Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2024 07:54 Lögregla hefur sagt tugi hafa stöðu brotaþola í mansalsanga málsins. Starfsfólk Vy-þrifa hljóp á brott við matvælalager í Sóltúni í september þegar Heilbrigðiseftirlitið mætti í óvænta heimsókn. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málefni athafnamannsins Davíðs Viðarssonar síðustu daga eftir að lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir um land allt vegna starfsemi hans. Meðal þess sem Davíð og sjö aðrir eru grunaðir um er mansal. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólk í erfiðri stöðu Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sem gefur út dvalarleyfin, segir leyfin háð vinnuveitendanum sem getur sett fólk í erfiða stöðu. „Leyfið er bundið við atvinnurekandann sem þú færð það útgefið frá og í þeirri grein sem þú færð það. Ef þú færð leyfi til að vinna í heilbrigðiskerfinu þá er það bundið við heilbrigðiskerfið. Það er eftirlit. Við til dæmis fylgjumst með í staðgreiðsluskránni hjá Skattinum. Er viðkomandi að fá laun annars staðar en leyfið er bundið við?“ segir Gísli Davíð Karlsson sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun. Gísli Davíð Karlsson, sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Sigurjón Frá byrjun árs 2022 hafa flestir þeirra sem koma hingað til lands með sérfræðingsleyfi komið einmitt frá Víetnam, 173 talsins. Næst á eftir koma Indverjar og Bandaríkjamenn. Flestir koma til að starfa í matvælaiðnaði eða 138 talsins en einnig eru margir sem starfa í líftæknigreinum og við háskóla- og rannsóknarstofnanir. Víetnamar bera af í fjölda þeirra sem koma hingað til lands vegna sérfræðiþekkingar.Vísir/Hjalti Flestir þeirra sem koma hingað til lands með dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar eru matreiðslumenn.Vísir/Hjalti Stundum ásetningur Mögulega koma þessir einstaklingar hingað til lands með það í huga að vinna sem matreiðslumenn á einum af veitingastöðum Davíðs. Þegar hingað er komið fara þeir ekkert endilega að vinna sem kokkar heldur í önnur störf fyrirtækja sem Davíð rekur, svo sem við ræstingar eins og tilfellið er með Vy-þrif eða annað slíkt. Erfitt er að sannreyna hvort þeir vinna sem kokkar því launaseðillinn kemur frá veitingastaðnum en ekki ræstingarfyrirtækinu. „Það kemur fyrir reglulega að fólk vinnur annarsstaðar. Stundum er það fáfræði en stundum er ásetningur þar á bakvið. Þá förum við í þau mál,“ segir Gísli. Grafalvarlegt mál segir ráðherra Vinnumarkaðsráðherra vinnur að frumvarpi sem tekur á brotum á vinnumarkaði. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og virkilega slæmt að þetta skuli hafa fengið að grasserast með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sérfræðileyfin séu mikilvæg til að fá mannauð utan EES svæðisins til að koma og starfa hér. „Það ber að sjálfsögðu ekki að misnota það. Sé það raunin í þessu tilfelli þá þarf að skoða það með ítarlegum hætti. Er eitthvað sem við getum fært til betri vegar.“ Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málefni athafnamannsins Davíðs Viðarssonar síðustu daga eftir að lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir um land allt vegna starfsemi hans. Meðal þess sem Davíð og sjö aðrir eru grunaðir um er mansal. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólk í erfiðri stöðu Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sem gefur út dvalarleyfin, segir leyfin háð vinnuveitendanum sem getur sett fólk í erfiða stöðu. „Leyfið er bundið við atvinnurekandann sem þú færð það útgefið frá og í þeirri grein sem þú færð það. Ef þú færð leyfi til að vinna í heilbrigðiskerfinu þá er það bundið við heilbrigðiskerfið. Það er eftirlit. Við til dæmis fylgjumst með í staðgreiðsluskránni hjá Skattinum. Er viðkomandi að fá laun annars staðar en leyfið er bundið við?“ segir Gísli Davíð Karlsson sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun. Gísli Davíð Karlsson, sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Sigurjón Frá byrjun árs 2022 hafa flestir þeirra sem koma hingað til lands með sérfræðingsleyfi komið einmitt frá Víetnam, 173 talsins. Næst á eftir koma Indverjar og Bandaríkjamenn. Flestir koma til að starfa í matvælaiðnaði eða 138 talsins en einnig eru margir sem starfa í líftæknigreinum og við háskóla- og rannsóknarstofnanir. Víetnamar bera af í fjölda þeirra sem koma hingað til lands vegna sérfræðiþekkingar.Vísir/Hjalti Flestir þeirra sem koma hingað til lands með dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar eru matreiðslumenn.Vísir/Hjalti Stundum ásetningur Mögulega koma þessir einstaklingar hingað til lands með það í huga að vinna sem matreiðslumenn á einum af veitingastöðum Davíðs. Þegar hingað er komið fara þeir ekkert endilega að vinna sem kokkar heldur í önnur störf fyrirtækja sem Davíð rekur, svo sem við ræstingar eins og tilfellið er með Vy-þrif eða annað slíkt. Erfitt er að sannreyna hvort þeir vinna sem kokkar því launaseðillinn kemur frá veitingastaðnum en ekki ræstingarfyrirtækinu. „Það kemur fyrir reglulega að fólk vinnur annarsstaðar. Stundum er það fáfræði en stundum er ásetningur þar á bakvið. Þá förum við í þau mál,“ segir Gísli. Grafalvarlegt mál segir ráðherra Vinnumarkaðsráðherra vinnur að frumvarpi sem tekur á brotum á vinnumarkaði. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og virkilega slæmt að þetta skuli hafa fengið að grasserast með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sérfræðileyfin séu mikilvæg til að fá mannauð utan EES svæðisins til að koma og starfa hér. „Það ber að sjálfsögðu ekki að misnota það. Sé það raunin í þessu tilfelli þá þarf að skoða það með ítarlegum hætti. Er eitthvað sem við getum fært til betri vegar.“
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira