Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson skrifa 11. apríl 2024 16:01 Rúmar fimm vikur eru liðnar frá aðgerðum lögreglu þann 5. mars sl., þegar veitingastöðum í eigu Davíðs Viðarssonar var lokað og þau skilaboð gefin út til ætlaðra þolenda að framtíð þeirra á Íslandi yrði tryggð. Nú í vikunni kynntu stjórnvöld loksins fyrir ætluðum þolendum útfærslu sína á því sem skiptir fólkið mestu fyrir framtíð þeirra á Íslandi, þ.e.a.s. hvaða dvalar- og atvinnuleyfi standa þeim til boða. Með útfærslu stjórnvalda er einungis hluta hópsins tryggð öll þau sömu réttindi og þau höfðu fyrir 5. mars, það er framhaldandi rétt til fjölskyldusameiningar og óskertan rétt til að sækja um ótímabundið dvalarleyfi. Sá hluti hópsins sem ekki er kominn í nýtt starf fer hins vegar, að óbreyttu, á svokallað umþóttunarleyfi fyrir þolendur mansals, að mánuði liðnum. Fólki er með öðrum orðum gefinn frestur til 15. maí til að finna nýtt starf, að öðrum kosti fara þau á síðra dvalarleyfien þau voru á þann 5. mars og í einhverjum tilfellum er fyrirhuguð fjölskyldusameining í uppnámi. Útfærsla stjórnvalda í málinu er undirrituðum mikil vonbrigði. ASÍ hefur um langt skeið bent á mikilvægi þess að í málum sem þessum sé framtíð ætlaðra þolenda tryggð og í því samhengi skiptir höfuðmáli að réttindi þolenda hvað varðar dvalar- og atvinnuleyfi verði ekki lakari en þau voru áður en ráðist var í aðgerðirnar. ASÍ hefur ítrekað gert grein fyrir þessum sjónarmiðum frá því að málið kom upp, m.a. á fundum með dómsmálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Framangreind sjónarmið byggja m.a. á hinum ýmsu skýrslum og meðmælum alþjóðastofnana og sérfræðinga um hvernig best sé að haga viðbrögðum er upp koma vinnumansalsmál. Sjónarmið sem byggja á sérstaklega flóknu eðli slíkra afbrota. Hér skiptir öllu að stjórnvöld standi með þolendum. Um er að ræða fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi. Fólkið kom til Íslands eftir að hafa selt allar eigur sínar í heimalandinu, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Að mati undirritaðra er fyrirliggjandi niðurstaða stjórnvalda afleit. Verði henni ekki breytt og sanngjarnt tillit tekið til stöðu og hagsmuna þess fólks sem málið varðar eru allar líkur á að til lengri tíma verði þolendur vinnumansals ekki tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Með vísan í allt framangreint skora undirrituð á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína, standa með þolendum og gera betur. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviðiHalldór Oddsson, sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Mansal Vinnumarkaður Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Rúmar fimm vikur eru liðnar frá aðgerðum lögreglu þann 5. mars sl., þegar veitingastöðum í eigu Davíðs Viðarssonar var lokað og þau skilaboð gefin út til ætlaðra þolenda að framtíð þeirra á Íslandi yrði tryggð. Nú í vikunni kynntu stjórnvöld loksins fyrir ætluðum þolendum útfærslu sína á því sem skiptir fólkið mestu fyrir framtíð þeirra á Íslandi, þ.e.a.s. hvaða dvalar- og atvinnuleyfi standa þeim til boða. Með útfærslu stjórnvalda er einungis hluta hópsins tryggð öll þau sömu réttindi og þau höfðu fyrir 5. mars, það er framhaldandi rétt til fjölskyldusameiningar og óskertan rétt til að sækja um ótímabundið dvalarleyfi. Sá hluti hópsins sem ekki er kominn í nýtt starf fer hins vegar, að óbreyttu, á svokallað umþóttunarleyfi fyrir þolendur mansals, að mánuði liðnum. Fólki er með öðrum orðum gefinn frestur til 15. maí til að finna nýtt starf, að öðrum kosti fara þau á síðra dvalarleyfien þau voru á þann 5. mars og í einhverjum tilfellum er fyrirhuguð fjölskyldusameining í uppnámi. Útfærsla stjórnvalda í málinu er undirrituðum mikil vonbrigði. ASÍ hefur um langt skeið bent á mikilvægi þess að í málum sem þessum sé framtíð ætlaðra þolenda tryggð og í því samhengi skiptir höfuðmáli að réttindi þolenda hvað varðar dvalar- og atvinnuleyfi verði ekki lakari en þau voru áður en ráðist var í aðgerðirnar. ASÍ hefur ítrekað gert grein fyrir þessum sjónarmiðum frá því að málið kom upp, m.a. á fundum með dómsmálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Framangreind sjónarmið byggja m.a. á hinum ýmsu skýrslum og meðmælum alþjóðastofnana og sérfræðinga um hvernig best sé að haga viðbrögðum er upp koma vinnumansalsmál. Sjónarmið sem byggja á sérstaklega flóknu eðli slíkra afbrota. Hér skiptir öllu að stjórnvöld standi með þolendum. Um er að ræða fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi. Fólkið kom til Íslands eftir að hafa selt allar eigur sínar í heimalandinu, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Að mati undirritaðra er fyrirliggjandi niðurstaða stjórnvalda afleit. Verði henni ekki breytt og sanngjarnt tillit tekið til stöðu og hagsmuna þess fólks sem málið varðar eru allar líkur á að til lengri tíma verði þolendur vinnumansals ekki tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Með vísan í allt framangreint skora undirrituð á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína, standa með þolendum og gera betur. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviðiHalldór Oddsson, sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun