Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Kristján Már Unnarsson skrifar 25. febrúar 2024 07:07 Vinnuvél frá Loftorku var að störfum við brúarstæðið í Víðidal í gær. KMU Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. Vegagerðin skrifaði undir 6,8 milljarða króna verksamning um Arnarnesveg í lok júlímánaðar síðastliðið sumar og hófu verktakarnir framkvæmdir um miðjan ágúst. Vinna við göngu- og hjólabrúna hófst þó ekki fyrr en núna í febrúar. Nýja brúin fyrir miðri mynd. Gamla göngubrúin er til vinstri við hlið bílabrúarinnar á Breiðholtsbraut. Efst til hægri eru ný gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar.Vegagerðin/Verkís Að sögn Unnþórs Helgasonar, verkstjóra hjá Loftorku, er gert ráð fyrir að ljúka stígagerð að brúarstæðinu og steypa upp brúarstöpla fyrir 1. maí í vor. Þá verður hlé gert á framkvæmdum vegna laxveiði í ánni en verkinu fram haldið eftir 15. október. Stefnt er að því að ljúka brúarsmíðinni og opna brúna á næsta ári. Unnið verður að brúargerðinni fram til 1. maí. Þá verður hlé gert á vinnunni fram til 15. október til að trufla ekki laxveiðina.KMU Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir barn síns tíma. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að hún sé gömul lagnabrú fyrir vatns- og hitaveitu. Sitt hvoru megin við hana þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól og því löngu tímabært að byggja nýja brú sem standist nútímakröfur. Gamla göngubrúin til vinstri. Sú nýja rís um eitthundrað metrum neðar.Vegagerðin/Verkís Nýja brúin verður lágreist timburbrú með aðskildum stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Segir Vegagerðin tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Brúin verður 46 metra löng, með 32 metra hafi yfir ána, og 5,7 metra breið. Þar af verða 2,5 metrar fyrir gangandi vegfarendur og 3 metrar fyrir hjólandi. Brúin verður fær snjóruðningstækjum og þjónustubílum vegna viðhalds og snjóruðnings. Svona mun nýja brúin líta út. Hún verður höfð nægilega hátt yfir árbakkanum svo laxveiðimenn geti gengið undir hana.Vegagerðin/Verkís Tré verður aðalbyggingarefni sem þýðir að brúin verður létt með lítilli eiginþyngd. Brúargólfið mun samanstanda af þverspenntri límtrésplötu, 225 millimetra þykkri. Timburbrúardekk verður með rakavarnarlagi sem hæfir timburbrú og malbiki. Handrið á brúnni verða úr málmi, 1,4 metra há með lóðréttum rimlum. Brúin er hönnuð fyrir 100 ára líftíma með hæfilegu viðhaldi. Nýir göngu- og hjólastígar fylgja brúnni.Vegagerðin/Verkís Úti Inni Arkitektar og Verkís verkfræðistofa hönnuðu brúna í samstarfi við Vegagerðina og Reykjavíkurborg. Arkitekt brúarinnar er Baldur Ólafur Svavarsson hjá Úti Inni Arkitektum. Myndband sem Verkfræðistofan Verkís gerði fyrir Vegagerðina sýnir hvernig Arnarnesvegur um Vatnsendahæð milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar mun líta út. Gerð Arnarnesvegar skal að fullu lokið sumarið 2026. Vegagerð Samgöngur Hjólreiðar Göngugötur Kópavogur Reykjavík Tengdar fréttir Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. 19. júlí 2023 07:40 Arnarnesvegur gæti orðið 1,3 milljörðum króna dýrari Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð og þess í stað ákveðið að ganga til samninga við þann sem átti þriðja lægsta boð, sem var 1.333 milljónum króna hærra en það lægsta. Lægstbjóðandi, fyrirtækin Óskatak ehf. og Háfell ehf, hefur kært ákvörðunina til Kærunefndar útboðsmála. 8. júní 2023 13:10 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Vegagerðin skrifaði undir 6,8 milljarða króna verksamning um Arnarnesveg í lok júlímánaðar síðastliðið sumar og hófu verktakarnir framkvæmdir um miðjan ágúst. Vinna við göngu- og hjólabrúna hófst þó ekki fyrr en núna í febrúar. Nýja brúin fyrir miðri mynd. Gamla göngubrúin er til vinstri við hlið bílabrúarinnar á Breiðholtsbraut. Efst til hægri eru ný gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar.Vegagerðin/Verkís Að sögn Unnþórs Helgasonar, verkstjóra hjá Loftorku, er gert ráð fyrir að ljúka stígagerð að brúarstæðinu og steypa upp brúarstöpla fyrir 1. maí í vor. Þá verður hlé gert á framkvæmdum vegna laxveiði í ánni en verkinu fram haldið eftir 15. október. Stefnt er að því að ljúka brúarsmíðinni og opna brúna á næsta ári. Unnið verður að brúargerðinni fram til 1. maí. Þá verður hlé gert á vinnunni fram til 15. október til að trufla ekki laxveiðina.KMU Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir barn síns tíma. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að hún sé gömul lagnabrú fyrir vatns- og hitaveitu. Sitt hvoru megin við hana þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól og því löngu tímabært að byggja nýja brú sem standist nútímakröfur. Gamla göngubrúin til vinstri. Sú nýja rís um eitthundrað metrum neðar.Vegagerðin/Verkís Nýja brúin verður lágreist timburbrú með aðskildum stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Segir Vegagerðin tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Brúin verður 46 metra löng, með 32 metra hafi yfir ána, og 5,7 metra breið. Þar af verða 2,5 metrar fyrir gangandi vegfarendur og 3 metrar fyrir hjólandi. Brúin verður fær snjóruðningstækjum og þjónustubílum vegna viðhalds og snjóruðnings. Svona mun nýja brúin líta út. Hún verður höfð nægilega hátt yfir árbakkanum svo laxveiðimenn geti gengið undir hana.Vegagerðin/Verkís Tré verður aðalbyggingarefni sem þýðir að brúin verður létt með lítilli eiginþyngd. Brúargólfið mun samanstanda af þverspenntri límtrésplötu, 225 millimetra þykkri. Timburbrúardekk verður með rakavarnarlagi sem hæfir timburbrú og malbiki. Handrið á brúnni verða úr málmi, 1,4 metra há með lóðréttum rimlum. Brúin er hönnuð fyrir 100 ára líftíma með hæfilegu viðhaldi. Nýir göngu- og hjólastígar fylgja brúnni.Vegagerðin/Verkís Úti Inni Arkitektar og Verkís verkfræðistofa hönnuðu brúna í samstarfi við Vegagerðina og Reykjavíkurborg. Arkitekt brúarinnar er Baldur Ólafur Svavarsson hjá Úti Inni Arkitektum. Myndband sem Verkfræðistofan Verkís gerði fyrir Vegagerðina sýnir hvernig Arnarnesvegur um Vatnsendahæð milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar mun líta út. Gerð Arnarnesvegar skal að fullu lokið sumarið 2026.
Vegagerð Samgöngur Hjólreiðar Göngugötur Kópavogur Reykjavík Tengdar fréttir Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. 19. júlí 2023 07:40 Arnarnesvegur gæti orðið 1,3 milljörðum króna dýrari Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð og þess í stað ákveðið að ganga til samninga við þann sem átti þriðja lægsta boð, sem var 1.333 milljónum króna hærra en það lægsta. Lægstbjóðandi, fyrirtækin Óskatak ehf. og Háfell ehf, hefur kært ákvörðunina til Kærunefndar útboðsmála. 8. júní 2023 13:10 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. 19. júlí 2023 07:40
Arnarnesvegur gæti orðið 1,3 milljörðum króna dýrari Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð og þess í stað ákveðið að ganga til samninga við þann sem átti þriðja lægsta boð, sem var 1.333 milljónum króna hærra en það lægsta. Lægstbjóðandi, fyrirtækin Óskatak ehf. og Háfell ehf, hefur kært ákvörðunina til Kærunefndar útboðsmála. 8. júní 2023 13:10