Hlíft við tækifærum Pawel Bartoszek skrifar 4. apríl 2024 15:30 Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk. Ég er nægilega gamall til að muna eftir samræmdum prófum sem og rökum nemenda og kennara gegn þeim: Þau steyptu alla skóla í sama mót, þau gerðu það að verkum að allir lærðu fyrst og undir prófið, þau létu fólk setja önnur fög en þau sem var prófað úr samræmt í aftari sæti. Loks gátu þau komið óeðlilega illa niður á fólki sem var stressað þennan eina dag, eða einstaklingum sem voru góðir námsmenn, en lélegir að taka próf. Engu að síður held ég að það hafi verið ákveðinn kostur fyrir nemendur að fá samanburð við aðra nemendur landsins, samanburð sem byggðist á prófi og yfirferð sem þeirra kennarar og þeirra skóli höfðu ekkert að gera með. Það ætti það að vera jafnréttismál og sanngirnismál að fá fram slíkar mælingar. Þær eru, þrátt fyrir allt, besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap sem við höfum. Þar til fyrir stuttu voru nemendur raunar reglulega prófaðir með samræmdum hætti, með samræmdu könnunarprófunum, en þau próf voru ekki nýtt, t.d. við inntöku í framhaldsskóla. Rökin gegn því að gera voru að við fólk vildi ekki að þau yrðu svokölluð “high-risk” próf, eða próf þar sem mikið er undir. Ég ætla að draga í efa þá forsendu að það sé gagnlegt að hlífa fólki sem lengst við öllum “high-risk” aðstæðum. Lífið er fullt af þeim: atvinnuviðtöl, stefnumót, próf í háskóla, mikilvægir fyrirlestrar í vinnunni, erfið samtöl við lykil-viðskiptavini og frumsýningar sem maður tekur þátt í. Allt þetta eru aðstæður þar sem mikið er undir. Fjölmargir krakkar blómstra í íþróttum. Íþróttir ganga meira og minna út á “high-risk” aðstæður. Fótboltaleikur, fimleikamót eða sundkeppni eru allt “high-risk” viðburðir. En markmið með íþróttaþjálfun er ekki að hlífa krökkum við þeim heldur að búa þá undir þá. Það ætti enda að vera markmið hvers kyns þjálfunar. Ég er ekki á þeirri skoðun að samræmd próf ættu að loka einhverjum möguleikum eða vera eini þáttur við inntöku í skóla. En afnám samræmds mats breytir því ekki að sumir framhaldsskólar þurfa samt að velja inn nemendur. Framhaldsskólarnir gera það nú á grundvelli skólaeinkunna, sem gefnar eru af kennurum sem þekkt hafa nemendur sína í mörg ár. Sumir grunnskólar skipuleggja starf sitt þannig að tiltölulega auðvelt fá “A”, til dæmis með því að sækja sér auka-einingar í framhaldsskóla. Aðrir skólar gefa einkunnina “A” nánast aldrei. Við erum því með kerfi þar sem einkunnarkvarðinn hefur verið samræmdur en ekki einkunnargjöfin. Skólaeinkunnin er síðan notuð við skólainntöku eins og um samræmda einkunn væri að ræða, nema að hún er það augljóslega ekki. Þótt sú aðferð að nýta samræmd próf til að mæla færni nemenda við lok skólastigs séu ekki fullkomin er vandséð hvernig það kerfi sem hefur tekið við sé betra, gagnsærra eða sanngjarnara. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Viðreisn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk. Ég er nægilega gamall til að muna eftir samræmdum prófum sem og rökum nemenda og kennara gegn þeim: Þau steyptu alla skóla í sama mót, þau gerðu það að verkum að allir lærðu fyrst og undir prófið, þau létu fólk setja önnur fög en þau sem var prófað úr samræmt í aftari sæti. Loks gátu þau komið óeðlilega illa niður á fólki sem var stressað þennan eina dag, eða einstaklingum sem voru góðir námsmenn, en lélegir að taka próf. Engu að síður held ég að það hafi verið ákveðinn kostur fyrir nemendur að fá samanburð við aðra nemendur landsins, samanburð sem byggðist á prófi og yfirferð sem þeirra kennarar og þeirra skóli höfðu ekkert að gera með. Það ætti það að vera jafnréttismál og sanngirnismál að fá fram slíkar mælingar. Þær eru, þrátt fyrir allt, besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap sem við höfum. Þar til fyrir stuttu voru nemendur raunar reglulega prófaðir með samræmdum hætti, með samræmdu könnunarprófunum, en þau próf voru ekki nýtt, t.d. við inntöku í framhaldsskóla. Rökin gegn því að gera voru að við fólk vildi ekki að þau yrðu svokölluð “high-risk” próf, eða próf þar sem mikið er undir. Ég ætla að draga í efa þá forsendu að það sé gagnlegt að hlífa fólki sem lengst við öllum “high-risk” aðstæðum. Lífið er fullt af þeim: atvinnuviðtöl, stefnumót, próf í háskóla, mikilvægir fyrirlestrar í vinnunni, erfið samtöl við lykil-viðskiptavini og frumsýningar sem maður tekur þátt í. Allt þetta eru aðstæður þar sem mikið er undir. Fjölmargir krakkar blómstra í íþróttum. Íþróttir ganga meira og minna út á “high-risk” aðstæður. Fótboltaleikur, fimleikamót eða sundkeppni eru allt “high-risk” viðburðir. En markmið með íþróttaþjálfun er ekki að hlífa krökkum við þeim heldur að búa þá undir þá. Það ætti enda að vera markmið hvers kyns þjálfunar. Ég er ekki á þeirri skoðun að samræmd próf ættu að loka einhverjum möguleikum eða vera eini þáttur við inntöku í skóla. En afnám samræmds mats breytir því ekki að sumir framhaldsskólar þurfa samt að velja inn nemendur. Framhaldsskólarnir gera það nú á grundvelli skólaeinkunna, sem gefnar eru af kennurum sem þekkt hafa nemendur sína í mörg ár. Sumir grunnskólar skipuleggja starf sitt þannig að tiltölulega auðvelt fá “A”, til dæmis með því að sækja sér auka-einingar í framhaldsskóla. Aðrir skólar gefa einkunnina “A” nánast aldrei. Við erum því með kerfi þar sem einkunnarkvarðinn hefur verið samræmdur en ekki einkunnargjöfin. Skólaeinkunnin er síðan notuð við skólainntöku eins og um samræmda einkunn væri að ræða, nema að hún er það augljóslega ekki. Þótt sú aðferð að nýta samræmd próf til að mæla færni nemenda við lok skólastigs séu ekki fullkomin er vandséð hvernig það kerfi sem hefur tekið við sé betra, gagnsærra eða sanngjarnara. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun