Hvar eru kjarasamningar öryrkja? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. apríl 2024 09:15 Íslenskum verkalýðsfélögum hefur gengið ágætlega að ná fram launahækkunum og ýmsum öðrum kjarabótum í samningum upp á síðkastið. Það er mikið fagnaðarefni. Þegar litið er til þess hóps sem býr við einna lökust kjör í landinu, örorkulífeyristaka, er rík þörf á að ná fram lífsnauðsynlegum kjarabótum. Staða örorkulífeyristaka er í dag óboðleg og ekki mannsæmandi. Það er hins vegar ekki samið um lífeyri. Lífeyristakar sitja ekki við samningaborðið. Þar sitja stjórnvöld ein. Hækkanir á lífeyri síðustu misseri hafa ekki einu sinni haldið í við verðbólgu. Kaupmáttur fatlaðs fólks hefur sem sagt rýrnað, og var nú rýr fyrir. Þetta sýna tölurnar svart á hvítu. Lítum aðeins á þær. Rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, á hag örorkulífeyristaka undir lok síðasta árs sýnir með afdráttarlausum hætti að það sé rík þörf á hækkun lífeyris og öðrum kjarabótum án tafar. 68,5% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Ef þvottavélin bilar þarf að bregðast við því. Sömuleiðis ef þakið fer að leka eða ef þú þarft að láta gera við skemmda tönn. Þetta kostar auðvitað allt. En hvað gerir þú ef þú ræður einfaldlega ekki við kostnaðinn? Nærri sjö af hverjum tíu lífeyristökum, eða 68,5%, geta ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Til samanburðar er þetta hlutfall 37,4% hjá fólki á vinnumarkaði í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sem er í sjálfu sér allt of hátt hlutfall þótt það sé helmingi lægra. 55,5% eru í verri stöðu en fyrir ári En lífeyrir hefur hækkað, er staðan þá ekki að skána? Það væri nú ágætt. En verðbólgan hefur étið upp þær hækkanir sem Alþingi hefur samþykkt og gott betur. ÖBÍ réttindasamtök settu fram kröfu um 12,4% hækkun við gerð síðustu fjárlaga en hækkunin sem samþykkt var að lokum hélt ekki einu sinni í við verðbólgu. Áður nefnd rannsókn Vörðu sýnir að 55,5% örorkulífeyristaka meta fjárhagsstöðu sína verri en hún var fyrir ári. Til viðbótar sögðust 32,4% stöðuna ekki hafa breyst. Þetta þýðir að kjör um 88% lífeyristaka voru sambærileg eða lakari en ári fyrr. Hversu vond þarf staðan að vera til þess að brugðist sé við með afgerandi hætti? Til að hún sé leiðrétt? 12,4% til að mæta lífsnauðsynjum ÖBÍ réttindasamtök gerðu, eins og áður segir, kröfu um 12,4% hækkun á lífeyri við gerð síðustu fjárlaga. Það var bæði hófsöm og sanngjörn krafa. Hún byggði á því að matarkarfan hafði hækkað um þetta sama hlutfall 12 mánuðina á undan. Raunin varð 5,6% hækkun, sem dugði ekki til að leiðrétta kjör lífeyristaka og hvað þá til að mæta hækkandi verðlagi. Síðan þá er liðið nærri hálft ár og matarkarfan einungis hækkað í verði. Þörfin á afdráttarlausum aðgerðum hefur einungis aukist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ Þessum markmiðum hefur ekki verið náð og eru þau í raun fjarlægari í dag en þegar sáttmálinn var undirritaður. Er því nema von að spurt sé hvenær kjör fatlaðs fólks verða leiðrétt – verða mannsæmandi? Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum tilbúin til að setjast við samningaborðið, hvenær sem er, og ræða raunhæf kjör. Við bíðum við símann. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Íslenskum verkalýðsfélögum hefur gengið ágætlega að ná fram launahækkunum og ýmsum öðrum kjarabótum í samningum upp á síðkastið. Það er mikið fagnaðarefni. Þegar litið er til þess hóps sem býr við einna lökust kjör í landinu, örorkulífeyristaka, er rík þörf á að ná fram lífsnauðsynlegum kjarabótum. Staða örorkulífeyristaka er í dag óboðleg og ekki mannsæmandi. Það er hins vegar ekki samið um lífeyri. Lífeyristakar sitja ekki við samningaborðið. Þar sitja stjórnvöld ein. Hækkanir á lífeyri síðustu misseri hafa ekki einu sinni haldið í við verðbólgu. Kaupmáttur fatlaðs fólks hefur sem sagt rýrnað, og var nú rýr fyrir. Þetta sýna tölurnar svart á hvítu. Lítum aðeins á þær. Rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, á hag örorkulífeyristaka undir lok síðasta árs sýnir með afdráttarlausum hætti að það sé rík þörf á hækkun lífeyris og öðrum kjarabótum án tafar. 68,5% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Ef þvottavélin bilar þarf að bregðast við því. Sömuleiðis ef þakið fer að leka eða ef þú þarft að láta gera við skemmda tönn. Þetta kostar auðvitað allt. En hvað gerir þú ef þú ræður einfaldlega ekki við kostnaðinn? Nærri sjö af hverjum tíu lífeyristökum, eða 68,5%, geta ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Til samanburðar er þetta hlutfall 37,4% hjá fólki á vinnumarkaði í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sem er í sjálfu sér allt of hátt hlutfall þótt það sé helmingi lægra. 55,5% eru í verri stöðu en fyrir ári En lífeyrir hefur hækkað, er staðan þá ekki að skána? Það væri nú ágætt. En verðbólgan hefur étið upp þær hækkanir sem Alþingi hefur samþykkt og gott betur. ÖBÍ réttindasamtök settu fram kröfu um 12,4% hækkun við gerð síðustu fjárlaga en hækkunin sem samþykkt var að lokum hélt ekki einu sinni í við verðbólgu. Áður nefnd rannsókn Vörðu sýnir að 55,5% örorkulífeyristaka meta fjárhagsstöðu sína verri en hún var fyrir ári. Til viðbótar sögðust 32,4% stöðuna ekki hafa breyst. Þetta þýðir að kjör um 88% lífeyristaka voru sambærileg eða lakari en ári fyrr. Hversu vond þarf staðan að vera til þess að brugðist sé við með afgerandi hætti? Til að hún sé leiðrétt? 12,4% til að mæta lífsnauðsynjum ÖBÍ réttindasamtök gerðu, eins og áður segir, kröfu um 12,4% hækkun á lífeyri við gerð síðustu fjárlaga. Það var bæði hófsöm og sanngjörn krafa. Hún byggði á því að matarkarfan hafði hækkað um þetta sama hlutfall 12 mánuðina á undan. Raunin varð 5,6% hækkun, sem dugði ekki til að leiðrétta kjör lífeyristaka og hvað þá til að mæta hækkandi verðlagi. Síðan þá er liðið nærri hálft ár og matarkarfan einungis hækkað í verði. Þörfin á afdráttarlausum aðgerðum hefur einungis aukist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ Þessum markmiðum hefur ekki verið náð og eru þau í raun fjarlægari í dag en þegar sáttmálinn var undirritaður. Er því nema von að spurt sé hvenær kjör fatlaðs fólks verða leiðrétt – verða mannsæmandi? Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum tilbúin til að setjast við samningaborðið, hvenær sem er, og ræða raunhæf kjör. Við bíðum við símann. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun