Af hverju ekki ketó? Dögg Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2024 10:01 Síðustu ár hefur ketó mataræðið og lágkolvetna mataræði náð ákveðnum vinsældum hér á landi. Ketó mataræðið einkennist af mjög lágri inntöku kolvetna og þar af leiðandi mikilli neyslu á fitu auk próteina. Helsta markmiðið er þyngdartap, en þar er aðeins hálf sagan sögð þar sem þyngdartapinu fylgir í langflestum tilfellum þyngdaraukning aftur. Bætt heilsa, aukinn skýrleiki, meiri orka, jafnvægi á hormónastarfsemina og fleiri fullyrðingar hafa einnig verið notaðar til að dásama kosti mataræðisins. Einnig hafa sumir talað um að mataræðið sé góð forvörn gegn krabbameinum og sykursýki 2, líkt og önnur mataræði og kúrar hafa lofað. Hvaðan kemur ketó mataræðið? Mataræðið var sett fram sem meðferð fyrir sykursýki og flogaveiki árið 1921 af Dr. Wilder. Það reyndist vel og var lengi nýtt sem úrræði. Seinna með tilkomu flogaveikislyfja þótti mataræðið ekki jafn nauðsynlegt. Það fór svo aftur að vekja athygli árið 1994 sem hluti af meðferð við flogaveiki 2 ára sonar kvikmyndagerðamanns í Bandaríkjunum. Ketó byggir á mikilli fituneyslu eða um 60-70% af heildarinntöku, prótein neysla ætti að vera 15-30% en kolvetnaneysla á ekki að fara umfram 50 g. Til að setja í samhengi þá samsvarar einn banani og ein brauðsneið um 40 g kolvetna. Langtíma lausnir krefjast langtíma inngrips Sýnt hefur verið fram á að einstaklingar á ketó eru ekki líklegri til að haldast á mataræðinu en á öðrum mataræðum eða kúrum. Mataræðið krefst gríðarlegra breytinga á venjum og einstaklingar þurfa að fylgjast mjög náið með kolvetnainntöku sinni. Þetta getur orsakað hræðslu í garð kolvetna, ýtt undir áráttukennda hegðun og óheilbrigt samband við mat. Mataræðinu geta svo fylgt aukaverkanir, eins og hægðatregða og/eða niðurgangur, vöðvakrampar, hausverkur, vítamínskortur, andremma og auknar líkur á nýrnasteinum. Þetta getur allt haft fráhrindandi áhrif og ýtt enn frekar undir að einstaklingur nái ekki að viðhalda mataræðinu til lengri tíma. Samkvæmt rannsóknum er strangt mataræði með sérstaka áherslu á þyngdartap án annarra inngripa eru ekki líkleg til að viðhaldast til lengri tíma. Ef borin eru saman tvennslags mataræði, annarsvegar kolvetnaríkt mataræði og hinsvegar ketó mataræði, má sjá að þyngdartap beggja hópa er sambærilegt eftir 12 mánuði. Þyngdartap á ketó getur reynst hraðara fyrst um sinn sem má áætla að sé vegna vökvataps. Á meðan einstaklingur er á ketó virðist vera lítil aukning á hormóninu ghrelin, oft kallað hungurhormónið. En eins og áður var komið inná er líklegt að einstaklingur haldist ekki til lengdar á ketó mataræðinu. Þegar hefðbundin neysla á mat hefst aftur, eykst ghrelin myndun og einstaklingur finnur þá fyrir meiri svengd en áður. Því er hætta á að neysla verði umfram þörf og löngunin verði þá frekar í næringarsnauðari orkugjafar og einstaklingur þyngist aftur. Slík þyngdaraukning getur leitt til þess að einstaklingur sæki aftur í öfgakennt mataræði með tilheyrandi skammtíma þyngdartapi og ferlið endurtekur sig, svokallað „yo-yo dieting“. Þannig mynstur getur ýtt undir tap á vöðvamassa og aukinni líkamsfitu, auk þess að ýta undir líkur á hjarta- og æðasjúkdóma. Er þyngdartap það sama og bætt heilsa? Með mikilli fituneyslu sem fylgir mataræðinu getur einnig fylgt hækkun á kólesteróli og þá einna helst LDL kólesteról, stundum talað um sem slæma kólesterólið. Lifrin framleiðir kólesteról sem fituefni í blóði. Kólesteról er nauðsynlegt í líkamanum en of mikið af LDL kólesteróli getur orsakað stíflun á slagæðum og leitt til blóðtappa sem getur valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Trefjaneysla getur lækkað kólesteról. Almennar ráðleggingar á trefjum eru 25-35 g, sem er nær ógerlegt á ketó. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á ágóða trefjaneyslu, eins og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og ákveðnum krabbameinum, auk þess að hafa áhrif á þyngdarstjórn, heilbrigðari þarmastarfsemi og hægðir og styðja við örveruflóruna. Einnig er hætta á skorti á vítamínum og steinefnum sem eru að finna í grænmeti, ávöxtum og heilkornum og eru líkamanum nauðsynleg. Þó hægt sé að bæta þann skort með fæðubótarefnum er æskilegra að reyna að fá næringarefnin úr fæðunni. Mataræðið krefst nær algjörar útilokunnar á ákveðinni fæðu en sé markmiðið bætt heilsa þykir líklegra til árangurs að leggja áherslu á hvað megi bæta við mataræðið frekar en útilokun. Ketó mataræðið er í einhverjum tilfellum notað í meðferðum við sjúkdómum samhliða lyfjagjöf. En næringarþarfir einstaklinga með sjúkdóma eru oft aðrar en þeirra sem eru heilbrigðir. Þá er meðferðin unnin með næringarfræðingi svo hægt sé að setja saman mataræði sem virkar best með tilliti til sjúkdóms og næringarþarfa sjúklings. Holdarfar og líkamsþyngd hefur of oft verið mælikvarði á heilbrigði í gegnum tíðina. En raunin er að minnkandi kílóafjöldi er ekki endilega merki um bætta heilsu þó svo að jákvæðar breytingar á fæðuvali og venjum geti vissulega haft í för með sér breytingu á líkamsþyngd. Það sem meira máli skiptir er með bættu fæðuvali og venjum fylgir oftar en ekki meiri orka, betri líðan og aukin einbeiting. Auk heilbrigðari þarmaflóru og öflugara ónæmiskerfi, lækkar LDL kólesteról og dregur úr lífstílstengdum sjúkdómum. Missum ekki sjónar á markmiðinu með því að einblína aðeins á kílóatöluna. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur ketó mataræðið og lágkolvetna mataræði náð ákveðnum vinsældum hér á landi. Ketó mataræðið einkennist af mjög lágri inntöku kolvetna og þar af leiðandi mikilli neyslu á fitu auk próteina. Helsta markmiðið er þyngdartap, en þar er aðeins hálf sagan sögð þar sem þyngdartapinu fylgir í langflestum tilfellum þyngdaraukning aftur. Bætt heilsa, aukinn skýrleiki, meiri orka, jafnvægi á hormónastarfsemina og fleiri fullyrðingar hafa einnig verið notaðar til að dásama kosti mataræðisins. Einnig hafa sumir talað um að mataræðið sé góð forvörn gegn krabbameinum og sykursýki 2, líkt og önnur mataræði og kúrar hafa lofað. Hvaðan kemur ketó mataræðið? Mataræðið var sett fram sem meðferð fyrir sykursýki og flogaveiki árið 1921 af Dr. Wilder. Það reyndist vel og var lengi nýtt sem úrræði. Seinna með tilkomu flogaveikislyfja þótti mataræðið ekki jafn nauðsynlegt. Það fór svo aftur að vekja athygli árið 1994 sem hluti af meðferð við flogaveiki 2 ára sonar kvikmyndagerðamanns í Bandaríkjunum. Ketó byggir á mikilli fituneyslu eða um 60-70% af heildarinntöku, prótein neysla ætti að vera 15-30% en kolvetnaneysla á ekki að fara umfram 50 g. Til að setja í samhengi þá samsvarar einn banani og ein brauðsneið um 40 g kolvetna. Langtíma lausnir krefjast langtíma inngrips Sýnt hefur verið fram á að einstaklingar á ketó eru ekki líklegri til að haldast á mataræðinu en á öðrum mataræðum eða kúrum. Mataræðið krefst gríðarlegra breytinga á venjum og einstaklingar þurfa að fylgjast mjög náið með kolvetnainntöku sinni. Þetta getur orsakað hræðslu í garð kolvetna, ýtt undir áráttukennda hegðun og óheilbrigt samband við mat. Mataræðinu geta svo fylgt aukaverkanir, eins og hægðatregða og/eða niðurgangur, vöðvakrampar, hausverkur, vítamínskortur, andremma og auknar líkur á nýrnasteinum. Þetta getur allt haft fráhrindandi áhrif og ýtt enn frekar undir að einstaklingur nái ekki að viðhalda mataræðinu til lengri tíma. Samkvæmt rannsóknum er strangt mataræði með sérstaka áherslu á þyngdartap án annarra inngripa eru ekki líkleg til að viðhaldast til lengri tíma. Ef borin eru saman tvennslags mataræði, annarsvegar kolvetnaríkt mataræði og hinsvegar ketó mataræði, má sjá að þyngdartap beggja hópa er sambærilegt eftir 12 mánuði. Þyngdartap á ketó getur reynst hraðara fyrst um sinn sem má áætla að sé vegna vökvataps. Á meðan einstaklingur er á ketó virðist vera lítil aukning á hormóninu ghrelin, oft kallað hungurhormónið. En eins og áður var komið inná er líklegt að einstaklingur haldist ekki til lengdar á ketó mataræðinu. Þegar hefðbundin neysla á mat hefst aftur, eykst ghrelin myndun og einstaklingur finnur þá fyrir meiri svengd en áður. Því er hætta á að neysla verði umfram þörf og löngunin verði þá frekar í næringarsnauðari orkugjafar og einstaklingur þyngist aftur. Slík þyngdaraukning getur leitt til þess að einstaklingur sæki aftur í öfgakennt mataræði með tilheyrandi skammtíma þyngdartapi og ferlið endurtekur sig, svokallað „yo-yo dieting“. Þannig mynstur getur ýtt undir tap á vöðvamassa og aukinni líkamsfitu, auk þess að ýta undir líkur á hjarta- og æðasjúkdóma. Er þyngdartap það sama og bætt heilsa? Með mikilli fituneyslu sem fylgir mataræðinu getur einnig fylgt hækkun á kólesteróli og þá einna helst LDL kólesteról, stundum talað um sem slæma kólesterólið. Lifrin framleiðir kólesteról sem fituefni í blóði. Kólesteról er nauðsynlegt í líkamanum en of mikið af LDL kólesteróli getur orsakað stíflun á slagæðum og leitt til blóðtappa sem getur valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Trefjaneysla getur lækkað kólesteról. Almennar ráðleggingar á trefjum eru 25-35 g, sem er nær ógerlegt á ketó. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á ágóða trefjaneyslu, eins og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og ákveðnum krabbameinum, auk þess að hafa áhrif á þyngdarstjórn, heilbrigðari þarmastarfsemi og hægðir og styðja við örveruflóruna. Einnig er hætta á skorti á vítamínum og steinefnum sem eru að finna í grænmeti, ávöxtum og heilkornum og eru líkamanum nauðsynleg. Þó hægt sé að bæta þann skort með fæðubótarefnum er æskilegra að reyna að fá næringarefnin úr fæðunni. Mataræðið krefst nær algjörar útilokunnar á ákveðinni fæðu en sé markmiðið bætt heilsa þykir líklegra til árangurs að leggja áherslu á hvað megi bæta við mataræðið frekar en útilokun. Ketó mataræðið er í einhverjum tilfellum notað í meðferðum við sjúkdómum samhliða lyfjagjöf. En næringarþarfir einstaklinga með sjúkdóma eru oft aðrar en þeirra sem eru heilbrigðir. Þá er meðferðin unnin með næringarfræðingi svo hægt sé að setja saman mataræði sem virkar best með tilliti til sjúkdóms og næringarþarfa sjúklings. Holdarfar og líkamsþyngd hefur of oft verið mælikvarði á heilbrigði í gegnum tíðina. En raunin er að minnkandi kílóafjöldi er ekki endilega merki um bætta heilsu þó svo að jákvæðar breytingar á fæðuvali og venjum geti vissulega haft í för með sér breytingu á líkamsþyngd. Það sem meira máli skiptir er með bættu fæðuvali og venjum fylgir oftar en ekki meiri orka, betri líðan og aukin einbeiting. Auk heilbrigðari þarmaflóru og öflugara ónæmiskerfi, lækkar LDL kólesteról og dregur úr lífstílstengdum sjúkdómum. Missum ekki sjónar á markmiðinu með því að einblína aðeins á kílóatöluna. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun