Sér fram á verkfallsboðun Jón Þór Stefánsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. febrúar 2024 19:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sér fram á verkfall hjá ræstingafólki. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun. „Ég tel að samninganefnd Eflingar muni hér á þessum fundi koma sér saman um það að fara í verkfallsboðun. Já, ég tel að það verði niðurstaðan,“ sagði Sólveig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að þá myndu Samtök atvinnulífsins fá einhvern tíma til að koma til móts við Eflingu. „Það væri auðvitað ákjósanlegt.“ Sólveig segist sjá fyrir sér að umræddar aðgerðir yrðu framkvæmdar með ræstingafólki. „Aftur er það sá hópur sem býr við verst kjör á íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru áttatíu prósent konur, mikið af innflytjendum. Þær manneskjur þurfa mögulega í það minnsta að hóta verkföllum. Það virðist hafa skilað betri niðurstöðum fyrir hærri launaða karlahópa innan Alþýðusambandsins.“ Verði verkfallsboðun samþykkt á fundinum gæti verið farið í kosningu strax í næstu viku, og mögulega verði farið í aðgerðir um átjánda, nítjánda mars. Enn í góðu sambandi við Breiðfylkinguna Sólveig Anna mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar vegna kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. „Nei það erum við svo sannarlega ekki búin að gera. Við erum í góðu sambandi og samstarfi við félaga okkar þar.“ Aðspurð um hvernig megi þá túlka ákvörðun hennar um að sniðganga fund dagsins segir hún sig ekki hafa séð neina ástæðu til að mæta á hann. Hún hafi þurft að vera búin að funda með sinni samninganefnd, en þaðan fái hún umboð sitt til að semja. „Það er gjörbreytt staða komin upp þannig ég þarf að fá skilaboð frá henni um hvernig við eigum að halda áfram í þessari stöðu.“ „Að sjálfsögðu þurfum við að koma hér saman hvernig við getum náð ásættanlegum árangri. Það virðist sem svo að það hafi virkað fyrir vissa hópa, hærri launaða hópa, innan Alþýðusambandsins að hóta verkfallsaðgerðum. Þannig það er spurning hvort Efling þurfi ekki að gera slíkt hið sama.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
„Ég tel að samninganefnd Eflingar muni hér á þessum fundi koma sér saman um það að fara í verkfallsboðun. Já, ég tel að það verði niðurstaðan,“ sagði Sólveig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að þá myndu Samtök atvinnulífsins fá einhvern tíma til að koma til móts við Eflingu. „Það væri auðvitað ákjósanlegt.“ Sólveig segist sjá fyrir sér að umræddar aðgerðir yrðu framkvæmdar með ræstingafólki. „Aftur er það sá hópur sem býr við verst kjör á íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru áttatíu prósent konur, mikið af innflytjendum. Þær manneskjur þurfa mögulega í það minnsta að hóta verkföllum. Það virðist hafa skilað betri niðurstöðum fyrir hærri launaða karlahópa innan Alþýðusambandsins.“ Verði verkfallsboðun samþykkt á fundinum gæti verið farið í kosningu strax í næstu viku, og mögulega verði farið í aðgerðir um átjánda, nítjánda mars. Enn í góðu sambandi við Breiðfylkinguna Sólveig Anna mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun en fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samiðnar mættu þó til fundar vegna kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. „Nei það erum við svo sannarlega ekki búin að gera. Við erum í góðu sambandi og samstarfi við félaga okkar þar.“ Aðspurð um hvernig megi þá túlka ákvörðun hennar um að sniðganga fund dagsins segir hún sig ekki hafa séð neina ástæðu til að mæta á hann. Hún hafi þurft að vera búin að funda með sinni samninganefnd, en þaðan fái hún umboð sitt til að semja. „Það er gjörbreytt staða komin upp þannig ég þarf að fá skilaboð frá henni um hvernig við eigum að halda áfram í þessari stöðu.“ „Að sjálfsögðu þurfum við að koma hér saman hvernig við getum náð ásættanlegum árangri. Það virðist sem svo að það hafi virkað fyrir vissa hópa, hærri launaða hópa, innan Alþýðusambandsins að hóta verkfallsaðgerðum. Þannig það er spurning hvort Efling þurfi ekki að gera slíkt hið sama.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira