Vinstri græn næðu ekki inn á þing Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. mars 2024 19:37 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, er vafalaust ekki sátt með fylgi flokksins í könnunum. Vísir/Arnar Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í frétt Rúv um Þjóðarpúls Gallúp sem unnin var 1. til 29. febrúar. Fylgi VG hefur dalað jafnt og þétt frá síðustu Alþingkosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent. Hann mælist núna í fyrsta sinn undir fimm prósentum sem er skilyrði fyrir því að flokkar fái uppbótarþingmann. Þar að auki mælist flokkurinn heldur ekki með kjördæmakjörinn þingmann og myndi því þurrkast af þingi ef útkoman yrði þessi. Flokkurinn hefur ekki mælst jafn illa í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Vinstri græn mældust með 5,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði síðan sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Hægri flokkarnir bæta við sig og Samfylking missir fylgi VG er ekki eini flokkurinn sem missir fylgi frá síðasta Þjóðarpúlsi. Samfylkingin mælist áfram með mest fylgi en fer úr 30,6 prósentum í síðasta Þjóðarpúlsi í 28,2 prósent núna. Það er svipað mikið og flokkurinn mældist með fyrir um mánuði síðan. Það er ekki ólíklegt að þar spili inn í fréttaflutningur og mikið umtal um meinta stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum í kjölfar ummæla sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lét falla 19. febrúar síðastliðinn. Flokkarnir tveir sem eru lengst til hægri á pólitíska ásnum, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, bæta nokkuð við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 18,2 prósentum í 19,9 prósent en Miðflokkurinn fer úr 10,9 prósentum í 12,8 prósent. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá febrúar 2020. Fylgi annarra flokka breytist lítið og er eftirfarandi (fylgi í kosningum 2021 er innan sviga): Samfylkingin: 28,2 prósent (9,9 prósent) Sjálfstæðisflokkurinn: 19,9 prósent (24,4 prósent) Miðflokkurinn: 12,8 prósent (5,5 prósent) Framsókn: 8,8 prósent (17,3 prósent) Píratar: 8,0 prósent (8,6 prósent) Viðreisn: 7,5 prósent (8,3 prósent) Flokkur fólksins: 6,8 prósent (8,9 prósent) Vinstri græn: 4,7 prósent (12,6 prósent) Sósíalistaflokkurinn: 3,5 prósent (4,1 prósent) Samkvæmt frétt Rúv voru 9.964 í heildarúrtaki Þjóðarpúlsins og var þátttökuhlutfallið 48,1 prósent. Könnunin var unnin á netinu 1. til 29. febrúar. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,6 til 1,5 prósent. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09 Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Rúv um Þjóðarpúls Gallúp sem unnin var 1. til 29. febrúar. Fylgi VG hefur dalað jafnt og þétt frá síðustu Alþingkosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent. Hann mælist núna í fyrsta sinn undir fimm prósentum sem er skilyrði fyrir því að flokkar fái uppbótarþingmann. Þar að auki mælist flokkurinn heldur ekki með kjördæmakjörinn þingmann og myndi því þurrkast af þingi ef útkoman yrði þessi. Flokkurinn hefur ekki mælst jafn illa í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Vinstri græn mældust með 5,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði síðan sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Hægri flokkarnir bæta við sig og Samfylking missir fylgi VG er ekki eini flokkurinn sem missir fylgi frá síðasta Þjóðarpúlsi. Samfylkingin mælist áfram með mest fylgi en fer úr 30,6 prósentum í síðasta Þjóðarpúlsi í 28,2 prósent núna. Það er svipað mikið og flokkurinn mældist með fyrir um mánuði síðan. Það er ekki ólíklegt að þar spili inn í fréttaflutningur og mikið umtal um meinta stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum í kjölfar ummæla sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lét falla 19. febrúar síðastliðinn. Flokkarnir tveir sem eru lengst til hægri á pólitíska ásnum, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, bæta nokkuð við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 18,2 prósentum í 19,9 prósent en Miðflokkurinn fer úr 10,9 prósentum í 12,8 prósent. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá febrúar 2020. Fylgi annarra flokka breytist lítið og er eftirfarandi (fylgi í kosningum 2021 er innan sviga): Samfylkingin: 28,2 prósent (9,9 prósent) Sjálfstæðisflokkurinn: 19,9 prósent (24,4 prósent) Miðflokkurinn: 12,8 prósent (5,5 prósent) Framsókn: 8,8 prósent (17,3 prósent) Píratar: 8,0 prósent (8,6 prósent) Viðreisn: 7,5 prósent (8,3 prósent) Flokkur fólksins: 6,8 prósent (8,9 prósent) Vinstri græn: 4,7 prósent (12,6 prósent) Sósíalistaflokkurinn: 3,5 prósent (4,1 prósent) Samkvæmt frétt Rúv voru 9.964 í heildarúrtaki Þjóðarpúlsins og var þátttökuhlutfallið 48,1 prósent. Könnunin var unnin á netinu 1. til 29. febrúar. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,6 til 1,5 prósent.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09 Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09
Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39