Fádæma óheppni Kolbeins: „Hallaði mér alveg utan í vælubílinn“ Aron Guðmundsson skrifar 18. mars 2024 09:00 Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, hefur þurft að sætta sig við að beita vinstri hendi sinni mun meira en hann er vanur Vísir/Rúnar Kolbeinn Kristinsson, eini atvinnumaður okkar Íslendinga í hnefaleikum hefur verið einstaklega óheppinn undanfarna mánuði. Þrátt fyrir skakkaföll eru draumar hans í hnefaleikum enn til staðar. Kolbeinn ætlar sér að verða heimsmeistari. „Ég átti að berjast 2.desember undir lok síðasta árs. En tíu dögum fyrir bardagann brýt ég baugfingurs beinið á hægri hendi, þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið og vera í gifsi í sex vikur. Svo var ég kominn á fullt aftur, kominn með annan bardaga sem átti að fram þann 9.mars síðastliðinn,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. „En viti menn, tíu dögum fyrir þann bardaga braut ég bein í löngutöng hægri handar. Það má sem sagt rekja til eftirkvilla af aðgerðinni sem ég fór í. Því er ég kominn aftur í gifs og er búinn að vera með það á mér núna í að verða þrjár vikur.“ Kolbeinn hitti sérfræðing á fimmtudaginn í síðustu viku sem lagði honum línurnar. „Hann sagði mér að fyrir alla aðra í heiminum væri beinið bara gróið. En fyrir mig vildi hann hafa mig í gifsi í tvær vikur í viðbót til þess að leyfa þessu að gróa. Svo að ég myndi ekki skemma á mér höndina. Halda aðeins aftur af mér. „Fyrir alla nema þig er þetta nógu gott,“ sagði hann við mig.“ Það eru væntanlega nógu skýr fyrirmæli til þín til þess að vera ekki að þjösnast á þessu af óþarfa? „Já ég vissi alveg upp á mig sökina þarna. Vissi að ég myndi þá bara skemma höndina aftur ef ég myndi ekki slaka aðeins á. Það er flott að hafa einhverja gáfaðari með sér í liði til þess að hafa vit fyrir manni.“ Kolbeinn viðurkennir að hafa hallað sér utan í vælubílinn í einn dag. „En svo er það bara áfram gakk. Svona lagað gerist. Maður verður bara að horfa á þetta sem tækifæri. Núna fæ ég tækifæri til þess að vinna í ákveðnum hlutum sem eru kannski aukatriði þegar að maður hefur báðar hendur til að vinna með inn í hringnum. Ég nýti þetta bara til þess að verða betri í þeim hlutum.“ Vísir/Rúnar Og Kolbeinn horfir björtum augum fram á við. Hann á sér stóra drauma, þann stærsta sem atvinnumaður í hnefaleikum getur átt. „Maður vill bara bara verða heimsmeistari. Það er takmarkið, alveg hundrað prósent. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að ég nái að uppfylla þann draum minn. Eiginleikar, dugnaður og allt það. Það er allt til staðar nema tækifærin. Mig vantar þau. Maður er bara að reyna þvinga þau fram sjálfur. Ég hef fulla trú á þessu. Það er bara fulla ferð áfram. Vonandi fæ ég bardaga í maí næstkomandi og get svo tekið restina af árinu með trompi. Reyna að ná fimm bardögum og komast í top mixið í þungavigtinni. Reyna svo að fá risabardaga á næsta ári.“ Box Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Sjá meira
„Ég átti að berjast 2.desember undir lok síðasta árs. En tíu dögum fyrir bardagann brýt ég baugfingurs beinið á hægri hendi, þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið og vera í gifsi í sex vikur. Svo var ég kominn á fullt aftur, kominn með annan bardaga sem átti að fram þann 9.mars síðastliðinn,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. „En viti menn, tíu dögum fyrir þann bardaga braut ég bein í löngutöng hægri handar. Það má sem sagt rekja til eftirkvilla af aðgerðinni sem ég fór í. Því er ég kominn aftur í gifs og er búinn að vera með það á mér núna í að verða þrjár vikur.“ Kolbeinn hitti sérfræðing á fimmtudaginn í síðustu viku sem lagði honum línurnar. „Hann sagði mér að fyrir alla aðra í heiminum væri beinið bara gróið. En fyrir mig vildi hann hafa mig í gifsi í tvær vikur í viðbót til þess að leyfa þessu að gróa. Svo að ég myndi ekki skemma á mér höndina. Halda aðeins aftur af mér. „Fyrir alla nema þig er þetta nógu gott,“ sagði hann við mig.“ Það eru væntanlega nógu skýr fyrirmæli til þín til þess að vera ekki að þjösnast á þessu af óþarfa? „Já ég vissi alveg upp á mig sökina þarna. Vissi að ég myndi þá bara skemma höndina aftur ef ég myndi ekki slaka aðeins á. Það er flott að hafa einhverja gáfaðari með sér í liði til þess að hafa vit fyrir manni.“ Kolbeinn viðurkennir að hafa hallað sér utan í vælubílinn í einn dag. „En svo er það bara áfram gakk. Svona lagað gerist. Maður verður bara að horfa á þetta sem tækifæri. Núna fæ ég tækifæri til þess að vinna í ákveðnum hlutum sem eru kannski aukatriði þegar að maður hefur báðar hendur til að vinna með inn í hringnum. Ég nýti þetta bara til þess að verða betri í þeim hlutum.“ Vísir/Rúnar Og Kolbeinn horfir björtum augum fram á við. Hann á sér stóra drauma, þann stærsta sem atvinnumaður í hnefaleikum getur átt. „Maður vill bara bara verða heimsmeistari. Það er takmarkið, alveg hundrað prósent. Ég sé ekkert sem kemur í veg fyrir að ég nái að uppfylla þann draum minn. Eiginleikar, dugnaður og allt það. Það er allt til staðar nema tækifærin. Mig vantar þau. Maður er bara að reyna þvinga þau fram sjálfur. Ég hef fulla trú á þessu. Það er bara fulla ferð áfram. Vonandi fæ ég bardaga í maí næstkomandi og get svo tekið restina af árinu með trompi. Reyna að ná fimm bardögum og komast í top mixið í þungavigtinni. Reyna svo að fá risabardaga á næsta ári.“
Box Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Sjá meira