VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Oddur Ævar Gunnarsson og Jakob Bjarnar skrifa 23. febrúar 2024 15:51 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Einar Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. „Samninganefnd VR hefur ákveðið að draga félagið út úr samstarfi við breiðfylkinguna í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. Ekki náðist samkomulag innan breiðfylkingarinnar um leiðir þegar kemur að forsenduákvæðum samninganna en að mati VR eru skýr og öflug forsenduákvæði grunnforsenda nýrra kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Óskar félögum sínum góðs gengis Spurður hvort um hafi verið að ræða ágreining við Breiðfylkinguna frekar en SA segir Ragnar Þór: „Jú, auðvitað er þetta ágreiningur við SA en ekki náðist samstaða innan Breiðfylkingarinnar um endanlega niðurstöðu. Sem þau náðu sátt um en ekki við.” Ragnar Þór segir einhug hafa ríkt innan saminganefndar VR um að þessi yrði lendingin. En hver verða þá næstu skref? “Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum að skoða næstu skref. Ég óska auðvitað félögum mínum sem enn eru við samningsborðið alls hins besta. Spurður um hvað það var nákvæmlega sem út af stóð og steytti á segist Ragnar Þór ekki tilbúinn til að fara út í einstök atriði. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og að ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Forsenduákvæði um þróun verðbóta og vaxta Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Til stóð að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, myndi funda með sínu baklandi um málið í dag. Þá herma heimildir fréttastofu að engin önnur stór ágreiningsefni séu eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Samninganefnd VR hefur ákveðið að draga félagið út úr samstarfi við breiðfylkinguna í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. Ekki náðist samkomulag innan breiðfylkingarinnar um leiðir þegar kemur að forsenduákvæðum samninganna en að mati VR eru skýr og öflug forsenduákvæði grunnforsenda nýrra kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Óskar félögum sínum góðs gengis Spurður hvort um hafi verið að ræða ágreining við Breiðfylkinguna frekar en SA segir Ragnar Þór: „Jú, auðvitað er þetta ágreiningur við SA en ekki náðist samstaða innan Breiðfylkingarinnar um endanlega niðurstöðu. Sem þau náðu sátt um en ekki við.” Ragnar Þór segir einhug hafa ríkt innan saminganefndar VR um að þessi yrði lendingin. En hver verða þá næstu skref? “Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum að skoða næstu skref. Ég óska auðvitað félögum mínum sem enn eru við samningsborðið alls hins besta. Spurður um hvað það var nákvæmlega sem út af stóð og steytti á segist Ragnar Þór ekki tilbúinn til að fara út í einstök atriði. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og að ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Forsenduákvæði um þróun verðbóta og vaxta Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Til stóð að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, myndi funda með sínu baklandi um málið í dag. Þá herma heimildir fréttastofu að engin önnur stór ágreiningsefni séu eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira