Fjármálaráðherraflakkið minni á Tinder-sambönd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2024 10:56 Þorbjörg Sigríður segir ríkisstjórnina á Íslandi farna að minna sig á Ítalíu. Vísir/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir fólk vera í lengri samböndum á stefnumótaforritinu Tinder en í stól fjármálaráðherra. Hún fullyrðir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verði þriðji fjármálaráðherrann á hálfu ári. „Litla Ítalía?“ spyr Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þingfundi var slitið eftir fimm mínútur í gær í ljósi óvissunnar með ríkisstjórnarsamstarfið eftir að Katrín Jakobsdóttir ákvað að segja skilið við forsætisráðherrastólinn og stjórnamálin og henda sér í forsetaframboð. Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi samstarfstillögu á fundi þingflokksins í gær en þingflokkar VG og Framsóknar funda fyrir hádegi. Taldar eru líkur á því að efnt verði til blaðamannafundar eftir hádegið og niðurstaða úr viðræðum flokkanna þriggja kynntar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mestar líkur á að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra og fjármálaráðuneytið fari undir Framsóknarflokkinn. „Í dag verður kynntur til leiks nýr fjármálaráðherra þegar Sigurður Ingi flytur sig úr innviðaráðuneytinu. Hann verður þá þriðji fjármálaráðherra Íslands á um hálfu ári. Fólk er í Tinder samböndum sem standa lengur en þessi stöðugleiki stóla ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórn Íslands veitir Ítalíu harða samkeppni um pólitískan stöðugleika með því að rúlla ráðherrum á færibandi inn og út úr fjármálaráðuneytinu. Á meðan eru verðbólga og vextir í heimsins hæstu hæðum,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórnin getur ekki kynnt fjármálaáætlun um aðgerðir gegn verðbólgu því starfsmannavelta fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar er svo mikil og mestur tími fer í að semja við sig sjálfa um ráðherrastól vikunnar. Og verðbólgan mallar áfram og vextir á lánum fólksins í landinu lækka ekki.“ Fylgst er með gangi mála í vaktinni á Vísi. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Litla Ítalía?“ spyr Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þingfundi var slitið eftir fimm mínútur í gær í ljósi óvissunnar með ríkisstjórnarsamstarfið eftir að Katrín Jakobsdóttir ákvað að segja skilið við forsætisráðherrastólinn og stjórnamálin og henda sér í forsetaframboð. Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi samstarfstillögu á fundi þingflokksins í gær en þingflokkar VG og Framsóknar funda fyrir hádegi. Taldar eru líkur á því að efnt verði til blaðamannafundar eftir hádegið og niðurstaða úr viðræðum flokkanna þriggja kynntar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mestar líkur á að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra og fjármálaráðuneytið fari undir Framsóknarflokkinn. „Í dag verður kynntur til leiks nýr fjármálaráðherra þegar Sigurður Ingi flytur sig úr innviðaráðuneytinu. Hann verður þá þriðji fjármálaráðherra Íslands á um hálfu ári. Fólk er í Tinder samböndum sem standa lengur en þessi stöðugleiki stóla ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórn Íslands veitir Ítalíu harða samkeppni um pólitískan stöðugleika með því að rúlla ráðherrum á færibandi inn og út úr fjármálaráðuneytinu. Á meðan eru verðbólga og vextir í heimsins hæstu hæðum,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ríkisstjórnin getur ekki kynnt fjármálaáætlun um aðgerðir gegn verðbólgu því starfsmannavelta fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar er svo mikil og mestur tími fer í að semja við sig sjálfa um ráðherrastól vikunnar. Og verðbólgan mallar áfram og vextir á lánum fólksins í landinu lækka ekki.“ Fylgst er með gangi mála í vaktinni á Vísi.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira