Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Ljóst er að nýr stjórnarformaður verður kjörinn hjá Sýn en Jón Skaftason stjórnarformaður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu.
Aðalfundur Sýnar verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl klukkan 15. Eftirtalin framboð bárust innan lögboðins framboðsfrests:
Framboð til aðalstjórnar
- Hákon Stefánsson
- Mariam Laperashvili
- Páll Gíslason
- Petrea Ingileif Guðmundsdóttir
- Ragnar Páll Dyer
- Rannveig Eir Einarsdóttir
Framboð til varastjórnar:
- Daði Kristjánsson
- Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir
Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna á heimasíðu félagsins.
Framboð til tilnefningarnefndar:
Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum jafnframt tækifæri á að kjósa tvo af þremur í tilnefningarnefnd. Þriðji meðlimur í tilnefningarnefnd er tilnefndur af stjórn félagsins.
Tveir bjóða fram krafta sína til tilnefningarnefndar:
- Guðríður Sigurðardóttir
- Þröstur Olaf Sigurjónsson
Í tilkynningu til Kauphallar segir að þar sem einungis tvö framboð til tilnefningarnefndar bárust innan framboðsfrests verði þeir nefndarmenn sem kosnir eru á aðalfundi félagsins sjálfkjörnir.
Vísir er í eigu Sýnar.