Hjónum fjölgar hjá umboðsmanni skuldara Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 09:26 UMS Einstaklingum sem leita aðstoðar umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda fer fjölgandi. Umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað og eru orðnir stærsti hópur umsækjenda, þegar litið er til atvinnustöðu. Þá sækja hjón og sambúðafólk í auknum mæli um aðstoð. Aukinn þungi er á símaráðgjöf hjá UMS og erindum sem berast frá einstaklingum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá embættinu. „Það er ljóst að efnahagsástandið er farið að bitna á fólki í samfélaginu og samhliða almennri aukningu á umsóknum sjáum við fjölgun umsækjenda í hópum á borð við hjón og sambúðarfólk,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur umboðsmanni skuldara. Fjöldi umsækjenda eftir mánuðum.UMS Í tilkynningunni er farið yfir ýmsa tölfræði varðandi þá sem leita til umboðsmanns. Til að mynda er bent á að undanfarin ár hafi flestir umsækjendur verið einstaklingar sem búa einir. Það sem af er ársins 2024 eru þeir sem búa einir áfram enn stærsti hópurinn en fjölgun er í hópi hjóna og sambúðarfólks þriðja árið í röð. Árið 2022 voru hjón og sambúðarfólk fjögur prósent umsækjenda, níu prósent í fyrra, en eru nú átján prósent umsækjenda. Þá kemur að þegar litið sé til búsetu eru flestir þeirra sem leita aðstoðar á leigumarkaði. Það voru sextíu prósent árið 2023 og 66 prósent það sem af er ári. Einnig er bent á að öryrkjar hafi verið stærsti hópur umsækjenda þegar litið sé til atvinnustöðu og voru þeir 37 prósent allra umsækjenda í fyrra, en um 34 prósent umsækjenda það sem af er ári. Umsækjendum í atvinnu fjölgar töluvert og eru þeir nú stærsti hópur umsækjenda ef litið er til atvinnustöðu eða 45 prósent. Til samanburðar voru einstaklingar í atvinnu 34 prósent umsækjenda árið 2023 og 35 prósent árið 2022. Atvinnulausum umsækjendum fækkar úr 25 prósentum árið 2023 í sextán prósent það sem af er árinu 2024. Umsækjendur eftir atvinnustöðu.UMS Umsækjendur eftir fjölskyldustærð UMS Í tilkynningu UMS er fjallað um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga sem voru samþykktar á Alþingi nýlega. „Greiðsluaðlögun einstaklinga er úrræði fyrir einstaklinga í verulegum fjárhagserfiðleikum þar sem einstaklingum er gert kleift að ná frjálsum samningum við kröfuhafa sína með milligöngu UMS og er það eina virka lögbundna skuldavandaúrræði fyrir einstaklinga á Íslandi,“ er haft eftir Ástu. Á síðasta ári var 34% allra umsókna sem bárust umboðsmanni skuldara beint í greiðsluaðlögun einstaklinga. „Úrræði greiðsluaðlögunar hefur margsannað gildi sitt hér á landi en með breytingunum er markmiðið að ná enn betur en áður til einstaklinga og fjölskyldna sem standa frammi fyrir verulegum fjárhagserfiðleikum. Breytingunum er meðal annars ætlað að bregðast við þeim aðstæðum sem nú eru uppi í þjóðfélaginu þegar greiðslubyrði veðlána fer hækkandi og fjárhagur heimilanna þrengist. Þær taka til ýmissa þátta en allar miða þær að því að bæta úrræðið, gera það heildstæðara og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari, umsækjendum til hagsbóta,“ segir hún. Umsækjendur eftir búsetu.UMS Í tilkynningunni er farið yfir nokkur atriði breytinganna, en listi umboðsmanns er eftirfarandi: Betri heimildir eru nú til að koma til móts við fasteignaeigendur í verulegum fjárhagsvanda. Mögulegt verður að gera ráð fyrir fleiri kröfum inn í greiðsluáætlun sem annars falla ekki undir greiðsluaðlögun. Þessar kröfur eru fésektir, kröfur vegna virðisaukaskatts, kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda, kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem samkvæmt dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi og meðlagskröfur. Hér verður því um heildstæðari lausn að ræða. Skilyrði um búsetu og lögheimili á Íslandi hafa verið rýmkuð þannig að einstaklingar í verulegum fjárhagserfiðleikum sem hafa búsetu erlendis en eru með skuldbindingar sínar á Íslandi hafa kost á að leita greiðsluaðlögunar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ábyrgðarmenn námslána með virkar ábyrgðarskuldbindingar sem eru í greiðslu- og/eða skuldavanda geta nú leitað lausna í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár. Neytendur Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Aukinn þungi er á símaráðgjöf hjá UMS og erindum sem berast frá einstaklingum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá embættinu. „Það er ljóst að efnahagsástandið er farið að bitna á fólki í samfélaginu og samhliða almennri aukningu á umsóknum sjáum við fjölgun umsækjenda í hópum á borð við hjón og sambúðarfólk,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur umboðsmanni skuldara. Fjöldi umsækjenda eftir mánuðum.UMS Í tilkynningunni er farið yfir ýmsa tölfræði varðandi þá sem leita til umboðsmanns. Til að mynda er bent á að undanfarin ár hafi flestir umsækjendur verið einstaklingar sem búa einir. Það sem af er ársins 2024 eru þeir sem búa einir áfram enn stærsti hópurinn en fjölgun er í hópi hjóna og sambúðarfólks þriðja árið í röð. Árið 2022 voru hjón og sambúðarfólk fjögur prósent umsækjenda, níu prósent í fyrra, en eru nú átján prósent umsækjenda. Þá kemur að þegar litið sé til búsetu eru flestir þeirra sem leita aðstoðar á leigumarkaði. Það voru sextíu prósent árið 2023 og 66 prósent það sem af er ári. Einnig er bent á að öryrkjar hafi verið stærsti hópur umsækjenda þegar litið sé til atvinnustöðu og voru þeir 37 prósent allra umsækjenda í fyrra, en um 34 prósent umsækjenda það sem af er ári. Umsækjendum í atvinnu fjölgar töluvert og eru þeir nú stærsti hópur umsækjenda ef litið er til atvinnustöðu eða 45 prósent. Til samanburðar voru einstaklingar í atvinnu 34 prósent umsækjenda árið 2023 og 35 prósent árið 2022. Atvinnulausum umsækjendum fækkar úr 25 prósentum árið 2023 í sextán prósent það sem af er árinu 2024. Umsækjendur eftir atvinnustöðu.UMS Umsækjendur eftir fjölskyldustærð UMS Í tilkynningu UMS er fjallað um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga sem voru samþykktar á Alþingi nýlega. „Greiðsluaðlögun einstaklinga er úrræði fyrir einstaklinga í verulegum fjárhagserfiðleikum þar sem einstaklingum er gert kleift að ná frjálsum samningum við kröfuhafa sína með milligöngu UMS og er það eina virka lögbundna skuldavandaúrræði fyrir einstaklinga á Íslandi,“ er haft eftir Ástu. Á síðasta ári var 34% allra umsókna sem bárust umboðsmanni skuldara beint í greiðsluaðlögun einstaklinga. „Úrræði greiðsluaðlögunar hefur margsannað gildi sitt hér á landi en með breytingunum er markmiðið að ná enn betur en áður til einstaklinga og fjölskyldna sem standa frammi fyrir verulegum fjárhagserfiðleikum. Breytingunum er meðal annars ætlað að bregðast við þeim aðstæðum sem nú eru uppi í þjóðfélaginu þegar greiðslubyrði veðlána fer hækkandi og fjárhagur heimilanna þrengist. Þær taka til ýmissa þátta en allar miða þær að því að bæta úrræðið, gera það heildstæðara og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari, umsækjendum til hagsbóta,“ segir hún. Umsækjendur eftir búsetu.UMS Í tilkynningunni er farið yfir nokkur atriði breytinganna, en listi umboðsmanns er eftirfarandi: Betri heimildir eru nú til að koma til móts við fasteignaeigendur í verulegum fjárhagsvanda. Mögulegt verður að gera ráð fyrir fleiri kröfum inn í greiðsluáætlun sem annars falla ekki undir greiðsluaðlögun. Þessar kröfur eru fésektir, kröfur vegna virðisaukaskatts, kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda, kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem samkvæmt dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi og meðlagskröfur. Hér verður því um heildstæðari lausn að ræða. Skilyrði um búsetu og lögheimili á Íslandi hafa verið rýmkuð þannig að einstaklingar í verulegum fjárhagserfiðleikum sem hafa búsetu erlendis en eru með skuldbindingar sínar á Íslandi hafa kost á að leita greiðsluaðlögunar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ábyrgðarmenn námslána með virkar ábyrgðarskuldbindingar sem eru í greiðslu- og/eða skuldavanda geta nú leitað lausna í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár.
Neytendur Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira