Hvers konar húsnæðislán hentar mér? Ingvar Ingvarsson skrifar 9. apríl 2024 15:01 Þegar sótt er um nýtt húsnæðislán, hvort sem um er að ræða fasteignakaup eða endurfjármögnun, þarf að ákveða hvers konar lán á að taka, óverðtryggt, verðtryggt eða blandað. Enn fremur þarf að velja fasta eða breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og að lokum lengd lánstímans. Fyrir fólk sem ekki lifir og hrærist í þessum efnum getur valið eðlilega verið mikill hausverkur. Mörg leitum við ráða hjá ættingjum og vinum, jafnvel á netinu og ráðin sem berast úr öllum áttum geta verið jafn ólík og þau eru mörg. Til að ná lendingu getur verið gott að byrja á að reyna að skilja þau hugtök sem um er að ræða. Hér á eftir verður farið lauslega í hvert og eitt þeirra. Verðtryggð lán fylgja svokallaðri vísitölu neysluverðs (verðbólgunni) ásamt því að bera vexti. Höfuðstóll lánsins uppfærist mánaðarlega í takt við nýja vísitölu, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Það er þó sjaldséð að vísitala neysluverðs lækki á milli mánaða en í sögulegu samhengi gerist það kannski tvisvar á ári. Vexti verðtryggðra lána er annars vegar hægt að hafa breytilega og hins vegar fasta. Breytilegir vextir fylgja vaxtatöflu bankans og geta hækkað eða lækkað í takt við hana. Verðtryggða vexti er hins vegar hægt að festa til fimm ára í senn. Þá haldast vextirnir þeir sömu yfir tímabilið en verðtryggingin er þó alltaf til staðar, en við henni er ekki hægt að hrófla á verðtryggðum lánum og því má búast við hækkandi greiðslubyrði á tímabilinu vegna verðbólgu. Óverðtryggð lán bera eingöngu vexti og eru þeir yfirleitt hærri en á verðtryggðum lánum. Hægt er að hafa vexti óverðtryggðra lána breytilega eða festa þá til þriggja eða fimm ára í senn. Sumir duttu í lukkupottinn þegar stýrivextir voru hvað lægstir og náðu að festa lán sín á afar góðum kjörum, sérstaklega ef miðað er við markaðsaðstæður í dag. Það felst nefnilega ákveðið öryggi í að festa vexti, þar sem greiðslubyrðin helst óbreytt út fastvaxtatímabilið á óverðtryggðum lánum. Á móti getur maður hins vegar lent í því að breytilegir vextir lækki niður fyrir föstu vextina og því þarf að taka það inn í ákvörðunartökuna. Blandað lán er svo þegar annars vegar er tekið verðtryggt lán og hins vegar óverðtryggt lán. Hlutfallið fer eftir hverjum og einum. Ekki þarf að skipta því jafnt heldur getur fólk stillt þetta algjörlega eftir eigin höfði, 60/40, 30/70 o.s.frv. Næsta skref er að velja á milli jafnra greiðsla eða jafnra afborgana. Jafnar greiðslur er þegar greidd er u.þ.b. sama heildarupphæð í hverjum mánuði (jafngreiðslulán). Til að byrja með fer stærstur hluti mánaðarlegra greiðslna í vexti lánsins og minni upphæð í afborganir höfuðstóls, en svo snýst það við því lengra sem líður á lánstímann. Jafnar afborganir er þegar við greiðum alltaf sömu upphæð beint inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði. Mánaðarlegar greiðslur eru því hæstar í upphafi en lækka svo því lengra sem líður á lánstímann þar sem vaxtahluti greiðslunnar lækkar í takt við lægri höfuðstól. Að lokum þarf að ákveða lánstímann. Óverðtryggð lán er að hámarki hægt að taka til 40 ára en verðtryggð lán til 25 ára að hámarki. Fyrstu kaupendur hafa þó svigrúm til þess að taka verðtryggð lán til 40 ára, óski þeir eftir því. Þegar lánstími er valinn er gott að hafa í huga að hægt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka styttri lánstíma en hámarkið sem er í boði, ef svigrúm fyrir slíku er til staðar. Húsnæðislán eru stærsta skuldbinding flestra á lífsleiðinni og með því ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Við val á lánsformi þarf að hafa í huga að öll erum við ólík og greiðslugetan mismunandi. Mikilvægast er því að stilla þessa stærstu skuldbindingu eftir þörfum og greiðslugetu. Höfundur er lánastjóri húsnæðislánaþjónustu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Þegar sótt er um nýtt húsnæðislán, hvort sem um er að ræða fasteignakaup eða endurfjármögnun, þarf að ákveða hvers konar lán á að taka, óverðtryggt, verðtryggt eða blandað. Enn fremur þarf að velja fasta eða breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og að lokum lengd lánstímans. Fyrir fólk sem ekki lifir og hrærist í þessum efnum getur valið eðlilega verið mikill hausverkur. Mörg leitum við ráða hjá ættingjum og vinum, jafnvel á netinu og ráðin sem berast úr öllum áttum geta verið jafn ólík og þau eru mörg. Til að ná lendingu getur verið gott að byrja á að reyna að skilja þau hugtök sem um er að ræða. Hér á eftir verður farið lauslega í hvert og eitt þeirra. Verðtryggð lán fylgja svokallaðri vísitölu neysluverðs (verðbólgunni) ásamt því að bera vexti. Höfuðstóll lánsins uppfærist mánaðarlega í takt við nýja vísitölu, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Það er þó sjaldséð að vísitala neysluverðs lækki á milli mánaða en í sögulegu samhengi gerist það kannski tvisvar á ári. Vexti verðtryggðra lána er annars vegar hægt að hafa breytilega og hins vegar fasta. Breytilegir vextir fylgja vaxtatöflu bankans og geta hækkað eða lækkað í takt við hana. Verðtryggða vexti er hins vegar hægt að festa til fimm ára í senn. Þá haldast vextirnir þeir sömu yfir tímabilið en verðtryggingin er þó alltaf til staðar, en við henni er ekki hægt að hrófla á verðtryggðum lánum og því má búast við hækkandi greiðslubyrði á tímabilinu vegna verðbólgu. Óverðtryggð lán bera eingöngu vexti og eru þeir yfirleitt hærri en á verðtryggðum lánum. Hægt er að hafa vexti óverðtryggðra lána breytilega eða festa þá til þriggja eða fimm ára í senn. Sumir duttu í lukkupottinn þegar stýrivextir voru hvað lægstir og náðu að festa lán sín á afar góðum kjörum, sérstaklega ef miðað er við markaðsaðstæður í dag. Það felst nefnilega ákveðið öryggi í að festa vexti, þar sem greiðslubyrðin helst óbreytt út fastvaxtatímabilið á óverðtryggðum lánum. Á móti getur maður hins vegar lent í því að breytilegir vextir lækki niður fyrir föstu vextina og því þarf að taka það inn í ákvörðunartökuna. Blandað lán er svo þegar annars vegar er tekið verðtryggt lán og hins vegar óverðtryggt lán. Hlutfallið fer eftir hverjum og einum. Ekki þarf að skipta því jafnt heldur getur fólk stillt þetta algjörlega eftir eigin höfði, 60/40, 30/70 o.s.frv. Næsta skref er að velja á milli jafnra greiðsla eða jafnra afborgana. Jafnar greiðslur er þegar greidd er u.þ.b. sama heildarupphæð í hverjum mánuði (jafngreiðslulán). Til að byrja með fer stærstur hluti mánaðarlegra greiðslna í vexti lánsins og minni upphæð í afborganir höfuðstóls, en svo snýst það við því lengra sem líður á lánstímann. Jafnar afborganir er þegar við greiðum alltaf sömu upphæð beint inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði. Mánaðarlegar greiðslur eru því hæstar í upphafi en lækka svo því lengra sem líður á lánstímann þar sem vaxtahluti greiðslunnar lækkar í takt við lægri höfuðstól. Að lokum þarf að ákveða lánstímann. Óverðtryggð lán er að hámarki hægt að taka til 40 ára en verðtryggð lán til 25 ára að hámarki. Fyrstu kaupendur hafa þó svigrúm til þess að taka verðtryggð lán til 40 ára, óski þeir eftir því. Þegar lánstími er valinn er gott að hafa í huga að hægt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka styttri lánstíma en hámarkið sem er í boði, ef svigrúm fyrir slíku er til staðar. Húsnæðislán eru stærsta skuldbinding flestra á lífsleiðinni og með því ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Við val á lánsformi þarf að hafa í huga að öll erum við ólík og greiðslugetan mismunandi. Mikilvægast er því að stilla þessa stærstu skuldbindingu eftir þörfum og greiðslugetu. Höfundur er lánastjóri húsnæðislánaþjónustu hjá Íslandsbanka.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun