Aukin aðgæsluskylda ökumanna Sævar Þór Jónsson skrifar 6. mars 2024 18:01 Þrátt fyrir mikla aukningu hérlendis á umferð og fjölgun ökutækja þá hefur umtalsverður árangur náðst í baráttunni gegn umferðarslysum á undanförnum árum. Árið 1907 voru lögboðnar umferðarreglur hér á landi að finna í lögum um vegi nr. 57/1907 og voru fyrstu bifreiðalögin í kjölfarið lögfest 7 árum síðar með lögum nr. 21/1914. Síðan þá hefur samfélagið tekið miklum breytingum og hafa farartæki, vegir og samgönguvenjur manna breyst verulega. Það var svo ekki fyrr en árið 1940 sem fyrstu umferðarlögin voru lögfest með lögum nr. 110/1940. Þegar litið er yfir þróun bifreiðalaga frá árinu 1914 og til ársins 2019 eða þegar núgildandi umferðarreglur voru lögfestar má sjá hvernig svokallaðar hátternisreglurnar hafa tekið breytingum samhliða breytingum samfélagsins. Í dæmaskyni má nefna að í 8 gr. umferðarlaga nr. 21/1914 var kveðið á um skyldu ökumanna til þess að gefa hljóðmerki þegar hætt var við árekstri. Segir þar m.a. að óheimilt sé fyrir ökumann að gefa hljóðmerki þegar ekið er framhjá hestum og skuli hestar fælast við hljóðmerki eða verða óróir skuli þegar í stað hætta að gefa hljóðmerkið. Þó að áðurnefnt ákvæði umferðarlaga sé ekki að finna í núgildandi umferðarlögum nr. 77/2019 þá eru líkt og áður lögfestar hátternisreglur sem eiga það sameiginlegt að stuðla að auknu umferðaröryggi. Óþarft er að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að reglur er varðar ökutæki og umferð séu skýrar svo að auðskiljanlegt sé fyrir hinn almenna borgara að átta sig á því hvaða háttsemi sé leyfileg í umferðinni enda stuðlar það að auknu umferðaröryggi. Við ættum öll að geta fallist á að það væri brot á umferðarlögunum ef einstaklingur sest drukkinn undir stýri og verður í kjölfarið valdur af umferðarslysi. Þá kæmi það okkur ekki á óvart ef viðkomandi yrði látin sæta ábyrgð. Hið sama má segja um þann sem verður valdur af umferðarslysi með samskonar ábyrgðarlausri og/eða refsiverðri háttsemi. En hvað með einstaklinga sem eru allsgáðir við akstur, keyra á löglegum hraða, eru með athyglina við aksturinn og haga honum að öllu leyti eftir aðstæðum, lögum og reglum. Verði þeir svo óheppnir að valda umferðarslysi sem í för með sér hefur líkamstjón eða manntjón, mega þeir vænta þess að þeir verði látnir sæta ábyrgð líkt og áðurnefndu ökumennirnir? Hér áður fyrr hefði svarið við þessari spurningu eflaust verið nei en ef nýlegir dómar eru hafðir til hliðsjónar má sjá hvernig búið er að móta gáleysismatið þannig að óverulegt gáleysi í umferðinni getur bakað mönnum refsingu. Að því er varðar manndráp af gáleysi í umferðinni virðist sem íslenskir dómstólar hafi hér áður fyrr verið vægari í að sakfella í slíkum málum en dómstólar í nágrannalöndum okkar. Þá ber dómaframkvæmdin með sér að stórfellt gáleysi hafi þurft til sakfellingar hins ákærða og má hið sama segja um sakfellingu fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi skv. 219. almennra hegningarlaga. Í dag er þó staðan önnur líkt og nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr á þessu ári ber með sér. Fyrir skömmu fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem ákærður var fyrir hegningar- og umferðarlagabrot en viðkomandi hafði lent í umferðarslysi með þeim afleiðingum að ökumaður annarrar bifreiðar slasaðist töluvert. Viðkomandi hafði hvorki verið undir áhrifum áfengis né hugbreytandi efna, hann hafði ekið á löglegum hraða, var ekki í símanum við akstur og var ökutæki hans í fullkomnu lagi. Í raun kom ekkert fram í gögnum málsins né fyrir dómi að aksturslag viðkomandi hafi verið á einhvern hátt ábótavant. Samt sem áður var honum gefið að sök líkamsmeiðing af gáleysi og umferðarlagabrot. Að lokum var viðkomandi sakfelldur fyrir brotið skv. ákæru og er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem hann hefði að getað komið í veg fyrir slysið. Í íslensku réttarfari er að finna mikilvæga meginreglu um sönnunarbyrði í sakamálum en meginreglan kveður á um að sönnunarbyrði fyrir sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þannig verður ákærða ekki gert áfelli nema að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök, sbr. 109. gr. sömu laga. Allan vafa á svo að skýra ákærða í hag sbr. 2. mgr. 70. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Með vísan í ofangreint er engu líkara en að ákæruvaldið virðist ekki lengur þurfa að færa fullnægjandi sönnur fyrir því að hinn ákærði hafi með gáleysi brotið gegn almennum hegningarlögum heldur sé nægjanlegt til sakfellingar að brotið sé sannað, þ.e. að umferðarslys hafi orðið og í kjölfarið líkams- eða manntjón. Hið sama má segja um niðurstöðuna í máli strætisvagnabílstjórans í máli nr. S-3865/2023. Óhjákvæmilega situr eftir spurningin hvar dómstólar séu farnir að draga mörkin þegar um ræðir annars vegar óhappatilvik og hins vegar gáleysisbrot eða heyra óhappatilvik í umferðinni kannski sögunni til? Er það samfélagið sem við viljum búa í? Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Umferðaröryggi Dómstólar Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mikla aukningu hérlendis á umferð og fjölgun ökutækja þá hefur umtalsverður árangur náðst í baráttunni gegn umferðarslysum á undanförnum árum. Árið 1907 voru lögboðnar umferðarreglur hér á landi að finna í lögum um vegi nr. 57/1907 og voru fyrstu bifreiðalögin í kjölfarið lögfest 7 árum síðar með lögum nr. 21/1914. Síðan þá hefur samfélagið tekið miklum breytingum og hafa farartæki, vegir og samgönguvenjur manna breyst verulega. Það var svo ekki fyrr en árið 1940 sem fyrstu umferðarlögin voru lögfest með lögum nr. 110/1940. Þegar litið er yfir þróun bifreiðalaga frá árinu 1914 og til ársins 2019 eða þegar núgildandi umferðarreglur voru lögfestar má sjá hvernig svokallaðar hátternisreglurnar hafa tekið breytingum samhliða breytingum samfélagsins. Í dæmaskyni má nefna að í 8 gr. umferðarlaga nr. 21/1914 var kveðið á um skyldu ökumanna til þess að gefa hljóðmerki þegar hætt var við árekstri. Segir þar m.a. að óheimilt sé fyrir ökumann að gefa hljóðmerki þegar ekið er framhjá hestum og skuli hestar fælast við hljóðmerki eða verða óróir skuli þegar í stað hætta að gefa hljóðmerkið. Þó að áðurnefnt ákvæði umferðarlaga sé ekki að finna í núgildandi umferðarlögum nr. 77/2019 þá eru líkt og áður lögfestar hátternisreglur sem eiga það sameiginlegt að stuðla að auknu umferðaröryggi. Óþarft er að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að reglur er varðar ökutæki og umferð séu skýrar svo að auðskiljanlegt sé fyrir hinn almenna borgara að átta sig á því hvaða háttsemi sé leyfileg í umferðinni enda stuðlar það að auknu umferðaröryggi. Við ættum öll að geta fallist á að það væri brot á umferðarlögunum ef einstaklingur sest drukkinn undir stýri og verður í kjölfarið valdur af umferðarslysi. Þá kæmi það okkur ekki á óvart ef viðkomandi yrði látin sæta ábyrgð. Hið sama má segja um þann sem verður valdur af umferðarslysi með samskonar ábyrgðarlausri og/eða refsiverðri háttsemi. En hvað með einstaklinga sem eru allsgáðir við akstur, keyra á löglegum hraða, eru með athyglina við aksturinn og haga honum að öllu leyti eftir aðstæðum, lögum og reglum. Verði þeir svo óheppnir að valda umferðarslysi sem í för með sér hefur líkamstjón eða manntjón, mega þeir vænta þess að þeir verði látnir sæta ábyrgð líkt og áðurnefndu ökumennirnir? Hér áður fyrr hefði svarið við þessari spurningu eflaust verið nei en ef nýlegir dómar eru hafðir til hliðsjónar má sjá hvernig búið er að móta gáleysismatið þannig að óverulegt gáleysi í umferðinni getur bakað mönnum refsingu. Að því er varðar manndráp af gáleysi í umferðinni virðist sem íslenskir dómstólar hafi hér áður fyrr verið vægari í að sakfella í slíkum málum en dómstólar í nágrannalöndum okkar. Þá ber dómaframkvæmdin með sér að stórfellt gáleysi hafi þurft til sakfellingar hins ákærða og má hið sama segja um sakfellingu fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi skv. 219. almennra hegningarlaga. Í dag er þó staðan önnur líkt og nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll fyrr á þessu ári ber með sér. Fyrir skömmu fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem ákærður var fyrir hegningar- og umferðarlagabrot en viðkomandi hafði lent í umferðarslysi með þeim afleiðingum að ökumaður annarrar bifreiðar slasaðist töluvert. Viðkomandi hafði hvorki verið undir áhrifum áfengis né hugbreytandi efna, hann hafði ekið á löglegum hraða, var ekki í símanum við akstur og var ökutæki hans í fullkomnu lagi. Í raun kom ekkert fram í gögnum málsins né fyrir dómi að aksturslag viðkomandi hafi verið á einhvern hátt ábótavant. Samt sem áður var honum gefið að sök líkamsmeiðing af gáleysi og umferðarlagabrot. Að lokum var viðkomandi sakfelldur fyrir brotið skv. ákæru og er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem hann hefði að getað komið í veg fyrir slysið. Í íslensku réttarfari er að finna mikilvæga meginreglu um sönnunarbyrði í sakamálum en meginreglan kveður á um að sönnunarbyrði fyrir sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þannig verður ákærða ekki gert áfelli nema að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefið að sök, sbr. 109. gr. sömu laga. Allan vafa á svo að skýra ákærða í hag sbr. 2. mgr. 70. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Með vísan í ofangreint er engu líkara en að ákæruvaldið virðist ekki lengur þurfa að færa fullnægjandi sönnur fyrir því að hinn ákærði hafi með gáleysi brotið gegn almennum hegningarlögum heldur sé nægjanlegt til sakfellingar að brotið sé sannað, þ.e. að umferðarslys hafi orðið og í kjölfarið líkams- eða manntjón. Hið sama má segja um niðurstöðuna í máli strætisvagnabílstjórans í máli nr. S-3865/2023. Óhjákvæmilega situr eftir spurningin hvar dómstólar séu farnir að draga mörkin þegar um ræðir annars vegar óhappatilvik og hins vegar gáleysisbrot eða heyra óhappatilvik í umferðinni kannski sögunni til? Er það samfélagið sem við viljum búa í? Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun