Finnst verðlaunaféð á HM í frjálsum fáránlega lágt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2024 13:31 Josh Kerr hrósaði sigri í þrjátíu þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow. getty/Alex Pantling Heimsmeistaranum í þrjú þúsund metra hlaupi innanhúss finnst verðlaunaféð á HM í frjálsum íþróttum vera fáránlegt lágt og kallar eftir að aukinni fjárfestingu í greininni. Skotinn Josh Kerr stóð uppi sem sigurvegari í þrjú þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow um helgina. Fyrir sigurinn fékk hann fjörutíu þúsund Bandaríkjadali, eða rúma fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það finnst Kerr alltof lág upphæð. Hann kveðst hrifinn af hugmyndum gömlu stjörnunnar Michaels Johnson um að setja frjálsíþróttadeild í Bandaríkjunum á laggirnar á næsta ári. „Smáatriðin eru ekki komin í ljós en hann er stór rödd, vill vera með ys og þys og það hljómar vel í mín eyru. Frá sjónarhóli íþróttamanna gefur þetta okkur möguleika og það er það sem við erum að leita eftir til að eiga í okkur og á og sýna okkur og sanna. Svo lengi sem það eru engin ólögleg lyf í spilinu,“ sagði Kerr. Eins og áður sagði fengu gullverðlaunahafar á HM fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé. Silfurverðlaunahafar fengu tuttugu þúsund Bandaríkjadali (2,8 milljónir íslenskra króna) og bronsverðlaunahafar tíu þúsund Bandaríkjadali (1,4 milljónir íslenskra króna). „Það er brjálæði miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Kerr. „Við erum heppin að hafa keppendur eins og Noah Lyles, Grant Halloway og Femke Bol; frábært íþróttafólk sem kemur hingað og gerir sitt. En þessar tölur eru lægri en þátttökuféð fyrir íþróttafólk í þessum gæðaflokki.“ Sádi-Arabar hafa gert sig gildandi í íþróttaheiminum undanfarin misseri og komið með aukið fjármagn inn í hann. Kerr er ekki mótfallinn sádi-arabískri fjárfestingu í frjálsum íþróttum. „Þetta er fín lína, eins og með LIV golfið, en ef fólk vill koma og fjárfesta í íþróttinni er það vel þegið,“ sagði Kerr. „Frjálsíþróttasambandið er að gera það sem það getur til að auka áhuga fjárfesta og auka áhorf. Það er það sem 2024 snýst um.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Skotinn Josh Kerr stóð uppi sem sigurvegari í þrjú þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow um helgina. Fyrir sigurinn fékk hann fjörutíu þúsund Bandaríkjadali, eða rúma fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það finnst Kerr alltof lág upphæð. Hann kveðst hrifinn af hugmyndum gömlu stjörnunnar Michaels Johnson um að setja frjálsíþróttadeild í Bandaríkjunum á laggirnar á næsta ári. „Smáatriðin eru ekki komin í ljós en hann er stór rödd, vill vera með ys og þys og það hljómar vel í mín eyru. Frá sjónarhóli íþróttamanna gefur þetta okkur möguleika og það er það sem við erum að leita eftir til að eiga í okkur og á og sýna okkur og sanna. Svo lengi sem það eru engin ólögleg lyf í spilinu,“ sagði Kerr. Eins og áður sagði fengu gullverðlaunahafar á HM fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé. Silfurverðlaunahafar fengu tuttugu þúsund Bandaríkjadali (2,8 milljónir íslenskra króna) og bronsverðlaunahafar tíu þúsund Bandaríkjadali (1,4 milljónir íslenskra króna). „Það er brjálæði miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Kerr. „Við erum heppin að hafa keppendur eins og Noah Lyles, Grant Halloway og Femke Bol; frábært íþróttafólk sem kemur hingað og gerir sitt. En þessar tölur eru lægri en þátttökuféð fyrir íþróttafólk í þessum gæðaflokki.“ Sádi-Arabar hafa gert sig gildandi í íþróttaheiminum undanfarin misseri og komið með aukið fjármagn inn í hann. Kerr er ekki mótfallinn sádi-arabískri fjárfestingu í frjálsum íþróttum. „Þetta er fín lína, eins og með LIV golfið, en ef fólk vill koma og fjárfesta í íþróttinni er það vel þegið,“ sagði Kerr. „Frjálsíþróttasambandið er að gera það sem það getur til að auka áhuga fjárfesta og auka áhorf. Það er það sem 2024 snýst um.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira