Meistararnir í Chiefs gefa eiganda sínum falleinkunn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 14:31 Travis Kelce og félagar í Kansas City Chiefs eru ekki sáttir með eiganda félagsins. Getty/Luke Hales Kansas City Chiefs hefur unnið Ofurskálina tvö ár í röð en félagið kom engu að síður skelfilega út úr nýrri leikmannakönnun NFL-deildarinnar. Leikmenn úr öllum 32 liðunum svöruðu spurningum um félagið sitt hvað varðar aðstöðu, ferðalög, þjálfara, utanumhald, þjónustu við fjölskyldumeðlimi, matsalinn, æfingasalinn, styrktarþjálfara og allt mögulegt sem félagið ber ábyrgð á að sé í lagi. Alls var spurt út í ellefu þætti og alls tóku 1.700 leikmenn þátt í þessari árlegu könnun. Meistararnir í Chiefs enduðu með næstverstu einkunnina af öllum liðum deildarinnar. Það var aðeins Washington Commanders sem endaði neðar. JC Tretter, forseti leikmannasamtakanna, sagði leikmenn Chiefs vera mjög ósátta með aðgerðaleysi eiganda félagsins. Asked NFLPA president JC Tretter about Chiefs' NFLPA low grade (31st overall). He said team and specifically ownership did not follow through on its promises to players for a new locker room after 2022 season. Tretter said players were told that the Chiefs played too long in — Jesse Newell (@jessenewell) February 28, 2024 Hann sagði meðal annars að félagið hafi ekki staðið við loforð sitt um að taka búningsklefana í gegn en þeir eru komnir vel til ára sinn á Arrowhead leikvanginum. Leikvangurinn þarf almennt á uppfærslu að halda enda einn sá elsti í deildinni. Það var hins vegar ekki staðið við það loforð að taka búningsklefann í gegn og ástæðan sem var gefin var að liðið hafi farið of langt í úrslitakeppninni og því hafi ekki verið tími til að fara í framkvæmdir. „Ég held að það sé mikill pirringur í klefanum. Leikmennirnir segja: Við höldum áfram að vinna Super Bowl leiki en það skilar sér ekkert til okkar. Það er ekkert forgangi hvað varðar að gera líf okkar betra,“ hafði JC Tretter eftir leikmönnum Chiefs. Það skal þó tekið fram að ekki var þjálfaraeinkunnin að draga Chiefs liðið niður því Andy Reid þjálfari fékk hæstu einkunn af öllum þjálfurum. Bestu heildareinkunn liða frá leikmönnum fengu lið Miami Dolphins og Minnesota Vikings. Þau voru líka í efstu sætunum árið á undan en þá voru Víkingarnir aftur á móti í fyrsta sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Leikmenn úr öllum 32 liðunum svöruðu spurningum um félagið sitt hvað varðar aðstöðu, ferðalög, þjálfara, utanumhald, þjónustu við fjölskyldumeðlimi, matsalinn, æfingasalinn, styrktarþjálfara og allt mögulegt sem félagið ber ábyrgð á að sé í lagi. Alls var spurt út í ellefu þætti og alls tóku 1.700 leikmenn þátt í þessari árlegu könnun. Meistararnir í Chiefs enduðu með næstverstu einkunnina af öllum liðum deildarinnar. Það var aðeins Washington Commanders sem endaði neðar. JC Tretter, forseti leikmannasamtakanna, sagði leikmenn Chiefs vera mjög ósátta með aðgerðaleysi eiganda félagsins. Asked NFLPA president JC Tretter about Chiefs' NFLPA low grade (31st overall). He said team and specifically ownership did not follow through on its promises to players for a new locker room after 2022 season. Tretter said players were told that the Chiefs played too long in — Jesse Newell (@jessenewell) February 28, 2024 Hann sagði meðal annars að félagið hafi ekki staðið við loforð sitt um að taka búningsklefana í gegn en þeir eru komnir vel til ára sinn á Arrowhead leikvanginum. Leikvangurinn þarf almennt á uppfærslu að halda enda einn sá elsti í deildinni. Það var hins vegar ekki staðið við það loforð að taka búningsklefann í gegn og ástæðan sem var gefin var að liðið hafi farið of langt í úrslitakeppninni og því hafi ekki verið tími til að fara í framkvæmdir. „Ég held að það sé mikill pirringur í klefanum. Leikmennirnir segja: Við höldum áfram að vinna Super Bowl leiki en það skilar sér ekkert til okkar. Það er ekkert forgangi hvað varðar að gera líf okkar betra,“ hafði JC Tretter eftir leikmönnum Chiefs. Það skal þó tekið fram að ekki var þjálfaraeinkunnin að draga Chiefs liðið niður því Andy Reid þjálfari fékk hæstu einkunn af öllum þjálfurum. Bestu heildareinkunn liða frá leikmönnum fengu lið Miami Dolphins og Minnesota Vikings. Þau voru líka í efstu sætunum árið á undan en þá voru Víkingarnir aftur á móti í fyrsta sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira