Hvers konar húsnæðislán hentar mér? Ingvar Ingvarsson skrifar 9. apríl 2024 15:01 Þegar sótt er um nýtt húsnæðislán, hvort sem um er að ræða fasteignakaup eða endurfjármögnun, þarf að ákveða hvers konar lán á að taka, óverðtryggt, verðtryggt eða blandað. Enn fremur þarf að velja fasta eða breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og að lokum lengd lánstímans. Fyrir fólk sem ekki lifir og hrærist í þessum efnum getur valið eðlilega verið mikill hausverkur. Mörg leitum við ráða hjá ættingjum og vinum, jafnvel á netinu og ráðin sem berast úr öllum áttum geta verið jafn ólík og þau eru mörg. Til að ná lendingu getur verið gott að byrja á að reyna að skilja þau hugtök sem um er að ræða. Hér á eftir verður farið lauslega í hvert og eitt þeirra. Verðtryggð lán fylgja svokallaðri vísitölu neysluverðs (verðbólgunni) ásamt því að bera vexti. Höfuðstóll lánsins uppfærist mánaðarlega í takt við nýja vísitölu, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Það er þó sjaldséð að vísitala neysluverðs lækki á milli mánaða en í sögulegu samhengi gerist það kannski tvisvar á ári. Vexti verðtryggðra lána er annars vegar hægt að hafa breytilega og hins vegar fasta. Breytilegir vextir fylgja vaxtatöflu bankans og geta hækkað eða lækkað í takt við hana. Verðtryggða vexti er hins vegar hægt að festa til fimm ára í senn. Þá haldast vextirnir þeir sömu yfir tímabilið en verðtryggingin er þó alltaf til staðar, en við henni er ekki hægt að hrófla á verðtryggðum lánum og því má búast við hækkandi greiðslubyrði á tímabilinu vegna verðbólgu. Óverðtryggð lán bera eingöngu vexti og eru þeir yfirleitt hærri en á verðtryggðum lánum. Hægt er að hafa vexti óverðtryggðra lána breytilega eða festa þá til þriggja eða fimm ára í senn. Sumir duttu í lukkupottinn þegar stýrivextir voru hvað lægstir og náðu að festa lán sín á afar góðum kjörum, sérstaklega ef miðað er við markaðsaðstæður í dag. Það felst nefnilega ákveðið öryggi í að festa vexti, þar sem greiðslubyrðin helst óbreytt út fastvaxtatímabilið á óverðtryggðum lánum. Á móti getur maður hins vegar lent í því að breytilegir vextir lækki niður fyrir föstu vextina og því þarf að taka það inn í ákvörðunartökuna. Blandað lán er svo þegar annars vegar er tekið verðtryggt lán og hins vegar óverðtryggt lán. Hlutfallið fer eftir hverjum og einum. Ekki þarf að skipta því jafnt heldur getur fólk stillt þetta algjörlega eftir eigin höfði, 60/40, 30/70 o.s.frv. Næsta skref er að velja á milli jafnra greiðsla eða jafnra afborgana. Jafnar greiðslur er þegar greidd er u.þ.b. sama heildarupphæð í hverjum mánuði (jafngreiðslulán). Til að byrja með fer stærstur hluti mánaðarlegra greiðslna í vexti lánsins og minni upphæð í afborganir höfuðstóls, en svo snýst það við því lengra sem líður á lánstímann. Jafnar afborganir er þegar við greiðum alltaf sömu upphæð beint inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði. Mánaðarlegar greiðslur eru því hæstar í upphafi en lækka svo því lengra sem líður á lánstímann þar sem vaxtahluti greiðslunnar lækkar í takt við lægri höfuðstól. Að lokum þarf að ákveða lánstímann. Óverðtryggð lán er að hámarki hægt að taka til 40 ára en verðtryggð lán til 25 ára að hámarki. Fyrstu kaupendur hafa þó svigrúm til þess að taka verðtryggð lán til 40 ára, óski þeir eftir því. Þegar lánstími er valinn er gott að hafa í huga að hægt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka styttri lánstíma en hámarkið sem er í boði, ef svigrúm fyrir slíku er til staðar. Húsnæðislán eru stærsta skuldbinding flestra á lífsleiðinni og með því ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Við val á lánsformi þarf að hafa í huga að öll erum við ólík og greiðslugetan mismunandi. Mikilvægast er því að stilla þessa stærstu skuldbindingu eftir þörfum og greiðslugetu. Höfundur er lánastjóri húsnæðislánaþjónustu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar sótt er um nýtt húsnæðislán, hvort sem um er að ræða fasteignakaup eða endurfjármögnun, þarf að ákveða hvers konar lán á að taka, óverðtryggt, verðtryggt eða blandað. Enn fremur þarf að velja fasta eða breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og að lokum lengd lánstímans. Fyrir fólk sem ekki lifir og hrærist í þessum efnum getur valið eðlilega verið mikill hausverkur. Mörg leitum við ráða hjá ættingjum og vinum, jafnvel á netinu og ráðin sem berast úr öllum áttum geta verið jafn ólík og þau eru mörg. Til að ná lendingu getur verið gott að byrja á að reyna að skilja þau hugtök sem um er að ræða. Hér á eftir verður farið lauslega í hvert og eitt þeirra. Verðtryggð lán fylgja svokallaðri vísitölu neysluverðs (verðbólgunni) ásamt því að bera vexti. Höfuðstóll lánsins uppfærist mánaðarlega í takt við nýja vísitölu, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Það er þó sjaldséð að vísitala neysluverðs lækki á milli mánaða en í sögulegu samhengi gerist það kannski tvisvar á ári. Vexti verðtryggðra lána er annars vegar hægt að hafa breytilega og hins vegar fasta. Breytilegir vextir fylgja vaxtatöflu bankans og geta hækkað eða lækkað í takt við hana. Verðtryggða vexti er hins vegar hægt að festa til fimm ára í senn. Þá haldast vextirnir þeir sömu yfir tímabilið en verðtryggingin er þó alltaf til staðar, en við henni er ekki hægt að hrófla á verðtryggðum lánum og því má búast við hækkandi greiðslubyrði á tímabilinu vegna verðbólgu. Óverðtryggð lán bera eingöngu vexti og eru þeir yfirleitt hærri en á verðtryggðum lánum. Hægt er að hafa vexti óverðtryggðra lána breytilega eða festa þá til þriggja eða fimm ára í senn. Sumir duttu í lukkupottinn þegar stýrivextir voru hvað lægstir og náðu að festa lán sín á afar góðum kjörum, sérstaklega ef miðað er við markaðsaðstæður í dag. Það felst nefnilega ákveðið öryggi í að festa vexti, þar sem greiðslubyrðin helst óbreytt út fastvaxtatímabilið á óverðtryggðum lánum. Á móti getur maður hins vegar lent í því að breytilegir vextir lækki niður fyrir föstu vextina og því þarf að taka það inn í ákvörðunartökuna. Blandað lán er svo þegar annars vegar er tekið verðtryggt lán og hins vegar óverðtryggt lán. Hlutfallið fer eftir hverjum og einum. Ekki þarf að skipta því jafnt heldur getur fólk stillt þetta algjörlega eftir eigin höfði, 60/40, 30/70 o.s.frv. Næsta skref er að velja á milli jafnra greiðsla eða jafnra afborgana. Jafnar greiðslur er þegar greidd er u.þ.b. sama heildarupphæð í hverjum mánuði (jafngreiðslulán). Til að byrja með fer stærstur hluti mánaðarlegra greiðslna í vexti lánsins og minni upphæð í afborganir höfuðstóls, en svo snýst það við því lengra sem líður á lánstímann. Jafnar afborganir er þegar við greiðum alltaf sömu upphæð beint inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði. Mánaðarlegar greiðslur eru því hæstar í upphafi en lækka svo því lengra sem líður á lánstímann þar sem vaxtahluti greiðslunnar lækkar í takt við lægri höfuðstól. Að lokum þarf að ákveða lánstímann. Óverðtryggð lán er að hámarki hægt að taka til 40 ára en verðtryggð lán til 25 ára að hámarki. Fyrstu kaupendur hafa þó svigrúm til þess að taka verðtryggð lán til 40 ára, óski þeir eftir því. Þegar lánstími er valinn er gott að hafa í huga að hægt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka styttri lánstíma en hámarkið sem er í boði, ef svigrúm fyrir slíku er til staðar. Húsnæðislán eru stærsta skuldbinding flestra á lífsleiðinni og með því ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Við val á lánsformi þarf að hafa í huga að öll erum við ólík og greiðslugetan mismunandi. Mikilvægast er því að stilla þessa stærstu skuldbindingu eftir þörfum og greiðslugetu. Höfundur er lánastjóri húsnæðislánaþjónustu hjá Íslandsbanka.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun