Nær ómöglegt að hætta við kaupin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. mars 2024 21:00 Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild HÍ telur nær ómöglegt fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM af Kvikubanka. Hann sjái ekkert óeðlilegt við kaupin sem séu í samræmi við aðra þróun á fjármálamarkaði. Vísir/Arnar Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Það var á sunnudaginn sem opinberlega var tilkynnt að Landsbankinn hefði ákveðið að kaupa allt hlutafé í TM tryggingafélagi af Kvikubanka. Kaupverðið væri um 29 milljarða og yrði greitt með reiðufé. Kviku banki eignaðist TM tryggingafélag í janúar 2021 þegar eigendur tryggingafélagsins og Lykils fengu í skiptum fyrir félögin tvö, hlutabréf að markaðsvirði um 43 milljarða í Kviku banka. Með tilfærslunni varð fjárfestingafyrirtækið Stoðir sem fyrir var var stærsti hluthafi TM, þriðji stærsti hluthafinn í Kviku banka. Fjármálaráðherra hefur lýst sig andsnúna sölunni og stjórnendur Bankasýslunnar sem eiga að hafa eftirlit með slíkum kaupum, segjast hafa komið af fjöllum. Már Wolfang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands telur ekki mögulegt að hætta við kaupin. „Ef að það eru engir fyrirvarar á þessu kauptilboði og búið er að samþykkja það þá hefur bankinn að öllum líkindum bakað sér skaðabótaskyldu hætti hann við. Ég sé ekki hvernig það á að vera gjörlegt að ríkið hætti við kaup á TM. Ég sé ekki hvernig það er mögulegt að banki í eigu ríkisins setji fram skuldbindandi tilboð og segi svo bara, afsakið ég er hættur við,“ segir Már. Kaup Landsbankans séu í samræmi við þróun á fjármálamarkaði undanfarin ár. „Það er ekkert óeðlilegt við þessi kaup. Stór fyrirtæki í bankarekstri hafa verið að bæta við sig tryggingafyrirtækjum undanfarin ár. Arion keypti t.d. Vörð tryggingafélag á sínum tíma og það hefur gengið vel. Það er því ekkert óeðlilegt að annar banki kaupi tryggingafélag til að auka við sig í þjónustu og samlegð,“ segir Már. Hann telur líkur á að kaupin fari þau í gegn hafi jákvæð áhrif á Landsbankann. „Ég geri nú ráð fyrir því að það sé búið að fara yfir það að kaupin hafi góð áhrif á rekstur bankans,“ segir hann. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Sjá meira
Það var á sunnudaginn sem opinberlega var tilkynnt að Landsbankinn hefði ákveðið að kaupa allt hlutafé í TM tryggingafélagi af Kvikubanka. Kaupverðið væri um 29 milljarða og yrði greitt með reiðufé. Kviku banki eignaðist TM tryggingafélag í janúar 2021 þegar eigendur tryggingafélagsins og Lykils fengu í skiptum fyrir félögin tvö, hlutabréf að markaðsvirði um 43 milljarða í Kviku banka. Með tilfærslunni varð fjárfestingafyrirtækið Stoðir sem fyrir var var stærsti hluthafi TM, þriðji stærsti hluthafinn í Kviku banka. Fjármálaráðherra hefur lýst sig andsnúna sölunni og stjórnendur Bankasýslunnar sem eiga að hafa eftirlit með slíkum kaupum, segjast hafa komið af fjöllum. Már Wolfang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands telur ekki mögulegt að hætta við kaupin. „Ef að það eru engir fyrirvarar á þessu kauptilboði og búið er að samþykkja það þá hefur bankinn að öllum líkindum bakað sér skaðabótaskyldu hætti hann við. Ég sé ekki hvernig það á að vera gjörlegt að ríkið hætti við kaup á TM. Ég sé ekki hvernig það er mögulegt að banki í eigu ríkisins setji fram skuldbindandi tilboð og segi svo bara, afsakið ég er hættur við,“ segir Már. Kaup Landsbankans séu í samræmi við þróun á fjármálamarkaði undanfarin ár. „Það er ekkert óeðlilegt við þessi kaup. Stór fyrirtæki í bankarekstri hafa verið að bæta við sig tryggingafyrirtækjum undanfarin ár. Arion keypti t.d. Vörð tryggingafélag á sínum tíma og það hefur gengið vel. Það er því ekkert óeðlilegt að annar banki kaupi tryggingafélag til að auka við sig í þjónustu og samlegð,“ segir Már. Hann telur líkur á að kaupin fari þau í gegn hafi jákvæð áhrif á Landsbankann. „Ég geri nú ráð fyrir því að það sé búið að fara yfir það að kaupin hafi góð áhrif á rekstur bankans,“ segir hann.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Sjá meira