Jöfnun launa milli markaða forsenda kjarasamnings Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2024 13:03 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ræða málin í Karphúsinu. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að samtökin muni horfa að miklu leyti til nýrra kjarasamninga sem undirritaðir voru í gær við kjaraviðræður samtakanna. Jöfnun launa milli markaða sé þó forsenda kjarasamnings. Undirritun kjarasamninga milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga í gær markar mikil tíðindi á vinnumarkaði. Stór félög eiga þó eftir að ganga fá kjarasamingum, félög á borð við VR, en félagið sleit sig eftirminnilega frá Breiðfylkingunni fyrir nokkru. Fagfélögin eru í miðjum viðræðum hjá ríkissáttasemjara og samtökin BSRB hafa þegar hafið viðræður. „Það voru auðvitað gerðir skammtímasamningar síðast þar sem sett voru í verkáætlun ýmis atriði sem ræða átti á tímabilinu og við erum svo sem búin að vera að þoka þeim málum áfram, eins og mál varðandi vaktavinnu og veikindakafla og annað. Síðan erum við að setja okkur í stellingar og erum aðeins búin að eiga samtöl þannig það má segja að viðræðurnar séru nú þegar hafnar, fyrir þónokkru síðan,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kröfur svipaðar Framkvæmdastjóri SA sagði við undirritun nýs kjarasamnings í gær að samningurinn væri stefnumarkandi fyrir aðra samninga. Sonja segist hafa tekið undir markmið Breiðfylkingarinnar varðandi vexti og verðbólgu. „Kröfurnar hjá aðildarfélögum BSRB hafa verið af sama toga og hjá þeim.“ En er eitthvað sem þið þurfið að fá fram sem er ekki í þessum samningum? „Það sem auðvitað brennur helst hjá okkar fólki er að við fórum í stórar breytingar á vinnutíma árið 2020 og það eru sérstaklega vaktavinnuhóparnir okkar sem krefjast breytinga og við höfum verið í þeirri vinnu með ríki og sveitarfélögum. Sömuleiðis höfum við verið í vinnu í ansi mörg ár varðandi jöfnun launa milli markaða sem er þó ekki á kjarasamningsborðinu en það að tekin verði skýr næstu skref í því verkefni er forsenda þess að við getum skrifað undir kjarasamninga.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Undirritun kjarasamninga milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga í gær markar mikil tíðindi á vinnumarkaði. Stór félög eiga þó eftir að ganga fá kjarasamingum, félög á borð við VR, en félagið sleit sig eftirminnilega frá Breiðfylkingunni fyrir nokkru. Fagfélögin eru í miðjum viðræðum hjá ríkissáttasemjara og samtökin BSRB hafa þegar hafið viðræður. „Það voru auðvitað gerðir skammtímasamningar síðast þar sem sett voru í verkáætlun ýmis atriði sem ræða átti á tímabilinu og við erum svo sem búin að vera að þoka þeim málum áfram, eins og mál varðandi vaktavinnu og veikindakafla og annað. Síðan erum við að setja okkur í stellingar og erum aðeins búin að eiga samtöl þannig það má segja að viðræðurnar séru nú þegar hafnar, fyrir þónokkru síðan,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kröfur svipaðar Framkvæmdastjóri SA sagði við undirritun nýs kjarasamnings í gær að samningurinn væri stefnumarkandi fyrir aðra samninga. Sonja segist hafa tekið undir markmið Breiðfylkingarinnar varðandi vexti og verðbólgu. „Kröfurnar hjá aðildarfélögum BSRB hafa verið af sama toga og hjá þeim.“ En er eitthvað sem þið þurfið að fá fram sem er ekki í þessum samningum? „Það sem auðvitað brennur helst hjá okkar fólki er að við fórum í stórar breytingar á vinnutíma árið 2020 og það eru sérstaklega vaktavinnuhóparnir okkar sem krefjast breytinga og við höfum verið í þeirri vinnu með ríki og sveitarfélögum. Sömuleiðis höfum við verið í vinnu í ansi mörg ár varðandi jöfnun launa milli markaða sem er þó ekki á kjarasamningsborðinu en það að tekin verði skýr næstu skref í því verkefni er forsenda þess að við getum skrifað undir kjarasamninga.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50