Taka þurfi styttingu framhaldsskólans til skoðunar Árni Sæberg skrifar 1. mars 2024 15:47 Ásmundur Einar er ráðherra menntamála. Vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir koma til greina að endurskoða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Þess í stað yrði grunnskólanám stytt um eitt ár. Nám á framhaldsskólastigi var stytt um eitt ár frá skólaárinu 2015 - 2016 og hefur síðan þá verið þrjú ár. Nýja kerfið hefur verið umdeilt allt frá upphafi. Nýverið var greint frá því að samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefði stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, segir að taka þurfi gagnrýni alvarlega. „Markmiðin með þessum breytingum á sínum tíma voru mjög göfug en það er alltaf þannig þegar við förum í svona breytingar að þá þurfum við að vera tilbúin til að rýna þær. Þess vegna eru þessar rannsóknir gríðarlega mikilvægar og það eru svona ákveðnar vísbendingar, svona á breiðum grunni, sem erum að horfa á núna eftir þessa reynslu.“ Nemendur hafi ekki tíma fyrir tómstundir Þar nefnir hann meðal annars að grunnur nemenda sé ekki nógu sterkur eftir framhaldskóla fyrir háskólanám, álag sé að aukast á framhaldsskólanema, nemendur upplifi að farið sé í gegnum námið á hraðferð, nemendur hafi ekki svigrúm fyrir félagslíf og aðrar tómstundir, sem hafi verið mjög mikilvægt. „Þannig að ég held að það sé mikilvægt að taka þessa rannsókn, og aðrar sem hafa komið, og umræðu um þetta alvarlega og vera tilbúin til að rýna það.“ Ekki skynsamlegt að hætta við bara til þess að hætta við Ásmundur segir að til greina komi að gera frekari breytingar á skólakerfinu, en það þurfi að gera að vel ígrunduðu máli og í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Það er grunnur undir að taka heildrænt samtal um skólakerfið. Ég held að það væri ekki skynsamlegt að stíga bara til baka til að stíga til baka, í styttingunni, heldur frekar að rýna samfelluna, það er að segja grunnskólann og framhaldsskólann saman á breiðum grunni.“ Ráðuneyti hans hafi þegar átt óformlegt samtal við sveitarfélögin en hann vilji að það verði tekið lengra. „Þannig að við værum ekki að ana að neinu en við verðum að taka vísbendingarnar sem við sjáum í skólakerfinu en horfa heildrænt á það. Ekki út frá sílóinu ég er ríki og sveitarfélag er sveitarfélag, heldur út frá barninu og menntakerfinu í held sinni.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Nám á framhaldsskólastigi var stytt um eitt ár frá skólaárinu 2015 - 2016 og hefur síðan þá verið þrjú ár. Nýja kerfið hefur verið umdeilt allt frá upphafi. Nýverið var greint frá því að samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefði stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, segir að taka þurfi gagnrýni alvarlega. „Markmiðin með þessum breytingum á sínum tíma voru mjög göfug en það er alltaf þannig þegar við förum í svona breytingar að þá þurfum við að vera tilbúin til að rýna þær. Þess vegna eru þessar rannsóknir gríðarlega mikilvægar og það eru svona ákveðnar vísbendingar, svona á breiðum grunni, sem erum að horfa á núna eftir þessa reynslu.“ Nemendur hafi ekki tíma fyrir tómstundir Þar nefnir hann meðal annars að grunnur nemenda sé ekki nógu sterkur eftir framhaldskóla fyrir háskólanám, álag sé að aukast á framhaldsskólanema, nemendur upplifi að farið sé í gegnum námið á hraðferð, nemendur hafi ekki svigrúm fyrir félagslíf og aðrar tómstundir, sem hafi verið mjög mikilvægt. „Þannig að ég held að það sé mikilvægt að taka þessa rannsókn, og aðrar sem hafa komið, og umræðu um þetta alvarlega og vera tilbúin til að rýna það.“ Ekki skynsamlegt að hætta við bara til þess að hætta við Ásmundur segir að til greina komi að gera frekari breytingar á skólakerfinu, en það þurfi að gera að vel ígrunduðu máli og í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Það er grunnur undir að taka heildrænt samtal um skólakerfið. Ég held að það væri ekki skynsamlegt að stíga bara til baka til að stíga til baka, í styttingunni, heldur frekar að rýna samfelluna, það er að segja grunnskólann og framhaldsskólann saman á breiðum grunni.“ Ráðuneyti hans hafi þegar átt óformlegt samtal við sveitarfélögin en hann vilji að það verði tekið lengra. „Þannig að við værum ekki að ana að neinu en við verðum að taka vísbendingarnar sem við sjáum í skólakerfinu en horfa heildrænt á það. Ekki út frá sílóinu ég er ríki og sveitarfélag er sveitarfélag, heldur út frá barninu og menntakerfinu í held sinni.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu