Verður hugvitið stærsta útflutningsvaran okkar og jafnframt sú verðmætasta? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 5. mars 2024 12:30 Mögulega. Grunn atvinnugreinar einsog ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og orkufrekur iðnaður krefst stöðugra umbóta, aukinnar framleiðni, skorti á starfsfólki, neikvæðum umhverfisáhrifum, aukinnar sjálfbærni og annarra utanaðkomandi áskoranna. Til að leysa þessar áskoranir þarf m.a hugvits drifnar tæknilausnir sem leysa ekki einungis íslensk vandamál heldur eru lausnir sem hægt er að skala og selja á heimsvísu. Íslenskur markaður er þó lykilatriði á tilraunar stigi og til að kanna fýsileika á vörum og þjónustu. Ef það virkar til að leysa okkar vandamál, þá er heimsmarkaðurinn mun nær og aðgengilegri fyrir vikið. Okkar fremstu tæknifyrirtæki hafa þannig orðið til vegna grunn atvinnuvega sem stunda nýsköpun og hafa færi á að fjárfesta og taka þátt í mikilvægri þróun og innleiðingu á nýrri tækni. Ný tækni er ekki tekin úr einhverju tómi eða afþvi að einhver fær frábæra hugmynd að lausn. Hún er byggð á áskorunum og vandamálum sem þarf að leysa og með því leysa úr læðingi nýja krafta, tækifæri og aukna verðmætasköpun fyrir hagkerfið í heild. Eitt er ekki til án annars, þetta er samhengi og virðiskeðja sem hefur marga mismunandi en mikilvæga hlekki. Hvernig auðveldum við fólki til að taka ákvarðanir, drögum úr sóun, gerum störf meira spennandi og skapandi, aukum öryggi? hvernig breytum við kerfisbundnum ferlum sem eru ekki endilega að þjóna tilgangi sínum lengur? Horfum á hugvit og tækni í samhengi við ferðaþjónustu. Íslensk ferðatæknifyrirtæki taka í fyrsta skipti þátt í ITB - Berlín sem er með stærstu og umfangsmestu ferðasýningum í heimi. Það er algjörlega einstakt að ferðatækni (Travel Tech) sé komið á þennan stað og sýnir svo sannarlega hvernig við höfum fangað hugvitið og fjölgað útflutningsstoðum Íslands enn frekar. Eitt helsta markmið Ferðaklasans er að auka samkeppnishæfni og efla verðmætasköpun í ferðaþjónustu og er fjárfesting fyrirtækja í nýrri tækni eitt af lykilatriðum til að uppfylla þau markmið. Íslenski ferðaklasinn hefur stutt við ferðatækni og þróun þessara fyrirtækja síðustu 7 árin með því að veita þeim vettvang, standa fyrir viðburðum, byggja brýr og tengja. Mikilvægasta brúin er á milli ferðaþjónustufyrirtækja og tæknifyrirtækjanna ásamt stuðningi við innleiðingu. Nýjasta brúin er yfir á svið hugvits og tækni hjá Íslandsstofu sem ber ábyrgð á erlendri markaðssetningu og stuðningi í sókn tæknidrifinna fyrirtækja á erlendri grundu. Hlutverk Íslandsstofu er m.a að standa að sýningum um víða veröld og koma útflutningsfyrirtækjum á framfæri. Við erum því mætt til Berlínar þessa vikuna til þess að halda áfram brúarsmíðinni með ferðatækni-fyrirtækjunum en einnig til að styðja við þau fjölmörgu íslensku ferðaþjónustu fyrirtæki sem bera hróður Íslands út um víða veröld og freista ferðaheildsala til að halda Íslandsferðum áfram af fullum krafti 🗺️ Í sendinefnd íslensku tæknifyrirtækjanna má finna Paxflow, Keeps, GoDo, Reserva, Kaptio, TourDesk og Sweeply. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Mögulega. Grunn atvinnugreinar einsog ferðaþjónusta, sjávarútvegur, landbúnaður og orkufrekur iðnaður krefst stöðugra umbóta, aukinnar framleiðni, skorti á starfsfólki, neikvæðum umhverfisáhrifum, aukinnar sjálfbærni og annarra utanaðkomandi áskoranna. Til að leysa þessar áskoranir þarf m.a hugvits drifnar tæknilausnir sem leysa ekki einungis íslensk vandamál heldur eru lausnir sem hægt er að skala og selja á heimsvísu. Íslenskur markaður er þó lykilatriði á tilraunar stigi og til að kanna fýsileika á vörum og þjónustu. Ef það virkar til að leysa okkar vandamál, þá er heimsmarkaðurinn mun nær og aðgengilegri fyrir vikið. Okkar fremstu tæknifyrirtæki hafa þannig orðið til vegna grunn atvinnuvega sem stunda nýsköpun og hafa færi á að fjárfesta og taka þátt í mikilvægri þróun og innleiðingu á nýrri tækni. Ný tækni er ekki tekin úr einhverju tómi eða afþvi að einhver fær frábæra hugmynd að lausn. Hún er byggð á áskorunum og vandamálum sem þarf að leysa og með því leysa úr læðingi nýja krafta, tækifæri og aukna verðmætasköpun fyrir hagkerfið í heild. Eitt er ekki til án annars, þetta er samhengi og virðiskeðja sem hefur marga mismunandi en mikilvæga hlekki. Hvernig auðveldum við fólki til að taka ákvarðanir, drögum úr sóun, gerum störf meira spennandi og skapandi, aukum öryggi? hvernig breytum við kerfisbundnum ferlum sem eru ekki endilega að þjóna tilgangi sínum lengur? Horfum á hugvit og tækni í samhengi við ferðaþjónustu. Íslensk ferðatæknifyrirtæki taka í fyrsta skipti þátt í ITB - Berlín sem er með stærstu og umfangsmestu ferðasýningum í heimi. Það er algjörlega einstakt að ferðatækni (Travel Tech) sé komið á þennan stað og sýnir svo sannarlega hvernig við höfum fangað hugvitið og fjölgað útflutningsstoðum Íslands enn frekar. Eitt helsta markmið Ferðaklasans er að auka samkeppnishæfni og efla verðmætasköpun í ferðaþjónustu og er fjárfesting fyrirtækja í nýrri tækni eitt af lykilatriðum til að uppfylla þau markmið. Íslenski ferðaklasinn hefur stutt við ferðatækni og þróun þessara fyrirtækja síðustu 7 árin með því að veita þeim vettvang, standa fyrir viðburðum, byggja brýr og tengja. Mikilvægasta brúin er á milli ferðaþjónustufyrirtækja og tæknifyrirtækjanna ásamt stuðningi við innleiðingu. Nýjasta brúin er yfir á svið hugvits og tækni hjá Íslandsstofu sem ber ábyrgð á erlendri markaðssetningu og stuðningi í sókn tæknidrifinna fyrirtækja á erlendri grundu. Hlutverk Íslandsstofu er m.a að standa að sýningum um víða veröld og koma útflutningsfyrirtækjum á framfæri. Við erum því mætt til Berlínar þessa vikuna til þess að halda áfram brúarsmíðinni með ferðatækni-fyrirtækjunum en einnig til að styðja við þau fjölmörgu íslensku ferðaþjónustu fyrirtæki sem bera hróður Íslands út um víða veröld og freista ferðaheildsala til að halda Íslandsferðum áfram af fullum krafti 🗺️ Í sendinefnd íslensku tæknifyrirtækjanna má finna Paxflow, Keeps, GoDo, Reserva, Kaptio, TourDesk og Sweeply. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar