Heimsborgarinn með landsbyggðarhjartað í biskupsstól Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar 4. apríl 2024 14:00 Framundan er biskupskjör, framundan er tækifæri til breytinga. Sóknarnefndir landsins, kirkjunnar þjónar og aðrir sem hafa kjörgengi velta því nú fyrir sér hver hinna þriggja frambjóðenda geri kirkjunni mest gagn á þeim stað sem hún er nú. Hverjar eru þarfir kirkjunnar? Hverjar eru þarfir safnaða landsins? Svarið er eitt og einróma, samstillt og samhljóma; við þurfum kirkju sem slær í takt við hjörtu landsmanna og einkennist af friði og fagmennsku. Kirkjan stendur frammi fyrir því einstaka tækifæri að fá í biskupsstól konu sem hefur búið erlendis við nám í fjölda ára, sem hefur þjónað í Grundarfirði, Borgarfirði og í dómkirkjunni. Hún þekkir þarfir borgarinnar og landsbyggðarinnar auk þess sem hún hefur í farteskinu djúpa visku og menntun sem mun nýtast henni afar vel í embætti. Hún nam heimspeki, guðfræði og sálgæslu og hefur þjónað þannig að um hana munar og eftir henni er munað. Auðnist þjóðkirkjunni að fá Elínborgu sem leiðtoga getum við vænst þess að hún sætti fylkingar innan kirkjunnar, hlúi vel að söfnuðum landsins og öðru trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar. Hún mun skerpa á vandaðri stjórnsýslu innan kirkjunnar og styrkja stöðu safnaðanna. Jafnframt mun hún óhrædd koma erindi kirkjunnar á framfæri við almenning og bæta ímynd kirkjunnar auk þess sem hún hefur sýnt að hún tengir listilega milli málefna líðandi stundar og grunngilda kristninnar. Eitt er víst: landsmenn geta treyst því að fá glæstan fulltrúa kirkjunnar sem hefur víðsýni til að tala af næmi og visku til þjóðarinnar á gleði og ögurstundum. Allt þetta þori ég að fullyrða eftir að hafa fylgt Elínborgu Sturludóttur eftir Jakobsvegi svo þúsundum kílómetrum skiptir. Hún hefur leitt hópa með mér eftir stígnum ár eftir ár þar sem við göngum yfir 25 kílómetra á dag, dag eftir dag í hita og sól. Þar er hún sú sem hlustar, lagar sig að hraða pílagríma, sinnir kærleiksþjónustu og boðar fagnaðarerindið á sinn hljóðláta og hógværa máta þannig að oftar en einu sinni, oftar en tvisvar hafa göngufélagar okkar haft á orði að það sem kom þeim mest á óvart á Jakobsvegi var að finna aftur sína einlægu trú, fjársjóð og haldreipi. Mig langar að hvetja alla þá sem njóta kjörgengis í biskupskjörinu að nýta kosningarétt sinn og láta muna um sig. Það skiptir máli að taka afstöðu og hafa mótandi áhrif á þjóðkirkjuna okkar til framtíðar. Valið um sameinaða kirkju stendur til boða, núna. Höfundur er pílagrímur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Framundan er biskupskjör, framundan er tækifæri til breytinga. Sóknarnefndir landsins, kirkjunnar þjónar og aðrir sem hafa kjörgengi velta því nú fyrir sér hver hinna þriggja frambjóðenda geri kirkjunni mest gagn á þeim stað sem hún er nú. Hverjar eru þarfir kirkjunnar? Hverjar eru þarfir safnaða landsins? Svarið er eitt og einróma, samstillt og samhljóma; við þurfum kirkju sem slær í takt við hjörtu landsmanna og einkennist af friði og fagmennsku. Kirkjan stendur frammi fyrir því einstaka tækifæri að fá í biskupsstól konu sem hefur búið erlendis við nám í fjölda ára, sem hefur þjónað í Grundarfirði, Borgarfirði og í dómkirkjunni. Hún þekkir þarfir borgarinnar og landsbyggðarinnar auk þess sem hún hefur í farteskinu djúpa visku og menntun sem mun nýtast henni afar vel í embætti. Hún nam heimspeki, guðfræði og sálgæslu og hefur þjónað þannig að um hana munar og eftir henni er munað. Auðnist þjóðkirkjunni að fá Elínborgu sem leiðtoga getum við vænst þess að hún sætti fylkingar innan kirkjunnar, hlúi vel að söfnuðum landsins og öðru trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar. Hún mun skerpa á vandaðri stjórnsýslu innan kirkjunnar og styrkja stöðu safnaðanna. Jafnframt mun hún óhrædd koma erindi kirkjunnar á framfæri við almenning og bæta ímynd kirkjunnar auk þess sem hún hefur sýnt að hún tengir listilega milli málefna líðandi stundar og grunngilda kristninnar. Eitt er víst: landsmenn geta treyst því að fá glæstan fulltrúa kirkjunnar sem hefur víðsýni til að tala af næmi og visku til þjóðarinnar á gleði og ögurstundum. Allt þetta þori ég að fullyrða eftir að hafa fylgt Elínborgu Sturludóttur eftir Jakobsvegi svo þúsundum kílómetrum skiptir. Hún hefur leitt hópa með mér eftir stígnum ár eftir ár þar sem við göngum yfir 25 kílómetra á dag, dag eftir dag í hita og sól. Þar er hún sú sem hlustar, lagar sig að hraða pílagríma, sinnir kærleiksþjónustu og boðar fagnaðarerindið á sinn hljóðláta og hógværa máta þannig að oftar en einu sinni, oftar en tvisvar hafa göngufélagar okkar haft á orði að það sem kom þeim mest á óvart á Jakobsvegi var að finna aftur sína einlægu trú, fjársjóð og haldreipi. Mig langar að hvetja alla þá sem njóta kjörgengis í biskupskjörinu að nýta kosningarétt sinn og láta muna um sig. Það skiptir máli að taka afstöðu og hafa mótandi áhrif á þjóðkirkjuna okkar til framtíðar. Valið um sameinaða kirkju stendur til boða, núna. Höfundur er pílagrímur.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun