaðarfyrirtæki en um þessar mundir standa yfir mælingar fyrir Besta vinnustaðinn árið 2024. Það sem ég tel vera skýra út að stórum hluta hversu vel við erum að mælast, er það sálfræðilega öryggi sem starfsfólk er að upplifa í vinnunni. Um þetta er spurt sérstaklega og það sem niðurstöðurnar eru að sýna okkur er að fólkinu okkar líður vel í vinnunni og hér er engin vinnugríma nauðsynleg. Við leggjum mjög mikið upp úr þessu.“ Þar vísar hún í gildi fyrirtækisins, sem meðal annars fela í sér að samskipti séu góð, opin og hreinskiptin. „Hér er yfirlýst stefna sú að við trúum því besta í fólki og í niðurstöðunum mátti líka sjá að okkur er annt um hvort annað.“ Þá segir Anna mikilvægt að allt starfsfólkið hafi rödd. „Tvisvar á ári erum við með samstillingardaga þar sem við förum út úr húsi og stillum saman strengi, ræðum um allt, setjum okkur markmið og fleira. Við lítum svo á að hver einasti starfskraftur hér sé eignaraðili að fyrirtækinu og hafi um það að segja, hvert við stefnum.“ Kolibri styðst við „holacracy“ aðferðafræði við stjórnun sem þýðir að hver einstaklingur er í ábyrgð fyrir sjálfum sér og sínum störfum, starfslýsing allra er mjög skýr en undir hverjum og einum komið að sýna árangur og verkstýra sjálfum sér. Að mati Önnu er mikilvægt að allt starfsfólk hafi rödd.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Jafnvægi og jafnrétti Anna segist afar ánægð með að sjá á niðurstöðum, hversu vel jafnréttið er að mælast. Fólk er greinilega að upplifa sig 100% öruggt á vinnustaðnum, óháð kyni, kynhneigð, aldri, reynslu, menntun og svo framvegis. En ég er líka sérstaklega ánægð með að sjá hversu vel það er að mælast að fólk upplifir gott jafnvægi á milli einkalífs og vinnu.“ Í tæknigeiranum sé viðurkennt að enn halli nokkuð á konur. „Ég skal alveg viðurkenna það að jafnrétti kynjanna hefur alveg verið áskorun fyrir okkur. Það eru fleiri karlmenn í þessu geira, það er staðreynd og þess vegna hef ég lagt áherslu á það hér innanhús að peppa konurnar því þær fá ekki jafn mikið pláss í geiranum. Þó þarf að huga að því að halda ákveðnu jafnvægi. Við viljum ekki að það halli á karlana eða önnur kyn heldur.“ Í samkeppni á markaði, skipta niðurstöður sem þessar líka miklu máli. „Í tæknigeiranum er slegist um fólk, eftirspurnin eftir góðu tæknifólki er svo mikil og í geiranum eru há laun í boði. Ráðningar eru því mikilvæg fjárfesting en það er ekki nóg, því það þarf líka að vinna að því statt og stöðugt að fólkið sem hér er, vilji vinna hér sem lengst þótt það geti auðveldlega fengið vinnu annars staðar.“ Hjá Kolibri er yngsti starfsmaðurinn tuttugu og eins árs en sá elsti sextugur. Flest eru á aldrinum þrítugs og fertugs. „Eflaust er meðalaldurinn okkar ekki hár en við erum meðvituð um að fjölbreytnin skiptir miklu máli. Við vinnum mikið í teymum og gerum þetta þá þannig að reyna að vera með sem fjölbreyttasta hópinn í hverju verkefni fyrir sig. Til þess einfaldlega að fá sem mestu breiddina inn í það sem við erum að skapa og gera enda trúum við því að fjölbreytni skapi betri stafrænar lausnir,“ segir Anna og bætir við: „Ég held líka að þessi valddreifing sem við styðjumst við sem strúktúr gefi fleirum kost á að gegna lykilhlutverkum. Ég til dæmis er framkvæmdastjóri en tek ekki ákvarðanir ein, heldur með öðrum.“ Starfsþróun og ný tækifæri mælir Anna með að séu til staðar. „Það er til dæmis forritari hjá okkur núna að fókusera sérstaklega á mannauðsmálin. Einfaldlega vegna þess að viðkomandi brennur fyrir þessum málum sérstaklega og langaði til að spreyta sig á þeim.“ „Við leggjum mikla áherslu á frumkvæði og drifkraft og þegar að við ráðum fólk, horfum við alltaf fyrst og fremst á það hvort viðkomandi aðili hafi þau element og sé þar með líklegur til að falla vel inn í okkar kúltúr. Við erum meðal annars að skoða að setja mentora-prógramm á koppinn til að gera endurgjöf að enn markvissari parti af okkar kúltur. Þetta er hugmynd sem kom upp á síðasta samstillingardeginum okkar.“ Anna segist vongóð um niðurstöður næstu mælingar. „Mér finnst líka skipta svo miklu máli að við erum öll að taka þátt í að byggja upp kúltúrinn hér, að svara þessari könnun og svo framvegis. Að fá síðan svona niðurstöður er mikið pepp og alltaf gott að fá klapp á bakið. Ekki síst þegar samanburðurinn er alþjóðlegur.“
Mannauðsmál Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Starfsframi Góðu ráðin Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. 21. febrúar 2024 07:01 Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00 „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. 21. febrúar 2024 07:01
Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00
„Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00
Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02
Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01