Fundar með samninganefnd um mögulega verkfallsboðun Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 12:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar mun funda í kvöld í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins opnuðu á viðræður um launaliðinn við aðra en láglaunafólk. Formaður Eflingar segir vel koma til greina að boðað verði til verkfallsaðgerða. Sólveig Anna Jónsdóttir segir leitt að eftir mikla vinnu og bjartsýni síðustu daga hafi Samtök atvinnulífsins hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær. Efling hafi ekki mætt á fund í Karphúsinu í morgun og sé nú að meta stöðuna. Hún segir Samtök atvinnulífsins skyndilega hafa vilja taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Samninganefnd Eflingar muni koma sama klukkan 18 í kvöld til þess að fara yfir stöðuna. Vildu ekki samþykkja kröfur sem kosta ekki neitt Sólveig Anna segir að á sama tíma og Samtök atvinnulífsins ræði prósentuhækkanir við hærra launaða hópa innan ASÍ hafi samtökin ekki viljað fallast á kröfur Eflingar sem kosta ekki neitt. Þar nefnir hún til að mynda aukna uppsagnarvernd og aukin réttindi trúnaðarmanna. Þá hafi SA farið fram á það að Efling samþykki verulega launalækkun hjá ákveðunum hópum verka- og láglaunafólks. „Einnig hafa þau ekki komið með nein svör varðandi kröfur Eflingar og SGS um leiðréttingu á kjörum ræstingafólks. Sem er sá hópur launafólks á Íslandi sem býr við verst kjör, mest konur. Fundar frekar með samninganefnd Þegar þessi staða birtist Eflingu í gær hafi forsvarsmenn félagsins gert sér grein fyrir því að ekkert traust væri til staðar í viðræðunum þrátt fyrir þrotlausa vinnu undanfarið. „Því ætla ég að nota daginn í dag til þess að undirbúa fund með samninganefnd, sem haldinn verður hér klukkan 18 í kvöld. Þar mun ég upplýsa samninganefnd Eflingar um þá stöðu sem upp er komin og ráðfæra mig við þau um næstu skref.“ Á fundinum verði, meðal annars, rætt um möguleikann á verkfallsboðun meðal Eflingarfólks. Mikil vonbrigði „Það er auðvitað mjög leitt, þegar fulltrúar verka- og láglaunafólks ásamt góðum félögum úr öðrum hópum, hafa lagt svo mikið á sig sem raun ber vitni, til þess að geta gengið frá kjarasamningum, sem við töldum að myndu snúa að því að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum, og í ljós kemur að í stað þess að setja áherslu á að loka samningum við okkur hafa Samtök atvinnulífsins ákveðið að koma samtalinu í algjört uppnám. Með því að fara á bak við okkur, opna á launaliðinn, án okkar aðkomu, án samtals við okkur, til þess að færa mönnum, sem þegar búa við ágæt kjör, umframhækkanir,“ segir Sólveig Anna að lokum. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir segir leitt að eftir mikla vinnu og bjartsýni síðustu daga hafi Samtök atvinnulífsins hleypt kjaraviðræðum í uppnám í gær. Efling hafi ekki mætt á fund í Karphúsinu í morgun og sé nú að meta stöðuna. Hún segir Samtök atvinnulífsins skyndilega hafa vilja taka upp þegar samþykktan launalið. Það segir Sólveig Anna hafa verið gert til þess að veita hálaunahópum innan ASÍ prósentutöluhækkanir. Þá hafi SA gert kröfu um að Efling samþykki launalækkanir ákveðinna hópa. Samninganefnd Eflingar muni koma sama klukkan 18 í kvöld til þess að fara yfir stöðuna. Vildu ekki samþykkja kröfur sem kosta ekki neitt Sólveig Anna segir að á sama tíma og Samtök atvinnulífsins ræði prósentuhækkanir við hærra launaða hópa innan ASÍ hafi samtökin ekki viljað fallast á kröfur Eflingar sem kosta ekki neitt. Þar nefnir hún til að mynda aukna uppsagnarvernd og aukin réttindi trúnaðarmanna. Þá hafi SA farið fram á það að Efling samþykki verulega launalækkun hjá ákveðunum hópum verka- og láglaunafólks. „Einnig hafa þau ekki komið með nein svör varðandi kröfur Eflingar og SGS um leiðréttingu á kjörum ræstingafólks. Sem er sá hópur launafólks á Íslandi sem býr við verst kjör, mest konur. Fundar frekar með samninganefnd Þegar þessi staða birtist Eflingu í gær hafi forsvarsmenn félagsins gert sér grein fyrir því að ekkert traust væri til staðar í viðræðunum þrátt fyrir þrotlausa vinnu undanfarið. „Því ætla ég að nota daginn í dag til þess að undirbúa fund með samninganefnd, sem haldinn verður hér klukkan 18 í kvöld. Þar mun ég upplýsa samninganefnd Eflingar um þá stöðu sem upp er komin og ráðfæra mig við þau um næstu skref.“ Á fundinum verði, meðal annars, rætt um möguleikann á verkfallsboðun meðal Eflingarfólks. Mikil vonbrigði „Það er auðvitað mjög leitt, þegar fulltrúar verka- og láglaunafólks ásamt góðum félögum úr öðrum hópum, hafa lagt svo mikið á sig sem raun ber vitni, til þess að geta gengið frá kjarasamningum, sem við töldum að myndu snúa að því að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum, og í ljós kemur að í stað þess að setja áherslu á að loka samningum við okkur hafa Samtök atvinnulífsins ákveðið að koma samtalinu í algjört uppnám. Með því að fara á bak við okkur, opna á launaliðinn, án okkar aðkomu, án samtals við okkur, til þess að færa mönnum, sem þegar búa við ágæt kjör, umframhækkanir,“ segir Sólveig Anna að lokum.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bjartsýni og góður gangur í kjaraviðræðum Fulltrúar nánast allra félaga innan Alþýðusambandsins annarra en verslunarmanna hafa haldið áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. 27. febrúar 2024 19:30