„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 08:28 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. Eins og fram hefur komið var ekki fundað í kjaradeilunni í gær. Áður hefur samninganefnd Eflingar lýst því yfir að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna sagði í gær að henni finndist verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi vegna mikilla óvissu í efnahagslífinu. Láti verkin tala Sólveig Anna hnýtir í orð Sigríðar í Facebook færslu sem hún birti í morgun. Hún segir forystu SA þykja óviðeigandi að verka-og láglaunafólk taki málin í sínar eigin vinnuhendur og berjist fyrir betri kjörum. „Við í Eflingu erum ekki á þeirri skoðun. Okkur finnst óviðeigandi að samið sé um auknar hækkanir handa hálaunahópum Alþýðusambandsins á meðan að fulltrúum verkafólks er sýnd óvirðing við samningsborðið og kröfum þess fólks sem að heldur samfélaginu gangandi með vinnuafli sínu ekki svarað með neinu nema útúrsnúningi og rugli.“ Hún segir að því sé hafinn undirbúningur verkfalla. Efling sé ekki eins og þeir sem láti sér nægja að hóta kannski aðgerðum einhverntímann eftir að aðgerðahópar hafi mögulega komist að einhverskonar niðurstöðu. Verkin séu látin tala, nú líkt og ávallt. Viss um að verkfall verði samþykkt Sólveig Anna segir stjórn og samninganefnfd Eflingar standa þétt saman. Á mánudag muni stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar funda og taka ákvörðun um upphæð verkfallsstyrks. Klukkan 16 á mánudag verði svo atkvæðagreiðsla um verkföll hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. „Ég er þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt og þá leggja 900 manneskjur, að stærstum meirihluta konur, niður störf á hádegi þann 18. mars, í ótímabundnu verkfalli. Þá fær íslensk yfirstétt tækifæri til að horfast í augu við það á hverra vinnuafli öll verðmætasköpun og þjónusta höfuðborgar landsins hvílir.“ Sólveig Anna segir þá daga liðna að forysta Eflingar samþykki að vinnuaflinu sé haldið niðri til að tryggja hagsmuni annarra hópa. Þeim kafla hafi lokið árið 2018 og verði ekki opnaður á ný. „Það er í raun óskiljanlegt að fólk skuli ekki vera tilbúið til að horfast í augu við þessa augljósu staðreynd. En þegar sú staða kemur upp bregst Efling hratt og örugglega við, í þeirri vissu að félagsfólk Eflingar, ómissandi fólk að öllu leiti, getur og vill berjast, sameinað, til að ná raunverulegum árangri. Ég er stolt af félagsfólki Eflingar. Þau eru djörf og þau eru dugleg, og þau láta ekki íslenska yfirsétt segja sér fyrir verkum.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Eins og fram hefur komið var ekki fundað í kjaradeilunni í gær. Áður hefur samninganefnd Eflingar lýst því yfir að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna sagði í gær að henni finndist verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi vegna mikilla óvissu í efnahagslífinu. Láti verkin tala Sólveig Anna hnýtir í orð Sigríðar í Facebook færslu sem hún birti í morgun. Hún segir forystu SA þykja óviðeigandi að verka-og láglaunafólk taki málin í sínar eigin vinnuhendur og berjist fyrir betri kjörum. „Við í Eflingu erum ekki á þeirri skoðun. Okkur finnst óviðeigandi að samið sé um auknar hækkanir handa hálaunahópum Alþýðusambandsins á meðan að fulltrúum verkafólks er sýnd óvirðing við samningsborðið og kröfum þess fólks sem að heldur samfélaginu gangandi með vinnuafli sínu ekki svarað með neinu nema útúrsnúningi og rugli.“ Hún segir að því sé hafinn undirbúningur verkfalla. Efling sé ekki eins og þeir sem láti sér nægja að hóta kannski aðgerðum einhverntímann eftir að aðgerðahópar hafi mögulega komist að einhverskonar niðurstöðu. Verkin séu látin tala, nú líkt og ávallt. Viss um að verkfall verði samþykkt Sólveig Anna segir stjórn og samninganefnfd Eflingar standa þétt saman. Á mánudag muni stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar funda og taka ákvörðun um upphæð verkfallsstyrks. Klukkan 16 á mánudag verði svo atkvæðagreiðsla um verkföll hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. „Ég er þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt og þá leggja 900 manneskjur, að stærstum meirihluta konur, niður störf á hádegi þann 18. mars, í ótímabundnu verkfalli. Þá fær íslensk yfirstétt tækifæri til að horfast í augu við það á hverra vinnuafli öll verðmætasköpun og þjónusta höfuðborgar landsins hvílir.“ Sólveig Anna segir þá daga liðna að forysta Eflingar samþykki að vinnuaflinu sé haldið niðri til að tryggja hagsmuni annarra hópa. Þeim kafla hafi lokið árið 2018 og verði ekki opnaður á ný. „Það er í raun óskiljanlegt að fólk skuli ekki vera tilbúið til að horfast í augu við þessa augljósu staðreynd. En þegar sú staða kemur upp bregst Efling hratt og örugglega við, í þeirri vissu að félagsfólk Eflingar, ómissandi fólk að öllu leiti, getur og vill berjast, sameinað, til að ná raunverulegum árangri. Ég er stolt af félagsfólki Eflingar. Þau eru djörf og þau eru dugleg, og þau láta ekki íslenska yfirsétt segja sér fyrir verkum.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira