Einstakt tækifæri fyrir samfélagið og vonar að skrifað verði undir í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 7. mars 2024 11:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti fulltrúum breiðfylkingarinnar í Stjórnarráðinu í morgun til að fara yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að sveitarfélögin komi í sameiningu að aðgerðapakka til að greiða fyrir undirritun kjarasamninga. Hún bindur vonir við að gengið verði frá síðustu lausu endum samninganna í dag. Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS gengu til fundar með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. „Við vorum að fara yfir aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum. Þessi hópur er fyrstur í þeirri röð að gera samninga. Auðvitað höfum við átt í miklu samtali við aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda þessara kjarasamninga. Þeir fundir hafa allir verið mjög jákvæðir og góðir. Þessi fundur var það líka. Það eru hins vegar einhverjir hnútar sem á eftir að hnýta og það verður unnið að því í dag,“ sagði Katrín að loknum fundinum. „Við erum að reyna að vinna að því ríki og sveitarfélög að þessi yfirlýsing verði sameiginleg. Auðvitað felast mjög miklir hagsmunir, bæði fyrir ríki og sveitarfélög, í því að hið opinbera sé samstillt og við séum með sambærilega kjarasamninga þvert á allan vinnumarkaðinn.“ Hún segir að það yrði í raun einstakt tækifæri fyrir samfélagið náist langtímakjarasamningar sem stuðla að verðstöðugleika og lækkun vaxta ef á sama tíma er ráðist í félagslegar aðgerðir til að efla velferð allra landsmanna. „Þetta er ótrúlega mikilvægur tímapunktur sem við erum á og ég vil segja það að mér finnst aðilar vinnumarkaðarins hafa nálgast þetta verkefni með mjög jákvæðum og lausnamiðuðum hætt og vona alveg innilega að það náist saman síðar í dag eins og mögulegt er.“ Vilhjálmur Birgisson sagði að loknum fundi með forsætisráðherra að aðgerðapakki stjórnvalda liti vel út og muni styðja vel við kjarasamningana. Undir þetta tóku félagar hans og bætti Sólveig Anna því við að hún hefði fulla trú á að sveitarfélögin komi að borðinu í dag. „Þegar það gerist erum við tilbúin til að setjast að borðinu og ganga frá tímamótasamningi. Ég tel að það verði skrifað undir í dag. Ég trúi ekki öðru,“ sagði Sólveig. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS gengu til fundar með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. „Við vorum að fara yfir aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum. Þessi hópur er fyrstur í þeirri röð að gera samninga. Auðvitað höfum við átt í miklu samtali við aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda þessara kjarasamninga. Þeir fundir hafa allir verið mjög jákvæðir og góðir. Þessi fundur var það líka. Það eru hins vegar einhverjir hnútar sem á eftir að hnýta og það verður unnið að því í dag,“ sagði Katrín að loknum fundinum. „Við erum að reyna að vinna að því ríki og sveitarfélög að þessi yfirlýsing verði sameiginleg. Auðvitað felast mjög miklir hagsmunir, bæði fyrir ríki og sveitarfélög, í því að hið opinbera sé samstillt og við séum með sambærilega kjarasamninga þvert á allan vinnumarkaðinn.“ Hún segir að það yrði í raun einstakt tækifæri fyrir samfélagið náist langtímakjarasamningar sem stuðla að verðstöðugleika og lækkun vaxta ef á sama tíma er ráðist í félagslegar aðgerðir til að efla velferð allra landsmanna. „Þetta er ótrúlega mikilvægur tímapunktur sem við erum á og ég vil segja það að mér finnst aðilar vinnumarkaðarins hafa nálgast þetta verkefni með mjög jákvæðum og lausnamiðuðum hætt og vona alveg innilega að það náist saman síðar í dag eins og mögulegt er.“ Vilhjálmur Birgisson sagði að loknum fundi með forsætisráðherra að aðgerðapakki stjórnvalda liti vel út og muni styðja vel við kjarasamningana. Undir þetta tóku félagar hans og bætti Sólveig Anna því við að hún hefði fulla trú á að sveitarfélögin komi að borðinu í dag. „Þegar það gerist erum við tilbúin til að setjast að borðinu og ganga frá tímamótasamningi. Ég tel að það verði skrifað undir í dag. Ég trúi ekki öðru,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37
Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53
Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28