„Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 11:01 Erika Nótt Einarsdóttir vakti mikla athygli um helgina þegar hún vann sögulegan sigur á Norðurlandamóti. @erika_nott_ Hin sautján ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð um síðustu helgi fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandsmeistaratitil í hnefaleikum og hún ræddi afrekið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Erika Nótt er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera lengi í hnefaleikum. „Ég byrjaði fyrir sex árum og var því ellefu ára gömul þegar ég byrjaði,“ sagði Erika Nótt Einarsdóttir en hvernig stóð á því? „Ég spurði vinkonu mína: Hvað myndi þér finnast ef ég byrjaði í boxi? Hún svaraði að henni myndi finnast það ótrúlega skrýtið. En ég byrjaði bara samt og svo elskaði ég íþróttina,“ sagði Erika. „Ég vissi í raun ekkert um box þegar ég byrjaði en ég var líka rosalega ung. Svo hægt og rólega fór ég að elska íþróttina. Svo var þetta bara allt sem ég vildi gera,“ sagði Erika. Hún var búin að prófa aðrar íþróttir. „Ég vildi gera eitthvað öðruvísi. Ég var þá búin að æfa dans og ég æfði fimleika. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég var þá búin að æfa fimleika í sjö ár og komst ekki í splitt,“ sagði Erika létt. Hnefaleikarnir hafa kannski á sér ímynd sem passar ekki alveg. „Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk,“ sagði Erika í léttum tón en er það óvanalegt að byrja æfa box svona ungur? „Það er auðvitað best að byrja ungur að æfa box en það er óvenjulegt af því að foreldrar vilja kannski ekki að krakkarnir þeirra séu að fara í þessa íþrótt svona rosalega ung,“ sagði Erika. „Þetta hljómar kannski eins og hættuleg íþrótt en ég hef séð allt hættulegt gerast í íþróttum. Mig grunar að fótbolti og fimleikar séu alveg jafnhættulegar íþróttir,“ sagði Erika. „Það er kannski það besta fyrir hausinn minn að fá höfuðhögg en það er ekkert vont þannig séð. Flest sem við erum að gera er laust og þetta er rosalega mikið teknískt,“ sagði Erika. „Þetta er ekki: Ég ætla að neglan hann eða ég ætla að rota hana. Þetta er rosalega teknískt,“ sagði Erika. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir neðan. Box Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Erika Nótt er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera lengi í hnefaleikum. „Ég byrjaði fyrir sex árum og var því ellefu ára gömul þegar ég byrjaði,“ sagði Erika Nótt Einarsdóttir en hvernig stóð á því? „Ég spurði vinkonu mína: Hvað myndi þér finnast ef ég byrjaði í boxi? Hún svaraði að henni myndi finnast það ótrúlega skrýtið. En ég byrjaði bara samt og svo elskaði ég íþróttina,“ sagði Erika. „Ég vissi í raun ekkert um box þegar ég byrjaði en ég var líka rosalega ung. Svo hægt og rólega fór ég að elska íþróttina. Svo var þetta bara allt sem ég vildi gera,“ sagði Erika. Hún var búin að prófa aðrar íþróttir. „Ég vildi gera eitthvað öðruvísi. Ég var þá búin að æfa dans og ég æfði fimleika. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég var þá búin að æfa fimleika í sjö ár og komst ekki í splitt,“ sagði Erika létt. Hnefaleikarnir hafa kannski á sér ímynd sem passar ekki alveg. „Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk,“ sagði Erika í léttum tón en er það óvanalegt að byrja æfa box svona ungur? „Það er auðvitað best að byrja ungur að æfa box en það er óvenjulegt af því að foreldrar vilja kannski ekki að krakkarnir þeirra séu að fara í þessa íþrótt svona rosalega ung,“ sagði Erika. „Þetta hljómar kannski eins og hættuleg íþrótt en ég hef séð allt hættulegt gerast í íþróttum. Mig grunar að fótbolti og fimleikar séu alveg jafnhættulegar íþróttir,“ sagði Erika. „Það er kannski það besta fyrir hausinn minn að fá höfuðhögg en það er ekkert vont þannig séð. Flest sem við erum að gera er laust og þetta er rosalega mikið teknískt,“ sagði Erika. „Þetta er ekki: Ég ætla að neglan hann eða ég ætla að rota hana. Þetta er rosalega teknískt,“ sagði Erika. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir neðan.
Box Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira