Ætla að fæla barnaníðing úr sundlauginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 12:19 Frá Dalslaug í Úlfarsárdal. Dalslaug Skólastjórinn í Dalskóla í Úlfarsárdal hefur varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitar í Dalslaug á skólatíma. Hann spjalli reglulega við drengi í skólasundi. Allt kapp verði lagt á að fæla manninn frá sundlauginni. Þetta kemur fram í pósti Hildar Jóhannesdóttur skólastjóra til foreldra vegna málsins. „Uppgötvast hefur að í sundlaugina á skólasundstíma í 7. bekk, kemur reglulega maður, sem leitar leiða til að spjalla við drengi í skólasundi, um allt milli himins og jarðar. Þessi maður er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hefur afplánað sinn dóm,“ segir Hildur í pósti sínum. Þungir dómar á bakinu Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn að baki tvo fangelsisdóma. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum unglingsdreng og hins vegar fyrir að hafa í fórum sínum gríðarlega mikið magn barnaníðsefnis. Annar dómurinn var á þriðja ár í fangelsi og hitt á fjórða ár. „Okkur þykir alveg ljóst að maðurinn er að mynda tengsl og hugsanlega að reyna að undirbúa vinskap og skuldbindingu við sig á einhvern hátt. Við í skólanum höfum nýlega uppgötvað þetta. Við fórum að safna upplýsingum og rekja málið,“ segir Hildur. Þar hafi þau notið aðstoðar forstöðumanna sundlaugarinnar og sundkennara. Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri Dalskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin á Bessastöðum árið 2020.Kennarasamband Íslands Lögreglunni hafi verið gert viðvart og næst þegar maðurinn komi í hús verði hann kallaður inn til forstöðumanns, ásamt skólastjórnanda og kallað á lögregluna. „Tilgangur viðtalsins er að fæla hann frá lauginni okkar og tilkynna honum að hann verði ekki settur úr augsýn komi hann inn fyrir hússins dyr og lögreglunni gert viðvart og kölluð til.“ Vara nágrannana við Hildur segir að nágrannaskólar hafi verið látnir vita sem og yfirmenn í öllu kerfinu. „Það situr í okkur að nemendur geti verið berskjaldaðir í skólasundi í öllum almenningslaugum gagnvart svona misindismönnum því allar laugar eru opnar öllu fólki. Dómar eru ekki þannig uppkvaðnir að barnaníðingum sé gert að sniðganga almenningsstaði þar sem börn eru að leik og starfi þó formlegri betrun (skilorðs- að óskilorðsbundnum dómi) sé aflokið. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin.“ Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti Hildar Jóhannesdóttur skólastjóra til foreldra vegna málsins. „Uppgötvast hefur að í sundlaugina á skólasundstíma í 7. bekk, kemur reglulega maður, sem leitar leiða til að spjalla við drengi í skólasundi, um allt milli himins og jarðar. Þessi maður er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hefur afplánað sinn dóm,“ segir Hildur í pósti sínum. Þungir dómar á bakinu Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn að baki tvo fangelsisdóma. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum unglingsdreng og hins vegar fyrir að hafa í fórum sínum gríðarlega mikið magn barnaníðsefnis. Annar dómurinn var á þriðja ár í fangelsi og hitt á fjórða ár. „Okkur þykir alveg ljóst að maðurinn er að mynda tengsl og hugsanlega að reyna að undirbúa vinskap og skuldbindingu við sig á einhvern hátt. Við í skólanum höfum nýlega uppgötvað þetta. Við fórum að safna upplýsingum og rekja málið,“ segir Hildur. Þar hafi þau notið aðstoðar forstöðumanna sundlaugarinnar og sundkennara. Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri Dalskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin á Bessastöðum árið 2020.Kennarasamband Íslands Lögreglunni hafi verið gert viðvart og næst þegar maðurinn komi í hús verði hann kallaður inn til forstöðumanns, ásamt skólastjórnanda og kallað á lögregluna. „Tilgangur viðtalsins er að fæla hann frá lauginni okkar og tilkynna honum að hann verði ekki settur úr augsýn komi hann inn fyrir hússins dyr og lögreglunni gert viðvart og kölluð til.“ Vara nágrannana við Hildur segir að nágrannaskólar hafi verið látnir vita sem og yfirmenn í öllu kerfinu. „Það situr í okkur að nemendur geti verið berskjaldaðir í skólasundi í öllum almenningslaugum gagnvart svona misindismönnum því allar laugar eru opnar öllu fólki. Dómar eru ekki þannig uppkvaðnir að barnaníðingum sé gert að sniðganga almenningsstaði þar sem börn eru að leik og starfi þó formlegri betrun (skilorðs- að óskilorðsbundnum dómi) sé aflokið. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin.“
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira