Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 14:10 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Mbl greindi frá fundarboðinu. Ýmislegt gæti verið í kortunum Hugsanlegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, ekki síst með tilliti til ríkisstjórnarsamstarfs Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hildur segir ekki tímabært að ræða möguleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Bæði liggi ekkert fyrir um ákvörðun Katrínar og fyrir liggi að ýmislegt gæti verið í kortunum fari hún fram. Það verði það sem rætt verður á fundinum á morgun. Veit ekkert meira en hver annar Hildur segir að hún hafi engar frekari upplýsingar um hug Katrínar en hver annar. Henni finnist þó sá tími sem liðið hefur benda til þess að Katrín fari fram frekar en ekki. „En ég veit ekkert meira um það en þú.“ Þá segir hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu tiltölulega spakir yfir umræðunni. Hún hafi ekki heyrt af öðru. „Við erum ýmsu vön,“ sagði Hildur hlæjandi að lokum. Framsóknarmenn pollrólegir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert hafa verið rætt eða ákveðið um þingflokksfund vegna mögulegs framboðs Katrínar. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra óskaði eftir skriflegri fyrirspurn um málið. Þá hefur ekki náðst í Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann Vinstri grænna. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 „Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
„Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Mbl greindi frá fundarboðinu. Ýmislegt gæti verið í kortunum Hugsanlegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, ekki síst með tilliti til ríkisstjórnarsamstarfs Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hildur segir ekki tímabært að ræða möguleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Bæði liggi ekkert fyrir um ákvörðun Katrínar og fyrir liggi að ýmislegt gæti verið í kortunum fari hún fram. Það verði það sem rætt verður á fundinum á morgun. Veit ekkert meira en hver annar Hildur segir að hún hafi engar frekari upplýsingar um hug Katrínar en hver annar. Henni finnist þó sá tími sem liðið hefur benda til þess að Katrín fari fram frekar en ekki. „En ég veit ekkert meira um það en þú.“ Þá segir hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu tiltölulega spakir yfir umræðunni. Hún hafi ekki heyrt af öðru. „Við erum ýmsu vön,“ sagði Hildur hlæjandi að lokum. Framsóknarmenn pollrólegir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert hafa verið rætt eða ákveðið um þingflokksfund vegna mögulegs framboðs Katrínar. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra óskaði eftir skriflegri fyrirspurn um málið. Þá hefur ekki náðst í Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann Vinstri grænna.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 „Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58
Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47
„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31. mars 2024 18:55