Haley hættir við Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2024 11:42 Nikkie Haley, hefur ekki vegnað vel í forvali Repúblikanaflokksins. AP/Tony Gutierrez Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Haley er síðasti mótframbjóðandi Trumps í Repúblikanaflokknum en hún hefur í raun aldrei átt mögulega á því að velta Trump úr sessi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Haley muni tilkynna ákvörðun sína í dag en hún virðist tekin í kjölfar slæms gengis hennar á „ofurþriðjudeginum“ svokallaða. Forval fór fram í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í gær en Trump bar sigur úr býtum í flestum þeirra. Eina ríkið sem Haley sigraði í var Vermont en sá sigur kom verulega á óvart. Sjá einnig: Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Haley hafði áður heitið því að hætta ekki í forvalinu fyrr en í fyrsta lagi eftir ofurþriðjudag. Hún hefur varað Repúblikana við því að fylkja sér að baki Trump og segir hann einungis hugsa um hefnd. Hann hafi hag Bandaríkjanna ekki í huga. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Haley hafi verið vinsæl meðal hófsamra og háskólamenntaðra kjósenda Repúblikanaflokksins. Þessir hópar muni líklega spila stóra rullu í forsetakosningunum í nóvember en erfitt sé að segja til um hvort Trump muni ná til þessa fólks og sameina flokk sinn. Hann lýsti því nýverið yfir að allir þeir sem hafi stutt Haley fjárhagslega yrðu bannaðir frá hreyfingu hans. Fjölmiðlar ytra segja að Haley ætli sér ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Haley er síðasti mótframbjóðandi Trumps í Repúblikanaflokknum en hún hefur í raun aldrei átt mögulega á því að velta Trump úr sessi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Haley muni tilkynna ákvörðun sína í dag en hún virðist tekin í kjölfar slæms gengis hennar á „ofurþriðjudeginum“ svokallaða. Forval fór fram í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í gær en Trump bar sigur úr býtum í flestum þeirra. Eina ríkið sem Haley sigraði í var Vermont en sá sigur kom verulega á óvart. Sjá einnig: Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Haley hafði áður heitið því að hætta ekki í forvalinu fyrr en í fyrsta lagi eftir ofurþriðjudag. Hún hefur varað Repúblikana við því að fylkja sér að baki Trump og segir hann einungis hugsa um hefnd. Hann hafi hag Bandaríkjanna ekki í huga. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Haley hafi verið vinsæl meðal hófsamra og háskólamenntaðra kjósenda Repúblikanaflokksins. Þessir hópar muni líklega spila stóra rullu í forsetakosningunum í nóvember en erfitt sé að segja til um hvort Trump muni ná til þessa fólks og sameina flokk sinn. Hann lýsti því nýverið yfir að allir þeir sem hafi stutt Haley fjárhagslega yrðu bannaðir frá hreyfingu hans. Fjölmiðlar ytra segja að Haley ætli sér ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41
Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56
McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08
Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51