Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 12:10 Katrín segir afsögn sína veita Vinstri grænum svigrúm til breytinga. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. Klippa: Forsætisráðherra sáttur við að hætta í stjórnmálum Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í dag var Katrín spurð út í það hvort hún gengi sátt úr ríkisstjórninni og hlutverki sínu sem forsætisráðherra. Flokkurinn væri jafnvel að mælast úti af þingi og útlit fyrir það að hún sjálf næði ekki einu sinni sæti miðað við nýjustu skoðanakannanir. „Flokkurinn hefur oft og iðulega sveiflast í skoðanakönnunum. Hann var líka á leiðinni út af þingi þegar ég tók við sem formaður. Þannig það eru ekki skoðanakannanirnar sem ráða för í þessu,“ segir Katrín. „Ég held hins vegar að þetta sé heilmikið tækifæri fyrir minn flokk að fá svigrúm til að gera ákveðnar breytingar. Ég trúi því að það verði ákveðið heillaspor fyrir VG,“ bætir hún við. Telur sig hafa gert sitt besta í erfiðum aðstæðum Hún segir að í stjórnmálum komi aldrei sá dagur að maður geti sagst hafa afrekað allt sem maður ætlaði sér. Katrín segist samt sem áður vera ánægð með tíð sína í embættinu. „Ég horfi tilbaka og tel að ég hafi gert mitt besta í oft mjög erfiðum aðstæuðum. Og það er tilfinning sem ég er mjög sátt við,“ segir Katrín. Aðspurð um hverju hún væri stoltust af á embættistíð sinni talaði hún um viðbrögð Íslands við heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Ég ætla að segja það, út af því að ég nefndi hér heimsfaraldur. Þó að það hafi nú ekki verið umbeðið verkefni. Sannanlega ekki. Þá held ég að við Íslendingar getum verið mjög stolt af okkur öllum hvernig við tókumst á við það verkefni sameiginlega. Bæði út frá því að vernda líf og heilsu fólks og líka verja samfélagið og efnahaginn,“ segir Katrín. Hvað syrgirðu mest? „Ég er nú bara þeirrar gerðar að ég er ekki kona eftirsjár. Það eru alltaf verkefni, þeim er aldrei lokið. En það hefur lítið upp á sig að vera að sjá eftir því.“ Enginn ómissandi í stjórnmálum Tal barst að gagnrýni grasrótar Vinstri grænna á starf flokksins síðustu ár. Grasrótin hafi yfirgefið flokkinn og vinstri prinsippin ekki haldið, segir Kristján. Katrín segir hins vegar allar ákvarðanir flokksins hafa verið teknar í samráði við grasrótina. „Stjórnmálahreyfingar eru fólkið sem í þeim er. Þær taka sínar ákvarðanir og allar okkar ákvarðanir hafa verið teknar með aðkomu grasrótarinnar. Það er auðvitað hennar að ákveða hvert skuli halda,“ segir hún. „Það er náttúrlega þannig að enginn er ómissandi í stjórnmálum frekar en í nokkru öðru. Það er ágætt að horfast í augu við það. Ég held að bæði Alþingi, ríkisstjórn og mín stjórnmálahreyfing geti lifað góðu lífi þó að ég sé ekki þar.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Klippa: Forsætisráðherra sáttur við að hætta í stjórnmálum Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í dag var Katrín spurð út í það hvort hún gengi sátt úr ríkisstjórninni og hlutverki sínu sem forsætisráðherra. Flokkurinn væri jafnvel að mælast úti af þingi og útlit fyrir það að hún sjálf næði ekki einu sinni sæti miðað við nýjustu skoðanakannanir. „Flokkurinn hefur oft og iðulega sveiflast í skoðanakönnunum. Hann var líka á leiðinni út af þingi þegar ég tók við sem formaður. Þannig það eru ekki skoðanakannanirnar sem ráða för í þessu,“ segir Katrín. „Ég held hins vegar að þetta sé heilmikið tækifæri fyrir minn flokk að fá svigrúm til að gera ákveðnar breytingar. Ég trúi því að það verði ákveðið heillaspor fyrir VG,“ bætir hún við. Telur sig hafa gert sitt besta í erfiðum aðstæðum Hún segir að í stjórnmálum komi aldrei sá dagur að maður geti sagst hafa afrekað allt sem maður ætlaði sér. Katrín segist samt sem áður vera ánægð með tíð sína í embættinu. „Ég horfi tilbaka og tel að ég hafi gert mitt besta í oft mjög erfiðum aðstæuðum. Og það er tilfinning sem ég er mjög sátt við,“ segir Katrín. Aðspurð um hverju hún væri stoltust af á embættistíð sinni talaði hún um viðbrögð Íslands við heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Ég ætla að segja það, út af því að ég nefndi hér heimsfaraldur. Þó að það hafi nú ekki verið umbeðið verkefni. Sannanlega ekki. Þá held ég að við Íslendingar getum verið mjög stolt af okkur öllum hvernig við tókumst á við það verkefni sameiginlega. Bæði út frá því að vernda líf og heilsu fólks og líka verja samfélagið og efnahaginn,“ segir Katrín. Hvað syrgirðu mest? „Ég er nú bara þeirrar gerðar að ég er ekki kona eftirsjár. Það eru alltaf verkefni, þeim er aldrei lokið. En það hefur lítið upp á sig að vera að sjá eftir því.“ Enginn ómissandi í stjórnmálum Tal barst að gagnrýni grasrótar Vinstri grænna á starf flokksins síðustu ár. Grasrótin hafi yfirgefið flokkinn og vinstri prinsippin ekki haldið, segir Kristján. Katrín segir hins vegar allar ákvarðanir flokksins hafa verið teknar í samráði við grasrótina. „Stjórnmálahreyfingar eru fólkið sem í þeim er. Þær taka sínar ákvarðanir og allar okkar ákvarðanir hafa verið teknar með aðkomu grasrótarinnar. Það er auðvitað hennar að ákveða hvert skuli halda,“ segir hún. „Það er náttúrlega þannig að enginn er ómissandi í stjórnmálum frekar en í nokkru öðru. Það er ágætt að horfast í augu við það. Ég held að bæði Alþingi, ríkisstjórn og mín stjórnmálahreyfing geti lifað góðu lífi þó að ég sé ekki þar.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37
Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34