Littler svarar fyrir sig: „Hver leikur við mig er bikarúrslitaleikur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2024 09:31 Luke Littler segir að allir vilji vinna hann. getty/Charlie Crowhurst Luke Littler hefur svarað Ricardo Pietreczko sem gagnrýndi strákinn eftir leik á Opna belgíska mótinu í pílukasti og sagði hann hrokafullan. Littler sigraði Pietreczko, 7-3, í undanúrslitum Opna belgíska. Pietreczko, eða Pikachu eins og hann er jafnan kallaður, var ósáttur eftir viðureignina og lét Littler heyra það uppi á sviðinu. Hann var ekki hættur og í færslu á Instagram sagði hann að Littler væri hrokafullur. „Ég met hann mikils, að geta spilað svona leik á þessum aldri, en ég vona að hrokinn komi í bakið á honum,“ skrifaði Pietreczko. Í færslu á Twitter sagðist Littler ekki vita hvað Pietreczko væri að meina og hann útskýrði mál sitt enn frekar í viðtali í gær. „Ég veit ekki hvað ég gerði vitlaust í þessum leik. Margir sögðu að það hefði verið þegar ég gat tekið 147 út og reyndi við þrefaldan nítján. Ég reyndi svo við toppinn og miðjuna því ég elska toppinn. Ef ég hefði hitt toppinn hefði ég getað klárað þetta með skoti í miðjuna en ég hitti ekki. Hann lét það fara í taugarnar á sér í gegnum leiknum,“ sagði Littler. Að hans mati hefur frammistaða hans að undanförnu og nýtilkomin frægð gert hann að andstæðingi sem allir vilja vinna. „Allt frá því ég skaust fram á sjónarsviðið veit ég að allir vilja sigra mig. Jafnvel fjölskyldan og umboðsmaðurinn hafa sagt að ég verði alltaf að eiga toppleik því fyrir andstæðingum mínum er hver leikur við mig bikarúrslitaleikur,“ sagði Littler. Hann hrósaði sigri á Opna belgíska, hans fyrsta móti á Evrópumótaröðinni. Hann náði meðal annars níu pílna leik í úrslitunum gegn Rob Cross. Pílukast Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
Littler sigraði Pietreczko, 7-3, í undanúrslitum Opna belgíska. Pietreczko, eða Pikachu eins og hann er jafnan kallaður, var ósáttur eftir viðureignina og lét Littler heyra það uppi á sviðinu. Hann var ekki hættur og í færslu á Instagram sagði hann að Littler væri hrokafullur. „Ég met hann mikils, að geta spilað svona leik á þessum aldri, en ég vona að hrokinn komi í bakið á honum,“ skrifaði Pietreczko. Í færslu á Twitter sagðist Littler ekki vita hvað Pietreczko væri að meina og hann útskýrði mál sitt enn frekar í viðtali í gær. „Ég veit ekki hvað ég gerði vitlaust í þessum leik. Margir sögðu að það hefði verið þegar ég gat tekið 147 út og reyndi við þrefaldan nítján. Ég reyndi svo við toppinn og miðjuna því ég elska toppinn. Ef ég hefði hitt toppinn hefði ég getað klárað þetta með skoti í miðjuna en ég hitti ekki. Hann lét það fara í taugarnar á sér í gegnum leiknum,“ sagði Littler. Að hans mati hefur frammistaða hans að undanförnu og nýtilkomin frægð gert hann að andstæðingi sem allir vilja vinna. „Allt frá því ég skaust fram á sjónarsviðið veit ég að allir vilja sigra mig. Jafnvel fjölskyldan og umboðsmaðurinn hafa sagt að ég verði alltaf að eiga toppleik því fyrir andstæðingum mínum er hver leikur við mig bikarúrslitaleikur,“ sagði Littler. Hann hrósaði sigri á Opna belgíska, hans fyrsta móti á Evrópumótaröðinni. Hann náði meðal annars níu pílna leik í úrslitunum gegn Rob Cross.
Pílukast Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn