Samkeppni á áætlunarflugi til og frá Íslandi hefur verið þjóðfélaginu öllu til mikilla hagsbóta Steingrímur Ægisson skrifar 8. apríl 2024 15:30 Ræða forstjóra Icelandair á aðalfundi nýlega Á aðalfundi Icelandair í mars sl. fjallaði Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins í ræðu um samkeppni í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Vék hann m.a. að rekstrarumhverfi flugfélaga sem starfa hér á landi og bar þær saman við aðstæður annars staðar í Evrópu. Í ræðu Boga kom meðal annars fram það mat að hann teldi ekki raunhæft að reka tvö tengiflugfélög með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli með sjálfbærum hætti. Samkeppni innlendra flugfélaga gæti þó verið af hinu góða en til lengri tíma þyrfti reksturinn að vera sjálfbær. Forstjórinn vék einnig að því að aðeins á einum tengiflugvelli í Evrópu fyrir utan Keflavík væru tvö flugfélög með heimahöfn, þ.e. á Heathrow í London. Þessi ummæli forstjóra Icelandair er varla hægt að túlka öðruvísi en svo en að hann telji að ekki sé rými á markaðnum fyrir tvö flugfélög sem bjóði upp á áætlunarflug á milli Íslands og áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku þar Keflavíkurflugvöllur er tengistöð og jafnframt heimahöfn flugfélaganna. Icelandair og PLAY byggja á þessu módeli. Kjörstaðan að mati forstjórans væri því sú að tengifluginu væri aðeins sinnt af einu flugfélagi og þá líklega því sem hann sjálfur veitir forstöðu, þ.e. Icelandair, og þá jafnframt að samkeppni á þessum markaði myndi leggjast af. Þessi sjónarmið forstjóra Icelandair valda nokkrum vonbrigðum enda er almennt viðurkennt að samkeppni sé mikilvæg þar sem hún stuðlar að lægra verði og betri þjónustu og eykur þar með velferð neytenda og stuðlar að hagkvæmni í atvinnulífinu. Samkeppnin knýr fyrirtæki einnig til að hagræða og vinnur gegn sóun. Þá styður samkeppni við nýsköpun og framfarir í atvinnurekstri og leiðir til þjóðhagslegrar hagkvæmni. Reynslan af samkeppni í rúm 20 ár góð en Icelandair og stjórnvöld hafa beitt hindrunum Þessara kosta samkeppni sér meðal annars stað í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Segja má að samkeppnin hafi hafist fyrir alvöru fyrir rúmum tveimur áratugum þegar Iceland Express hóf flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar og London snemma árs 2003. Fljótlega bættust fleiri áfangastaðir í Evrópu við og svo árið 2010 einnig New York og Boston vestanhafs. Þar með sköpuðust forsendur fyrir annað kerfi tengiflugs til og frá Íslandi. Iceland Express átti þó erfitt uppdráttar enda mætti félagið hörðum aðgerðum Icelandair sem fólu í sér ítrekaða ólögmæta undirverðlagningu. Jafnframt mættu minni keppinautar í flugafgreiðslu ólögmætum aðgerðum dótturfélags Icelandair á því sviði, en aðgengi að hagkvæmri flugafgreiðslu er ein forsenda samkeppni í flugi. Þá lögðu Isavia og stjórnvöld stein í götu Iceland Express með því að búa ekki svo um hnútana að félagið fengi úthlutað mikilvægum afgreiðslutímum (e. slots) til að sinna tengifluginu en létu Icelandair hins vegar njóta forgangs í því efni. WOW Air haslaði sér völl um mitt ár 2012 og nokkrum mánuðum síðar yfirtók félagið Iceland Express. WOW Air mætti einnig hindrunum af hálfu Icelandair og stjórnvalda eins og Iceland Express hafði áður gert. WOW Air náði þó að stækka hratt og var tímabundið með umfangsmikið tengiflug til og frá landinu. WOW Air varð hins vegar gjaldþrota seint á árinu 2018. Um mitt ár 2021 tók PLAY við keflinu og býður það félag núna upp á áætlunarflug til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku með tengiflug um Keflavík í samkeppni við Icelandair. Þó þessi um það bil tveggja áratuga samkeppni í áætlunarflugi til og frá landinu hafi verið brokkgeng og viðburðarík, t.d. vegna bankahruns og COVID faraldurs, þarf ekki að fjölyrða að samkeppnin hefur í heild haft mjög jákvæð áhrif. Þannig lækkuðu fargjöld frá Keflavík til Kaupmannahafnar og London um allt að 30-40% við innkomu Iceland Express á þá markaði árið 2003 og til Boston og New York árið 2010 lækkaði verð um allt að helming. Þá sýndi það sig að verðsamkeppni jókst með innkomu WOW Air og PLAY. Þessar verðlækkanir hafa leitt til mikils sparnaðar fyrir íslenskan almenning og fyrirtæki og gert fleirum fært að ferðast. Auk þess hefur lægra verð og aukin tíðni flugferða leitt til verulegrar fjölgunar ferðamanna og er ferðaþjónusta nú orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Heimahöfnin mikilvæg í samkeppninni Samkeppni flugfélaga með heimahöfn hér hefur síðan vakið áhuga og skapað aðstæður fyrir erlend flugfélög að fljúga hingað til lands. Samkeppni sem erlendu flugfélögin veita er mikilvæg, en er brothætt því áætlanir þeirra breytast hratt í takt við aðstæður hverju sinni. Meðal annars þess vegna er samkeppni flugfélaga með heimahöfn hér, sem reka tengiflug yfir Atlantshafið, burðarás í samkeppni í flugi til og frá landinu. Það er ekki sjálfgefið að Ísland búi við jafn greiðar samgöngur og raunin hefur verið síðustu tvo áratugi. Eflaust eru engin dæmi um að jafn fámenn þjóð í jafn afskekktu landi búi við slíkan munað. Sérstaðan endurspeglast m.a. í því að Keflavíkurflugvöllur er nær eina gáttin fyrir þá sem ferðast til og frá landinu. Lega landsins mitt á milli Evrópu og Ameríku, framtak forvera Icelandair í því nýta sér þá stöðu til að koma á tengiflugi milli heimsálfa og síðast en ekki síst vilji annarra fyrirtækja til að skapa samkeppni í því flugi hefur gert þetta kleift. Það myndi því hafa alvarleg áhrif ef samkeppni fyrirtækja sem fljúga héðan og sinna tengiflugi myndi leggjast af og einokun á þessu sviði komast aftur á. Sunnudagsreglan og áskilnaður og flugmiðakaup báðar leiðir Man einhver t.d. eftir sunnudagsreglu Icelandair sem fól það í sér að ef viðkomandi farþegi keypti hefðbundið fargjald þurfti hann að vera aðfararnótt hvíldardagsins í erlendri borg. Annars greiddi hann það sem kallað var fullt fargjald sem lét nærri að vera það sama og verð á viðskiptafarrými? Man einhver líka þegar aðeins var hægt að kaupa ódýrari flugmiða báðar leiðir, frá Íslandi og til landsins aftur, jafnvel þótt engin áform væru um seinna flugið, t.d. ef um búferlaflutninga var að ræða? Að ógleymdum mun hærri fargjöldum áður fyrr, svo munar tugum prósenta þegar engrar samkeppni naut við. Þó ólíklegt verði að teljast að sambærilegir skilmálar yrðu teknir upp á ný ef aðeins eitt flugfélag yrði starfandi hér með heimahöfn og einhvers aðalds myndi gæta frá erlendum flugfélögum, væri það ekki til hagsbóta, hvorki fyrir almenning eða ferðaþjónustuna í heild sinni, ef engrar samkeppni nyti við á þessu mikilvæga sviði viðskipta. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Samkeppnismál Icelandair Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ræða forstjóra Icelandair á aðalfundi nýlega Á aðalfundi Icelandair í mars sl. fjallaði Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins í ræðu um samkeppni í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Vék hann m.a. að rekstrarumhverfi flugfélaga sem starfa hér á landi og bar þær saman við aðstæður annars staðar í Evrópu. Í ræðu Boga kom meðal annars fram það mat að hann teldi ekki raunhæft að reka tvö tengiflugfélög með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli með sjálfbærum hætti. Samkeppni innlendra flugfélaga gæti þó verið af hinu góða en til lengri tíma þyrfti reksturinn að vera sjálfbær. Forstjórinn vék einnig að því að aðeins á einum tengiflugvelli í Evrópu fyrir utan Keflavík væru tvö flugfélög með heimahöfn, þ.e. á Heathrow í London. Þessi ummæli forstjóra Icelandair er varla hægt að túlka öðruvísi en svo en að hann telji að ekki sé rými á markaðnum fyrir tvö flugfélög sem bjóði upp á áætlunarflug á milli Íslands og áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku þar Keflavíkurflugvöllur er tengistöð og jafnframt heimahöfn flugfélaganna. Icelandair og PLAY byggja á þessu módeli. Kjörstaðan að mati forstjórans væri því sú að tengifluginu væri aðeins sinnt af einu flugfélagi og þá líklega því sem hann sjálfur veitir forstöðu, þ.e. Icelandair, og þá jafnframt að samkeppni á þessum markaði myndi leggjast af. Þessi sjónarmið forstjóra Icelandair valda nokkrum vonbrigðum enda er almennt viðurkennt að samkeppni sé mikilvæg þar sem hún stuðlar að lægra verði og betri þjónustu og eykur þar með velferð neytenda og stuðlar að hagkvæmni í atvinnulífinu. Samkeppnin knýr fyrirtæki einnig til að hagræða og vinnur gegn sóun. Þá styður samkeppni við nýsköpun og framfarir í atvinnurekstri og leiðir til þjóðhagslegrar hagkvæmni. Reynslan af samkeppni í rúm 20 ár góð en Icelandair og stjórnvöld hafa beitt hindrunum Þessara kosta samkeppni sér meðal annars stað í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Segja má að samkeppnin hafi hafist fyrir alvöru fyrir rúmum tveimur áratugum þegar Iceland Express hóf flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar og London snemma árs 2003. Fljótlega bættust fleiri áfangastaðir í Evrópu við og svo árið 2010 einnig New York og Boston vestanhafs. Þar með sköpuðust forsendur fyrir annað kerfi tengiflugs til og frá Íslandi. Iceland Express átti þó erfitt uppdráttar enda mætti félagið hörðum aðgerðum Icelandair sem fólu í sér ítrekaða ólögmæta undirverðlagningu. Jafnframt mættu minni keppinautar í flugafgreiðslu ólögmætum aðgerðum dótturfélags Icelandair á því sviði, en aðgengi að hagkvæmri flugafgreiðslu er ein forsenda samkeppni í flugi. Þá lögðu Isavia og stjórnvöld stein í götu Iceland Express með því að búa ekki svo um hnútana að félagið fengi úthlutað mikilvægum afgreiðslutímum (e. slots) til að sinna tengifluginu en létu Icelandair hins vegar njóta forgangs í því efni. WOW Air haslaði sér völl um mitt ár 2012 og nokkrum mánuðum síðar yfirtók félagið Iceland Express. WOW Air mætti einnig hindrunum af hálfu Icelandair og stjórnvalda eins og Iceland Express hafði áður gert. WOW Air náði þó að stækka hratt og var tímabundið með umfangsmikið tengiflug til og frá landinu. WOW Air varð hins vegar gjaldþrota seint á árinu 2018. Um mitt ár 2021 tók PLAY við keflinu og býður það félag núna upp á áætlunarflug til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku með tengiflug um Keflavík í samkeppni við Icelandair. Þó þessi um það bil tveggja áratuga samkeppni í áætlunarflugi til og frá landinu hafi verið brokkgeng og viðburðarík, t.d. vegna bankahruns og COVID faraldurs, þarf ekki að fjölyrða að samkeppnin hefur í heild haft mjög jákvæð áhrif. Þannig lækkuðu fargjöld frá Keflavík til Kaupmannahafnar og London um allt að 30-40% við innkomu Iceland Express á þá markaði árið 2003 og til Boston og New York árið 2010 lækkaði verð um allt að helming. Þá sýndi það sig að verðsamkeppni jókst með innkomu WOW Air og PLAY. Þessar verðlækkanir hafa leitt til mikils sparnaðar fyrir íslenskan almenning og fyrirtæki og gert fleirum fært að ferðast. Auk þess hefur lægra verð og aukin tíðni flugferða leitt til verulegrar fjölgunar ferðamanna og er ferðaþjónusta nú orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Heimahöfnin mikilvæg í samkeppninni Samkeppni flugfélaga með heimahöfn hér hefur síðan vakið áhuga og skapað aðstæður fyrir erlend flugfélög að fljúga hingað til lands. Samkeppni sem erlendu flugfélögin veita er mikilvæg, en er brothætt því áætlanir þeirra breytast hratt í takt við aðstæður hverju sinni. Meðal annars þess vegna er samkeppni flugfélaga með heimahöfn hér, sem reka tengiflug yfir Atlantshafið, burðarás í samkeppni í flugi til og frá landinu. Það er ekki sjálfgefið að Ísland búi við jafn greiðar samgöngur og raunin hefur verið síðustu tvo áratugi. Eflaust eru engin dæmi um að jafn fámenn þjóð í jafn afskekktu landi búi við slíkan munað. Sérstaðan endurspeglast m.a. í því að Keflavíkurflugvöllur er nær eina gáttin fyrir þá sem ferðast til og frá landinu. Lega landsins mitt á milli Evrópu og Ameríku, framtak forvera Icelandair í því nýta sér þá stöðu til að koma á tengiflugi milli heimsálfa og síðast en ekki síst vilji annarra fyrirtækja til að skapa samkeppni í því flugi hefur gert þetta kleift. Það myndi því hafa alvarleg áhrif ef samkeppni fyrirtækja sem fljúga héðan og sinna tengiflugi myndi leggjast af og einokun á þessu sviði komast aftur á. Sunnudagsreglan og áskilnaður og flugmiðakaup báðar leiðir Man einhver t.d. eftir sunnudagsreglu Icelandair sem fól það í sér að ef viðkomandi farþegi keypti hefðbundið fargjald þurfti hann að vera aðfararnótt hvíldardagsins í erlendri borg. Annars greiddi hann það sem kallað var fullt fargjald sem lét nærri að vera það sama og verð á viðskiptafarrými? Man einhver líka þegar aðeins var hægt að kaupa ódýrari flugmiða báðar leiðir, frá Íslandi og til landsins aftur, jafnvel þótt engin áform væru um seinna flugið, t.d. ef um búferlaflutninga var að ræða? Að ógleymdum mun hærri fargjöldum áður fyrr, svo munar tugum prósenta þegar engrar samkeppni naut við. Þó ólíklegt verði að teljast að sambærilegir skilmálar yrðu teknir upp á ný ef aðeins eitt flugfélag yrði starfandi hér með heimahöfn og einhvers aðalds myndi gæta frá erlendum flugfélögum, væri það ekki til hagsbóta, hvorki fyrir almenning eða ferðaþjónustuna í heild sinni, ef engrar samkeppni nyti við á þessu mikilvæga sviði viðskipta. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun