Fyrsti varaforsetinn til að heimsækja þungunarrofsþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2024 09:20 Harris heimsótti heilsugæslu Planned Parenthood í gær þar sem konur geta fengið þungunarrof. AP/Adam Bettcher Kamala Harris varð í gær fyrsti varaforsetinn í sögu Bandaríkjanna til að heimsækja heilsugæslu þar sem boðið er upp á þungunarrof. Enginn forseti hefur heimsótt miðstöð þar sem boðið er upp á úrræðið. Harris heimsótti heilsgugæslu Planned Parenthood í St. Paul í Minnesota og notaði tækifærið til að gagnrýna harðlega „öfgamenn“ sem freistuðu þess að koma á lögum sem ógnuðu heilsu þungaðra kvenna og stuðluðu að lokun heilgugæslustöðva þar sem konur gætu sótt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu. „Þessar árásir gegn rétti einstaklingsins til að taka ákvarðanir um eigin líkama eru hneykslanlegar og í mörgum tilvikum hreinlega siðlausar,“ sagði Harris. „Hvernig dirfast þessir kjörnu fulltrúar að halda því fram að þeir séu betur til þess fallnir að segja konum hvað þær þurfa, að segja konum hvað er þeim fyrir bestu? Við verðum að vera þjóð sem treystir konum.“ Vice President Kamala Harris visited a Planned Parenthood clinic on Thursday, marking what her office said was the first time a president or vice president has toured a facility that performs abortions. https://t.co/6jZTDrGydG— PBS NewsHour (@NewsHour) March 15, 2024 Þungunarrof verður eitt heitasta kosningamálið í forsetakosningunum í nóvember. Joe Biden, sem hefur trúar sinnar vegna oft stigið varlega til jarðar í umræðunni um þungunarrof og meðal annars forðast að nota orðið „abortion“, hefur tekið einarða afstöðu með konum og heitið því að tryggja rétt þeirra til þjónustunnar. New York Times hefur eftir Celindu Lake, sem framkvæmdir skoðanakannanir fyrir Demókrataflokkinn og hefur verið að spyrja þjóðina út í þungunarrof í fjóra áratugi, segir málefnið aldrei hafa verið kjósendum jafn hugleikið. Nýleg skoðanakönnun KFF, sem er óhagnaðardrifin hugveita sem einblínir á stefnumótun í heilbrigðismálum, sýndi að 86 prósent kvenna á barnseignaaldri töldu að ákvarðanir um þungunarrof ættu að vera á forræði kvenna, í samráði við lækna. Þá er meirihluti fylgjandi lögum til að tryggja konum réttinn til þungunarrofs, réttinum til að ferðast á milli ríkja til að gangast undir þungunarrof og aðgengi kvenna að þungunarrofi þegar þungun ógnar lífi þeirra og heilsu. Bandaríkin Heilbrigðismál Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Fleiri fréttir Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sjá meira
Harris heimsótti heilsgugæslu Planned Parenthood í St. Paul í Minnesota og notaði tækifærið til að gagnrýna harðlega „öfgamenn“ sem freistuðu þess að koma á lögum sem ógnuðu heilsu þungaðra kvenna og stuðluðu að lokun heilgugæslustöðva þar sem konur gætu sótt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu. „Þessar árásir gegn rétti einstaklingsins til að taka ákvarðanir um eigin líkama eru hneykslanlegar og í mörgum tilvikum hreinlega siðlausar,“ sagði Harris. „Hvernig dirfast þessir kjörnu fulltrúar að halda því fram að þeir séu betur til þess fallnir að segja konum hvað þær þurfa, að segja konum hvað er þeim fyrir bestu? Við verðum að vera þjóð sem treystir konum.“ Vice President Kamala Harris visited a Planned Parenthood clinic on Thursday, marking what her office said was the first time a president or vice president has toured a facility that performs abortions. https://t.co/6jZTDrGydG— PBS NewsHour (@NewsHour) March 15, 2024 Þungunarrof verður eitt heitasta kosningamálið í forsetakosningunum í nóvember. Joe Biden, sem hefur trúar sinnar vegna oft stigið varlega til jarðar í umræðunni um þungunarrof og meðal annars forðast að nota orðið „abortion“, hefur tekið einarða afstöðu með konum og heitið því að tryggja rétt þeirra til þjónustunnar. New York Times hefur eftir Celindu Lake, sem framkvæmdir skoðanakannanir fyrir Demókrataflokkinn og hefur verið að spyrja þjóðina út í þungunarrof í fjóra áratugi, segir málefnið aldrei hafa verið kjósendum jafn hugleikið. Nýleg skoðanakönnun KFF, sem er óhagnaðardrifin hugveita sem einblínir á stefnumótun í heilbrigðismálum, sýndi að 86 prósent kvenna á barnseignaaldri töldu að ákvarðanir um þungunarrof ættu að vera á forræði kvenna, í samráði við lækna. Þá er meirihluti fylgjandi lögum til að tryggja konum réttinn til þungunarrofs, réttinum til að ferðast á milli ríkja til að gangast undir þungunarrof og aðgengi kvenna að þungunarrofi þegar þungun ógnar lífi þeirra og heilsu.
Bandaríkin Heilbrigðismál Jafnréttismál Þungunarrof Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Fleiri fréttir Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sjá meira