Innlit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2024 08:01 Húsið hefur vakið athygli vegfarenda, enda staðið í marga mánuði ofan á Hótel Sögu. Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var. Hið einkennilega mannvirki hefur vakið furðu margra sem átt hafa leið um Haga og Mela í Vesturbæ Reykjavíkur síðustu mánuði. Séð frá jörðu niðri er byggingin töluvert frábrugðin Grillinu sem áður trónaði á toppi hótelsins; hún er umfangsmeiri og að því er virðist með hefðbundnu, hallandi þaki. Og vegfarendur hafa velt því fyrir sér hvort húsið sé komið til að vera. Þeir áhyggjufyllstu hafa meira að segja sent fyrirspurnir þess efnis til Háskóla Íslands, sem stendur að framkvæmdunum á Sögu. En þeir þurfa ekki að örvænta. Mannvirkið er aðeins til bráðabirgða, eins og við komumst að í fréttum Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Og inni í húsinu er staðið í stórræðum. „Hér er verið að endurreisa Grillið, byggja það í raun og veru upp á nýtt því það komu í ljós of miklar skemmdir á því sem húsi sem hér var. Þannig að það er í rauninni búið að byggja litið hús utan um þessar framkvæmdir. Og þetta mun vera í eitt af fyrstu skiptum sem þetta er gert hér á landi,“ útskýrir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Grillið er auðvitað sögufrægt, ekki síst fyrir þær sakir að vera sögusvið einnar eftirminnilegustu senu íslenskrar kvikmyndasögu, sem einmitt er rifjuð upp í innslaginu hér fyrir ofan. Og nú, tuttugu og fjórum árum eftir að þeir Palli, Óli og Viktor snæddu eins og fínir menn á Grillinu í Englum alheimsins, undirbýr háskólinn innreið sína. 250 milljóna verk Ríkið keypti stærstan hluta Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands árið 2021. Þá var lagt upp með að kostnaður við hlut háskólans yrði 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt svari háskólans við fyrirspurn fréttastofu verður heildarkostnaður þegar yfir lýkur þó líklegast um átta milljarðar króna, þegar tekið er mið af verðlagsþróun. Framkvæmdum var auk þess bætt við sem ekki voru í upphaflegri áætlun. Eins og áður segir reyndist Grillið í skelfilegu ásigkomulagi. Fyrir lá að kostað hefði 100 milljónir króna að einungis rífa það og fjarlægja. Ákveðið var að ráðast í enduruppbyggingu, sem áætlað er að muni kosta 250 milljónir króna. Rýmið er hugsað sem vettvangur fyrir viðburði á vegum skólans en verði einnig opið fyrir almenningi að þó nokkru leyti. „Og hér verður veitingaþjónusta í einhverju formi, ekki alveg búið að neglfesta það nákvæmlega. En [við sjáum fyrir okkur] að hér verði líf í húsinu og að hérna geti fólk komið,“ segir Kolbrún. Þá er hugmyndin að bæði ytra og innra byrði Grillsins verði í sem upprunalegastri mynd; ef til vill í anda þessarar teikningar hönnuðarins Lothars Grund sem á heiðurinn af upprunalegu útliti Sögu. Lothar Grund sá Grillið fyrir sér svona. Glæsilegt, lítið Háskólatorg Framkvæmdir á neðri hæðum Hótel Sögu standa einnig sem hæst. Þar er verið að útbúa fjölbreytta kennsluaðstöðu fyrir menntavísindasvið HÍ, sem telur um þrjú þúsund nemendur og tvö hundruð starfsmenn. „Menntavísindasvið byrjar að flytja inn um mitt þetta ár og vonandi raungerast flutningar að fullu í lok ársins. Við erum að færa starfsemina úr Stakkahlíð í þetta glæsilega hús. Og það sem er búið að vera að gera er bara umbreyting. Við flytjum allar kennaramenntunardeildir hingað og þá fjölþættu starfsemi sem við stöndum fyrir,“ segir Kolbrún sviðsforseti spennt. „Svo verður neðsta hæðin glæsilegt, lítið Háskólatorg í raun og veru. Þarna verður veitingaaðstaða, kaffihús og við viljum hafa líf í húsinu. Þetta verður áfram hús Reykvíkinga og í raun íslensks samfélags.“ Háskólar Byggingariðnaður Skóla - og menntamál Reykjavík Húsavernd Hótel á Íslandi Salan á Hótel Sögu Veitingastaðir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Hið einkennilega mannvirki hefur vakið furðu margra sem átt hafa leið um Haga og Mela í Vesturbæ Reykjavíkur síðustu mánuði. Séð frá jörðu niðri er byggingin töluvert frábrugðin Grillinu sem áður trónaði á toppi hótelsins; hún er umfangsmeiri og að því er virðist með hefðbundnu, hallandi þaki. Og vegfarendur hafa velt því fyrir sér hvort húsið sé komið til að vera. Þeir áhyggjufyllstu hafa meira að segja sent fyrirspurnir þess efnis til Háskóla Íslands, sem stendur að framkvæmdunum á Sögu. En þeir þurfa ekki að örvænta. Mannvirkið er aðeins til bráðabirgða, eins og við komumst að í fréttum Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Og inni í húsinu er staðið í stórræðum. „Hér er verið að endurreisa Grillið, byggja það í raun og veru upp á nýtt því það komu í ljós of miklar skemmdir á því sem húsi sem hér var. Þannig að það er í rauninni búið að byggja litið hús utan um þessar framkvæmdir. Og þetta mun vera í eitt af fyrstu skiptum sem þetta er gert hér á landi,“ útskýrir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Grillið er auðvitað sögufrægt, ekki síst fyrir þær sakir að vera sögusvið einnar eftirminnilegustu senu íslenskrar kvikmyndasögu, sem einmitt er rifjuð upp í innslaginu hér fyrir ofan. Og nú, tuttugu og fjórum árum eftir að þeir Palli, Óli og Viktor snæddu eins og fínir menn á Grillinu í Englum alheimsins, undirbýr háskólinn innreið sína. 250 milljóna verk Ríkið keypti stærstan hluta Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands árið 2021. Þá var lagt upp með að kostnaður við hlut háskólans yrði 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt svari háskólans við fyrirspurn fréttastofu verður heildarkostnaður þegar yfir lýkur þó líklegast um átta milljarðar króna, þegar tekið er mið af verðlagsþróun. Framkvæmdum var auk þess bætt við sem ekki voru í upphaflegri áætlun. Eins og áður segir reyndist Grillið í skelfilegu ásigkomulagi. Fyrir lá að kostað hefði 100 milljónir króna að einungis rífa það og fjarlægja. Ákveðið var að ráðast í enduruppbyggingu, sem áætlað er að muni kosta 250 milljónir króna. Rýmið er hugsað sem vettvangur fyrir viðburði á vegum skólans en verði einnig opið fyrir almenningi að þó nokkru leyti. „Og hér verður veitingaþjónusta í einhverju formi, ekki alveg búið að neglfesta það nákvæmlega. En [við sjáum fyrir okkur] að hér verði líf í húsinu og að hérna geti fólk komið,“ segir Kolbrún. Þá er hugmyndin að bæði ytra og innra byrði Grillsins verði í sem upprunalegastri mynd; ef til vill í anda þessarar teikningar hönnuðarins Lothars Grund sem á heiðurinn af upprunalegu útliti Sögu. Lothar Grund sá Grillið fyrir sér svona. Glæsilegt, lítið Háskólatorg Framkvæmdir á neðri hæðum Hótel Sögu standa einnig sem hæst. Þar er verið að útbúa fjölbreytta kennsluaðstöðu fyrir menntavísindasvið HÍ, sem telur um þrjú þúsund nemendur og tvö hundruð starfsmenn. „Menntavísindasvið byrjar að flytja inn um mitt þetta ár og vonandi raungerast flutningar að fullu í lok ársins. Við erum að færa starfsemina úr Stakkahlíð í þetta glæsilega hús. Og það sem er búið að vera að gera er bara umbreyting. Við flytjum allar kennaramenntunardeildir hingað og þá fjölþættu starfsemi sem við stöndum fyrir,“ segir Kolbrún sviðsforseti spennt. „Svo verður neðsta hæðin glæsilegt, lítið Háskólatorg í raun og veru. Þarna verður veitingaaðstaða, kaffihús og við viljum hafa líf í húsinu. Þetta verður áfram hús Reykvíkinga og í raun íslensks samfélags.“
Háskólar Byggingariðnaður Skóla - og menntamál Reykjavík Húsavernd Hótel á Íslandi Salan á Hótel Sögu Veitingastaðir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira