Valfrelsi í eigin sparnaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 11. apríl 2024 12:31 Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Annar alþjóðlegur samanburður er af sama meiði. Það eru forréttindi fyrir okkur sem yngri erum að þau sem á undan okkur komu hafi sýnt slíka fyrirhyggju að byggja upp öflugt lífeyriskerfi sem byggir á sjóðsöfnun, nú þegar þjóðin eldist hratt. Þessi staða er öfundsverð fyrir margar þjóðir. Kerfið er þó ekki fullkomið og verður að þróa áfram. Nú stendur yfir mikilvæg vinna um grænbók lífeyriskerfisins þar sem áskoranir kerfisins verða teiknaðar upp. Sú vinna hefur tafist talsvert og má ekki koma í veg fyrir mikilvægar minni breytingar á umgjörð kerfisins. Frumvarp um valfrelsi séreignarsparnaðar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem undirrituð lagði fram í síðasta mánuði, þá sem fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárfestingarkosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Í einföldu máli myndi frumvarpið, verði það að lögum, gera fólki kleift að ráða meira yfir eigin sparnaði. Þetta þýðir að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að bjóða eigendum séreignarinnar, fólkinu sjálfu, að hafa meiri stjórn en áður yfir ráðstöfun eigin sparnaðar. Fólki væri þá heimilt að fjárfesta séreignarsparnaði í verðbréfasjóðum og öðrum slíkum sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Aðeins verður um heimild að ræða og ekki stendur til að sambærilegt myndi gilda um samtryggingarhluta lífeyriskerfisins, enda allt annars eðlis. Sterk rök með – veik á móti Það er grundvallaratriði í allri löggjöf að það þurfi að vera sterk rök fyrir því að einstaklingum sé óheimilaðar athafnir sem aðeins varða þá sjálfa. Í þessu tilfelli er einfaldlega verið að leyfa einstaklingum að ráða frekar yfir eignum sem þeir sjálfir einir eiga tilkall til. Það ætti í raun að segja sig sjálft að slík heimild, innan eðlilegra marka, sé sjálfsögð. Á hinn bóginn virðast flest rök sem vega á móti snúa að atriðum sem eðlilegt er að einstaklingar meti sjálfir frekar en ríkisvaldið, eins og að kostnaður geti verið meiri. Fyrir utan einföld rök um eignarrétt er sennilegt að aukin dreifstýring sparnaðar geti bætt skilvirkni fjármálamarkaðar. Lífeyriskerfið hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið síðustu áratugi og voru eignir þess 170% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Flest bendir til þess að þetta hlutfall hækki áfram á næstu árum. Á sama tíma, sem er á vissan hátt eðlilegt, hefur lífeyrissjóðum fækkað. Gallinn við það er hins vegar einsleitni í stýringu fjármagns en með auknu valfrelsi skapast forsendur fyrir meiri dreifstýringu. Það er til þess fallið að auka skilvirkni og samkeppni á fjármálamarkaði. Með því gæti t.d. verðmyndun orðið skilvirkari sökum meiri seljanleika og telja má að með aukinni samkeppni aukist líkur á að fjármagni sé ráðstafað í fjárfestingar á skilvirkan hátt. Stöndum vörð um gott kerfi Þó að lífeyriskerfið okkar sé gott megum við ekki líta svo á að hægt sé að sitja með hendur í skauti. Það jafngildir einfaldlega því að kerfið staðnar og þróast ekki í takt við breytta tíma. Að endingu leiðir það til þess að kerfið verður veikleiki en ekki styrkleiki í íslensku samfélagi. Kerfið er orðið mjög stórt og fer stækkandi og þá hafa tækniframfarir auðveldað einstaklingum að taka þátt á fjármálamarkaði. Rökrétt framhald af því er að leyfa einstaklingum að stýra eigin séreignarsparnaði í auknum mæli. Það segir sig sjálft. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Annar alþjóðlegur samanburður er af sama meiði. Það eru forréttindi fyrir okkur sem yngri erum að þau sem á undan okkur komu hafi sýnt slíka fyrirhyggju að byggja upp öflugt lífeyriskerfi sem byggir á sjóðsöfnun, nú þegar þjóðin eldist hratt. Þessi staða er öfundsverð fyrir margar þjóðir. Kerfið er þó ekki fullkomið og verður að þróa áfram. Nú stendur yfir mikilvæg vinna um grænbók lífeyriskerfisins þar sem áskoranir kerfisins verða teiknaðar upp. Sú vinna hefur tafist talsvert og má ekki koma í veg fyrir mikilvægar minni breytingar á umgjörð kerfisins. Frumvarp um valfrelsi séreignarsparnaðar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem undirrituð lagði fram í síðasta mánuði, þá sem fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárfestingarkosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Í einföldu máli myndi frumvarpið, verði það að lögum, gera fólki kleift að ráða meira yfir eigin sparnaði. Þetta þýðir að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að bjóða eigendum séreignarinnar, fólkinu sjálfu, að hafa meiri stjórn en áður yfir ráðstöfun eigin sparnaðar. Fólki væri þá heimilt að fjárfesta séreignarsparnaði í verðbréfasjóðum og öðrum slíkum sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Aðeins verður um heimild að ræða og ekki stendur til að sambærilegt myndi gilda um samtryggingarhluta lífeyriskerfisins, enda allt annars eðlis. Sterk rök með – veik á móti Það er grundvallaratriði í allri löggjöf að það þurfi að vera sterk rök fyrir því að einstaklingum sé óheimilaðar athafnir sem aðeins varða þá sjálfa. Í þessu tilfelli er einfaldlega verið að leyfa einstaklingum að ráða frekar yfir eignum sem þeir sjálfir einir eiga tilkall til. Það ætti í raun að segja sig sjálft að slík heimild, innan eðlilegra marka, sé sjálfsögð. Á hinn bóginn virðast flest rök sem vega á móti snúa að atriðum sem eðlilegt er að einstaklingar meti sjálfir frekar en ríkisvaldið, eins og að kostnaður geti verið meiri. Fyrir utan einföld rök um eignarrétt er sennilegt að aukin dreifstýring sparnaðar geti bætt skilvirkni fjármálamarkaðar. Lífeyriskerfið hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið síðustu áratugi og voru eignir þess 170% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Flest bendir til þess að þetta hlutfall hækki áfram á næstu árum. Á sama tíma, sem er á vissan hátt eðlilegt, hefur lífeyrissjóðum fækkað. Gallinn við það er hins vegar einsleitni í stýringu fjármagns en með auknu valfrelsi skapast forsendur fyrir meiri dreifstýringu. Það er til þess fallið að auka skilvirkni og samkeppni á fjármálamarkaði. Með því gæti t.d. verðmyndun orðið skilvirkari sökum meiri seljanleika og telja má að með aukinni samkeppni aukist líkur á að fjármagni sé ráðstafað í fjárfestingar á skilvirkan hátt. Stöndum vörð um gott kerfi Þó að lífeyriskerfið okkar sé gott megum við ekki líta svo á að hægt sé að sitja með hendur í skauti. Það jafngildir einfaldlega því að kerfið staðnar og þróast ekki í takt við breytta tíma. Að endingu leiðir það til þess að kerfið verður veikleiki en ekki styrkleiki í íslensku samfélagi. Kerfið er orðið mjög stórt og fer stækkandi og þá hafa tækniframfarir auðveldað einstaklingum að taka þátt á fjármálamarkaði. Rökrétt framhald af því er að leyfa einstaklingum að stýra eigin séreignarsparnaði í auknum mæli. Það segir sig sjálft. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun