Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. febrúar 2024 20:22 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga, fagfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu í allan dag. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, um ákvörðun VR að ganga frá borði. Hlusta má á viðtalið eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur í klippunni að neðan. Sigríður Margrét sagði langtímakjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika á Íslandi vera það mikilvægasta sem verið væri að vinna að í viðræðunum. Henni þykir miður að VR hafi hætt þegar viðræðurnar voru komnar svona langt. Hver eru viðbrögð þín við útspili VR? „Okkur þykir það mjög miður að VR hafi ákveðið að slíta sig frá þessu samstarfi vegna þess að VR var áður búið að samþykkja launaliðinn sem við erum að semja um og eins var VR búið að samþykkja það að við værum að horfa til verðbólguviðmiða í svokölluðum forsenduákvæðum sem eru auðvitað nauðsynlegur hluti af því að gera svona langtímakjarasamninga,“ sagði hún. Öll stéttarfélög samþykkt viðmiðið nema VR Ragnar Þór sagði fyrr í dag að ágreiningur um forsenduákvæðið hafa snúið að tímasetningum. Sigríður segir sorglegt að 0,2 prósentustiga munur á verðbólguviðmiði hafi gert útslagið. Var ekki hægt að hliðra til tímasetningum? „Sorglega staðreyndin er sú að VR fer frá þessum viðræðum meðan það munar 0,2 prósentustigum á því verðbólguviðmiði sem við erum að horfa til og öll önnur stéttarfélög voru tilbúin til að samþykkja. Það munaði þremur mánuðum á viðmiðunartímabilinu sem við erum að horfa til varðandi verðbólguviðmiðin,“ sagði hún. „Frá okkar bæjardyrum séð finnst okkur þetta fyrst og fremst miður vegna þess að VR var búið að samþykkja þessa launastefnu, þennan launalið og eins líka það að horfa til þess að vera að miða við verðbólguviðmiðin í forsenduákvæðunum,“ sagði hún. „Fyrst og fremst hissa og sorgmædd“ Ragnar Þór sagði tímasetninguna á forsenduákvæðunum vera stóran þátt í viðræðunum. Sigríður setti spurningarmerki við ákvörðunina og segist bæði hissa og sorgmædd. Finnst þér þetta ábyrgðalaust af formanni eða stjórn VR að stíga frá borði? „Við setjum spurningarmerki við að þau stígi frá borði á þessum tímapunkti eftir að hafa verið búin að samþykkja launaliðinn, samþykkja það að horfa til verðbólguviðmiða. Við höfum svo sannarlega verið tilbúin til þess og vitum að það sé mikilvægt að það séu forsenduákvæði inni í svona langtímakjarasamningum,“ sagði Sigríður. „Við erum bara fyrst og fremst hissa og sorgmædd,“ bætti hún við. Nást samningar um helgina? „Við ætlum að gera okkar allra besta til að svo geti verið vegna þess að þetta eru tímamótasamningar sem við erum að gera. Gríðarlega mikilvægir samningar til að hér geti verið efnahagslegur stöðugleiki,“ sagði hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga, fagfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu í allan dag. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, um ákvörðun VR að ganga frá borði. Hlusta má á viðtalið eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur í klippunni að neðan. Sigríður Margrét sagði langtímakjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika á Íslandi vera það mikilvægasta sem verið væri að vinna að í viðræðunum. Henni þykir miður að VR hafi hætt þegar viðræðurnar voru komnar svona langt. Hver eru viðbrögð þín við útspili VR? „Okkur þykir það mjög miður að VR hafi ákveðið að slíta sig frá þessu samstarfi vegna þess að VR var áður búið að samþykkja launaliðinn sem við erum að semja um og eins var VR búið að samþykkja það að við værum að horfa til verðbólguviðmiða í svokölluðum forsenduákvæðum sem eru auðvitað nauðsynlegur hluti af því að gera svona langtímakjarasamninga,“ sagði hún. Öll stéttarfélög samþykkt viðmiðið nema VR Ragnar Þór sagði fyrr í dag að ágreiningur um forsenduákvæðið hafa snúið að tímasetningum. Sigríður segir sorglegt að 0,2 prósentustiga munur á verðbólguviðmiði hafi gert útslagið. Var ekki hægt að hliðra til tímasetningum? „Sorglega staðreyndin er sú að VR fer frá þessum viðræðum meðan það munar 0,2 prósentustigum á því verðbólguviðmiði sem við erum að horfa til og öll önnur stéttarfélög voru tilbúin til að samþykkja. Það munaði þremur mánuðum á viðmiðunartímabilinu sem við erum að horfa til varðandi verðbólguviðmiðin,“ sagði hún. „Frá okkar bæjardyrum séð finnst okkur þetta fyrst og fremst miður vegna þess að VR var búið að samþykkja þessa launastefnu, þennan launalið og eins líka það að horfa til þess að vera að miða við verðbólguviðmiðin í forsenduákvæðunum,“ sagði hún. „Fyrst og fremst hissa og sorgmædd“ Ragnar Þór sagði tímasetninguna á forsenduákvæðunum vera stóran þátt í viðræðunum. Sigríður setti spurningarmerki við ákvörðunina og segist bæði hissa og sorgmædd. Finnst þér þetta ábyrgðalaust af formanni eða stjórn VR að stíga frá borði? „Við setjum spurningarmerki við að þau stígi frá borði á þessum tímapunkti eftir að hafa verið búin að samþykkja launaliðinn, samþykkja það að horfa til verðbólguviðmiða. Við höfum svo sannarlega verið tilbúin til þess og vitum að það sé mikilvægt að það séu forsenduákvæði inni í svona langtímakjarasamningum,“ sagði Sigríður. „Við erum bara fyrst og fremst hissa og sorgmædd,“ bætti hún við. Nást samningar um helgina? „Við ætlum að gera okkar allra besta til að svo geti verið vegna þess að þetta eru tímamótasamningar sem við erum að gera. Gríðarlega mikilvægir samningar til að hér geti verið efnahagslegur stöðugleiki,“ sagði hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51
Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18