Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 19:01 Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Arnar Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. Fráfarandi bankaráð Landsbankans gaf frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem það fullyrti að Bankasýslan hefði verið upplýst um að bankinn ætlaði að bjóða í tryggingafélagið TM í desember. Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum þrátt fyrir fjölda tækifæra til þess. Yfirlýsingin kom skömmu eftir að Bankasýslan sendi fjármálaráðherra bréf með viðbrögðum sínum við greinargerð sem Landsbankinn skilaði vegna kaupanna á TM. Bankasýslan telur að kaupin stríði gegn eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki veitt upplýsingar í samræmi við samning þess við bankasýsluna. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi í næstu viku að tillögu Bankasýslunnar. Hafi tæplega lesið viðbrögð Bankasýslunnar Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, sagði það ekki standast neina skoðun að halda því fram að bankaráðið hafi upplýst Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM þegar í desember. Þar vísi bankaráðið í þriggja mínútna samtal sitt við formann bankaráðsins í síma. Þar hafi ekki verið rætt neitt um skuldbindandi tilboð í TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, hafi lýst andstöðu sinni við möguleg kaup Landsbankans á TM í febrúar og bankaráðinu hafi verið fullkunnugt um það. Skuldbinandi tilboð hafi ekki verið lagt fram fyrr en 15. mars og þá hafi Bankasýslan ekki fengið neinar upplýsingar. „Mér finnst þetta mjög aumt að koma með þessa yfirlýsingu og vera að tala um að þetta ætti að vera okkur fullkunnugt. Það er á engan hátt þannig,“ sagði Tryggvi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hann bankaráðið tæplega hafa náð að lesa skýrslu Bankasýslunnar áður en það sendi frá sér yfirlýsinguna í dag. Nýtt bankaráð leggi mat á valkosti bankans Bankasýslan vilji ekki rýra orðspor Landsbankans en hún telji að bankaráðið hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Þess vegna verðum við að grípa til þess að koma með nýtt fólk sem á að meta þennan samning og meta hvaða valkosti Landsbankinn hefur,“ sagði Tryggvi sem benti á að Samkeppniseftirlitið ætti eftir að taka afstöðu til kaupanna og það væru einhverjir mánuðir í að það lægi fyrir. Þá sagði Tryggvi að Bankasýslan tæki ekki neina afstöðu til þess hvort málið hefði áhrif á stöðu Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Fráfarandi bankaráð Landsbankans gaf frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem það fullyrti að Bankasýslan hefði verið upplýst um að bankinn ætlaði að bjóða í tryggingafélagið TM í desember. Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum þrátt fyrir fjölda tækifæra til þess. Yfirlýsingin kom skömmu eftir að Bankasýslan sendi fjármálaráðherra bréf með viðbrögðum sínum við greinargerð sem Landsbankinn skilaði vegna kaupanna á TM. Bankasýslan telur að kaupin stríði gegn eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki veitt upplýsingar í samræmi við samning þess við bankasýsluna. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi í næstu viku að tillögu Bankasýslunnar. Hafi tæplega lesið viðbrögð Bankasýslunnar Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, sagði það ekki standast neina skoðun að halda því fram að bankaráðið hafi upplýst Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM þegar í desember. Þar vísi bankaráðið í þriggja mínútna samtal sitt við formann bankaráðsins í síma. Þar hafi ekki verið rætt neitt um skuldbindandi tilboð í TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, hafi lýst andstöðu sinni við möguleg kaup Landsbankans á TM í febrúar og bankaráðinu hafi verið fullkunnugt um það. Skuldbinandi tilboð hafi ekki verið lagt fram fyrr en 15. mars og þá hafi Bankasýslan ekki fengið neinar upplýsingar. „Mér finnst þetta mjög aumt að koma með þessa yfirlýsingu og vera að tala um að þetta ætti að vera okkur fullkunnugt. Það er á engan hátt þannig,“ sagði Tryggvi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hann bankaráðið tæplega hafa náð að lesa skýrslu Bankasýslunnar áður en það sendi frá sér yfirlýsinguna í dag. Nýtt bankaráð leggi mat á valkosti bankans Bankasýslan vilji ekki rýra orðspor Landsbankans en hún telji að bankaráðið hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Þess vegna verðum við að grípa til þess að koma með nýtt fólk sem á að meta þennan samning og meta hvaða valkosti Landsbankinn hefur,“ sagði Tryggvi sem benti á að Samkeppniseftirlitið ætti eftir að taka afstöðu til kaupanna og það væru einhverjir mánuðir í að það lægi fyrir. Þá sagði Tryggvi að Bankasýslan tæki ekki neina afstöðu til þess hvort málið hefði áhrif á stöðu Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira