VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Oddur Ævar Gunnarsson og Jakob Bjarnar skrifa 23. febrúar 2024 15:51 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Einar Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. „Samninganefnd VR hefur ákveðið að draga félagið út úr samstarfi við breiðfylkinguna í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. Ekki náðist samkomulag innan breiðfylkingarinnar um leiðir þegar kemur að forsenduákvæðum samninganna en að mati VR eru skýr og öflug forsenduákvæði grunnforsenda nýrra kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Óskar félögum sínum góðs gengis Spurður hvort um hafi verið að ræða ágreining við Breiðfylkinguna frekar en SA segir Ragnar Þór: „Jú, auðvitað er þetta ágreiningur við SA en ekki náðist samstaða innan Breiðfylkingarinnar um endanlega niðurstöðu. Sem þau náðu sátt um en ekki við.” Ragnar Þór segir einhug hafa ríkt innan saminganefndar VR um að þessi yrði lendingin. En hver verða þá næstu skref? “Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum að skoða næstu skref. Ég óska auðvitað félögum mínum sem enn eru við samningsborðið alls hins besta. Spurður um hvað það var nákvæmlega sem út af stóð og steytti á segist Ragnar Þór ekki tilbúinn til að fara út í einstök atriði. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og að ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Forsenduákvæði um þróun verðbóta og vaxta Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Til stóð að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, myndi funda með sínu baklandi um málið í dag. Þá herma heimildir fréttastofu að engin önnur stór ágreiningsefni séu eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
„Samninganefnd VR hefur ákveðið að draga félagið út úr samstarfi við breiðfylkinguna í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. Ekki náðist samkomulag innan breiðfylkingarinnar um leiðir þegar kemur að forsenduákvæðum samninganna en að mati VR eru skýr og öflug forsenduákvæði grunnforsenda nýrra kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Óskar félögum sínum góðs gengis Spurður hvort um hafi verið að ræða ágreining við Breiðfylkinguna frekar en SA segir Ragnar Þór: „Jú, auðvitað er þetta ágreiningur við SA en ekki náðist samstaða innan Breiðfylkingarinnar um endanlega niðurstöðu. Sem þau náðu sátt um en ekki við.” Ragnar Þór segir einhug hafa ríkt innan saminganefndar VR um að þessi yrði lendingin. En hver verða þá næstu skref? “Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum að skoða næstu skref. Ég óska auðvitað félögum mínum sem enn eru við samningsborðið alls hins besta. Spurður um hvað það var nákvæmlega sem út af stóð og steytti á segist Ragnar Þór ekki tilbúinn til að fara út í einstök atriði. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og að ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Forsenduákvæði um þróun verðbóta og vaxta Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Til stóð að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, myndi funda með sínu baklandi um málið í dag. Þá herma heimildir fréttastofu að engin önnur stór ágreiningsefni séu eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira