Til hamingju, verðsamráð er núna löglegt Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 12. apríl 2024 08:01 Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Biden hefur tekist að styrkja samkeppnisumhverfið í Bandaríkjunum og gera samkeppnismarkaði skilvirkari og sanngjarnari. Þannig verða tækifæri minni og meðalstórra fyrirtækja betri. Forseti Bandaríkjanna veit sem er að samkeppni er heilbrigt fyrirtækjaumhverfi og þjónar hagsmunum fólksins í landinu. Heilbrigð samkeppni er best til þess fallin að stuðla að lægra vöruverði og hún ver hagsmuni smærri fyrirtækja gegn ofríki risanna. Hluti af reglunum sem hann setti snúa að því að efla stöðu bænda með nýjum verkfærum gegn yfirburðastöðu og ofríki sumra afurðastöðva í kjötframleiðslu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu Afstaða forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er hins vegar önnur. Hann ver með kjafti og klóm þá ömurlegu lagasetningu hér á landi að samkeppnisreglur hafi verið teknar úr sambandi gagnvart afurðastöðvum – þvert gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Ríkisstjórnin galopnaði þar með færi stórra fyrirtækja til að eiga með sér víðtækt samráð um verð og framleiðslu. Ríkisstjórnarflokkarnir heimiluðu samvinnu fyrirtækja á markaði sem Alþingi hafði áður talið vinna svo alvarlega gegn hagsmunum almennings að fangelsisrefsing hefur legið við þannig vinnubrögðum. Stjórnin skaðar þar með ekki bara almannahagsmuni heldur gerir algjörlega út af við möguleika bænda til að nýta sér sameiginlegan styrk til að mæta öflugum afurðastöðvum. Korteri áður Þetta gerist korteri eftir að almenningur fékk upplýsingar um víðtækt verðsamráð skipafélaga sem hefur líklega hefur leitt til tugmilljarða tjóns fyrir samfélagið. Það er afleiðing þess þegar samkeppnisreglur eru ekki virtar. Ísland er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni og eina trygging almennings fyrir lægra verðlagi, bættri þjónustu og nýsköpun er virk samkeppni. Lagasetning sem kippir samkeppni úr sambandi getur auðvitað aldrei leitt til annars en að hærra vöruverðs til almennings. Korteri seinna Þessi atlaga ríkisstjórnarinnar að neytendum og heimilum í landinu átti sér stað korteri áður en ríkisstjórnarflokkarnir héldu síðan blaðamannafund þar sem þau sögðu sitt mikilvægasta verkefni núna vera glímuna við að ná niður verðbólgu og háum vöxtum. Þar töluðu þau um mikilvægi stöðugleika fyrir fólkið í landinu. Í ímynduðu landi stöðugleikans renna fjármálaráðherrar að vísu inn og út úr fjármálaráðuneytinu á færibandi. Alls þrír fjármálaráðherrar á síðasta hálfa árinu. Þar fannst stefnufesta stjórnarinnar Nýr forsætisráðherra talar ekki af sérstökum þunga um efnahagsmálin. Í því ljósi er í sjálfu sér skiljanlegt að hann segi skilið við hugmyndafræðina um heilbrigða samkeppni. Á vakt hans sem fjármálaráðherra hefur staða efnahagsmála verið þannig að stýrivextir standa í 9,25%. Það þarf reyndar að leita til stríðshrjáðra landa til að finna sambærilegar tölur. Verðbólga hefur ekki verið nálægt markmiði Seðlabankans í nokkur ár. Verðbólga fór upp í síðustu mælingu en ríkisstjórnin segir að allt sé þetta á réttri leið. Lausn ríkisstjórnarinnar er lagasetning sem dregur úr samkeppni og vinnur þannig gegn baráttunni gegn verðbólgu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu. Og það er lýsandi að þegar kemur að sérhagsmunagæslu þá víla flokkarnir þrír ekki fyrir sér að fara gegn hagsmunum fólksins í landinu. Við sérhagsmunagæslu má loksins finna sjaldséða stefnufestu hjá þessum flokkum þremur. Erindi flokkanna þriggja í ríkisstjórn er þegar allt kemur til alls ekki annað en sérhagsmunagæsla sem við og við er brotin upp með stólaleik ráðherranna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Landbúnaður Alþingi Viðreisn Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Biden hefur tekist að styrkja samkeppnisumhverfið í Bandaríkjunum og gera samkeppnismarkaði skilvirkari og sanngjarnari. Þannig verða tækifæri minni og meðalstórra fyrirtækja betri. Forseti Bandaríkjanna veit sem er að samkeppni er heilbrigt fyrirtækjaumhverfi og þjónar hagsmunum fólksins í landinu. Heilbrigð samkeppni er best til þess fallin að stuðla að lægra vöruverði og hún ver hagsmuni smærri fyrirtækja gegn ofríki risanna. Hluti af reglunum sem hann setti snúa að því að efla stöðu bænda með nýjum verkfærum gegn yfirburðastöðu og ofríki sumra afurðastöðva í kjötframleiðslu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu Afstaða forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er hins vegar önnur. Hann ver með kjafti og klóm þá ömurlegu lagasetningu hér á landi að samkeppnisreglur hafi verið teknar úr sambandi gagnvart afurðastöðvum – þvert gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Ríkisstjórnin galopnaði þar með færi stórra fyrirtækja til að eiga með sér víðtækt samráð um verð og framleiðslu. Ríkisstjórnarflokkarnir heimiluðu samvinnu fyrirtækja á markaði sem Alþingi hafði áður talið vinna svo alvarlega gegn hagsmunum almennings að fangelsisrefsing hefur legið við þannig vinnubrögðum. Stjórnin skaðar þar með ekki bara almannahagsmuni heldur gerir algjörlega út af við möguleika bænda til að nýta sér sameiginlegan styrk til að mæta öflugum afurðastöðvum. Korteri áður Þetta gerist korteri eftir að almenningur fékk upplýsingar um víðtækt verðsamráð skipafélaga sem hefur líklega hefur leitt til tugmilljarða tjóns fyrir samfélagið. Það er afleiðing þess þegar samkeppnisreglur eru ekki virtar. Ísland er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni og eina trygging almennings fyrir lægra verðlagi, bættri þjónustu og nýsköpun er virk samkeppni. Lagasetning sem kippir samkeppni úr sambandi getur auðvitað aldrei leitt til annars en að hærra vöruverðs til almennings. Korteri seinna Þessi atlaga ríkisstjórnarinnar að neytendum og heimilum í landinu átti sér stað korteri áður en ríkisstjórnarflokkarnir héldu síðan blaðamannafund þar sem þau sögðu sitt mikilvægasta verkefni núna vera glímuna við að ná niður verðbólgu og háum vöxtum. Þar töluðu þau um mikilvægi stöðugleika fyrir fólkið í landinu. Í ímynduðu landi stöðugleikans renna fjármálaráðherrar að vísu inn og út úr fjármálaráðuneytinu á færibandi. Alls þrír fjármálaráðherrar á síðasta hálfa árinu. Þar fannst stefnufesta stjórnarinnar Nýr forsætisráðherra talar ekki af sérstökum þunga um efnahagsmálin. Í því ljósi er í sjálfu sér skiljanlegt að hann segi skilið við hugmyndafræðina um heilbrigða samkeppni. Á vakt hans sem fjármálaráðherra hefur staða efnahagsmála verið þannig að stýrivextir standa í 9,25%. Það þarf reyndar að leita til stríðshrjáðra landa til að finna sambærilegar tölur. Verðbólga hefur ekki verið nálægt markmiði Seðlabankans í nokkur ár. Verðbólga fór upp í síðustu mælingu en ríkisstjórnin segir að allt sé þetta á réttri leið. Lausn ríkisstjórnarinnar er lagasetning sem dregur úr samkeppni og vinnur þannig gegn baráttunni gegn verðbólgu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu. Og það er lýsandi að þegar kemur að sérhagsmunagæslu þá víla flokkarnir þrír ekki fyrir sér að fara gegn hagsmunum fólksins í landinu. Við sérhagsmunagæslu má loksins finna sjaldséða stefnufestu hjá þessum flokkum þremur. Erindi flokkanna þriggja í ríkisstjórn er þegar allt kemur til alls ekki annað en sérhagsmunagæsla sem við og við er brotin upp með stólaleik ráðherranna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun