Milljarðaplástur Natan Kolbeinsson skrifar 12. mars 2024 09:00 Það tókst! Aðilar vinnumarkaðarins og breiðfylkingin (fyrir utan VR) komust að samkomulagi og undirrituðu kjarasamninga. Til að það tækist þurfti samt aðkomu frá ríkisstjórninni upp á 80 milljarða króna - og hún svaraði kallinu. Yfirlýst markmið er að ná fram langtímasamningum á vinnumarkaði, minnka verðbólgu og koma á stöðugleika. Ég mun seint skilja hvernig 80 milljarða innspýting í hagkerfið, sem ríkið þarf að öllum líkindum að fjármagna með lántöku, eigi að verða til þess að minnka verðbólgu. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína, öðru fremur, er það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að kalla tilraunaverkefni til fjögurra ára um ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum. Í stuttu máli lofar ríkið að greiða 75% af kostnaði við skólamáltíðir, á móti 25% framlagi sveitarfélaga, í fjögur ár. Hvað gerist að þeim tíma loknum? Ég held að við getum öll getið okkur til um að ríkið muni draga sig út úr tilraunaverkefninu og skilji það eftir óskipt í höndum sveitarfélaganna. Sveitarfélögin, sem eru orðin ansi vön því að fá verkefni frá ríkinu í fangið án þess að þeim fylgi króna. Sömu fjármununum væri betur varið beint til sveitarfélaga, sem gætu þá sjálf ráðið hvernig væri rétt að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir íbúa sína. Nú þegar eru kerfi til staðar sem tryggir mörgum börnum skólamáltíð. Oft á tíðum er um að ræða einu góðu máltíðina sem þau fá yfir daginn. Þau kerfi skipta máli og að sjálfsögðu viljum við tryggja að þessi kerfi grípi alla þá sem þurfa á því að halda. Þess vegna skiptir líka máli að vegferð eins og þessi sé skoðuð í þaula, til að mynda út frá gæðum og kostnað. Eða út frá tekjum fjölskyldna til að tryggja sem besta nýtingu opinberra fjármuna. Við hljótum öll að spyrja okkur af hverju enginn var að ræða um ókeypis skólamáltíðir fyrir tveimur vikum síðan en núna sé það allsráðandi samtal ríkisstjórnar sem stendur á brauðfótum við óánægða sveitarstjórnarmenn úr þeirra eigin röðum og stéttarfélög með veikt umboð. Gæti verið að þetta sé bara enn einn milljarða króna plásturinn á samstarf ríkisstjórnar, sem hefði kannski gott að því að viðurkenna frekar ósigur og boða til kosninga? Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Viðreisn Grunnskólar Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það tókst! Aðilar vinnumarkaðarins og breiðfylkingin (fyrir utan VR) komust að samkomulagi og undirrituðu kjarasamninga. Til að það tækist þurfti samt aðkomu frá ríkisstjórninni upp á 80 milljarða króna - og hún svaraði kallinu. Yfirlýst markmið er að ná fram langtímasamningum á vinnumarkaði, minnka verðbólgu og koma á stöðugleika. Ég mun seint skilja hvernig 80 milljarða innspýting í hagkerfið, sem ríkið þarf að öllum líkindum að fjármagna með lántöku, eigi að verða til þess að minnka verðbólgu. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína, öðru fremur, er það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að kalla tilraunaverkefni til fjögurra ára um ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum. Í stuttu máli lofar ríkið að greiða 75% af kostnaði við skólamáltíðir, á móti 25% framlagi sveitarfélaga, í fjögur ár. Hvað gerist að þeim tíma loknum? Ég held að við getum öll getið okkur til um að ríkið muni draga sig út úr tilraunaverkefninu og skilji það eftir óskipt í höndum sveitarfélaganna. Sveitarfélögin, sem eru orðin ansi vön því að fá verkefni frá ríkinu í fangið án þess að þeim fylgi króna. Sömu fjármununum væri betur varið beint til sveitarfélaga, sem gætu þá sjálf ráðið hvernig væri rétt að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir íbúa sína. Nú þegar eru kerfi til staðar sem tryggir mörgum börnum skólamáltíð. Oft á tíðum er um að ræða einu góðu máltíðina sem þau fá yfir daginn. Þau kerfi skipta máli og að sjálfsögðu viljum við tryggja að þessi kerfi grípi alla þá sem þurfa á því að halda. Þess vegna skiptir líka máli að vegferð eins og þessi sé skoðuð í þaula, til að mynda út frá gæðum og kostnað. Eða út frá tekjum fjölskyldna til að tryggja sem besta nýtingu opinberra fjármuna. Við hljótum öll að spyrja okkur af hverju enginn var að ræða um ókeypis skólamáltíðir fyrir tveimur vikum síðan en núna sé það allsráðandi samtal ríkisstjórnar sem stendur á brauðfótum við óánægða sveitarstjórnarmenn úr þeirra eigin röðum og stéttarfélög með veikt umboð. Gæti verið að þetta sé bara enn einn milljarða króna plásturinn á samstarf ríkisstjórnar, sem hefði kannski gott að því að viðurkenna frekar ósigur og boða til kosninga? Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar