Týndi hlekkurinn í jafnréttisbaráttunni Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:45 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, föstudaginn 8. mars og verður honum fagnað með ýmsum hætti um allan heim. Haldið er upp á þá áfanga sem náðst hafa í réttindum kvenna á síðustu árum og áratugum, en dagurinn er einnig nýttur til þess að vekja athygli á stöðu jafnréttis í heiminum. Og hver er staða jafnréttis? Heimurinn hefur orðið vitni að gríðarlegu bakslagi í jafnréttismálum undanfarin ár, náttúruhamförum fer fjölgandi og vopnuð átök hafa færst í aukana - sem hafa haft þær afleiðingar að sárafátækt eykst og fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri. 300 ár eru í að jafnrétti náist, haldi þróunin áfram á sama hraða og hingað til Með þessu áframhaldi munu 342 milljónum fleiri konur og stúlkur búa við sárafátækt árið 2030 en í dag Konur njóta aðeins um 64% þeirra lagalegu réttinda sem karlmenn búa við 1 af hverjum 3 konum verða fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærri á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. 45.000 konur eru myrtar árlega af maka eða nákomnum ættingja Að meðaltali fá konur 20% lægri laun en karlmenn fyrir sömu vinnu. Í sumum ríkjum er þetta hlutfall mun hærra Staða jafnréttis í heiminum er ekki góð og fer versnandi. Hvað er hægt að gera til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur og hraða framförum í átt að jafnrétti? Undanfarin tvö ár hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt aukna áherslu á mikilvægi þess að aðildarríki, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar fjárfesti markvisst í konum undir slagorðinu: „Invest in women: Accelerate progress”. Fjárfesting í jafnrétti er efnahagslega mikilvæg öllum ríkjum, enda sýna útreikningar að verg landsframleiðsla á heimsvísu myndi aukast um 20% miðað við höfðatölu, ef kynjabilinu yrði eytt, en slík fjárfesting er ekki síður mikilvæg út frá mannréttinda sjónarmiði. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum. Það jafngildir um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð, sérstaklega miðað við ávinninginn við að ná jafnrétti sem jafngildir aukningu um 21 trilljón Bandaríkjadala af vergri þjóðarframleiðslu á ári á heimsvísu. UN Women á Íslandi heldur því áfram að hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld um að sameinast og fjárfesta í baráttunni fyrir jafnrétti. Við getum ekki beðið í 300 ár í viðbót! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, föstudaginn 8. mars og verður honum fagnað með ýmsum hætti um allan heim. Haldið er upp á þá áfanga sem náðst hafa í réttindum kvenna á síðustu árum og áratugum, en dagurinn er einnig nýttur til þess að vekja athygli á stöðu jafnréttis í heiminum. Og hver er staða jafnréttis? Heimurinn hefur orðið vitni að gríðarlegu bakslagi í jafnréttismálum undanfarin ár, náttúruhamförum fer fjölgandi og vopnuð átök hafa færst í aukana - sem hafa haft þær afleiðingar að sárafátækt eykst og fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri. 300 ár eru í að jafnrétti náist, haldi þróunin áfram á sama hraða og hingað til Með þessu áframhaldi munu 342 milljónum fleiri konur og stúlkur búa við sárafátækt árið 2030 en í dag Konur njóta aðeins um 64% þeirra lagalegu réttinda sem karlmenn búa við 1 af hverjum 3 konum verða fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærri á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. 45.000 konur eru myrtar árlega af maka eða nákomnum ættingja Að meðaltali fá konur 20% lægri laun en karlmenn fyrir sömu vinnu. Í sumum ríkjum er þetta hlutfall mun hærra Staða jafnréttis í heiminum er ekki góð og fer versnandi. Hvað er hægt að gera til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur og hraða framförum í átt að jafnrétti? Undanfarin tvö ár hafa Sameinuðu þjóðirnar lagt aukna áherslu á mikilvægi þess að aðildarríki, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar fjárfesti markvisst í konum undir slagorðinu: „Invest in women: Accelerate progress”. Fjárfesting í jafnrétti er efnahagslega mikilvæg öllum ríkjum, enda sýna útreikningar að verg landsframleiðsla á heimsvísu myndi aukast um 20% miðað við höfðatölu, ef kynjabilinu yrði eytt, en slík fjárfesting er ekki síður mikilvæg út frá mannréttinda sjónarmiði. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum. Það jafngildir um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð, sérstaklega miðað við ávinninginn við að ná jafnrétti sem jafngildir aukningu um 21 trilljón Bandaríkjadala af vergri þjóðarframleiðslu á ári á heimsvísu. UN Women á Íslandi heldur því áfram að hvetja einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld um að sameinast og fjárfesta í baráttunni fyrir jafnrétti. Við getum ekki beðið í 300 ár í viðbót! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun